Þjóðaratkvæði um aðlögunarferlið

Evrópusambandið býður aðeins upp á eina leið inn í sambandið og það er leið aðlögunar þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt um lög og reglur sambandsins. Við erum í aðlögunarferli og engin tímasetning er á því hvenær ferlinu lýkur. Verði ferlinu leyft að halda áfram er Ísland hægt en örugglega innlimað í Evrópusambandið.

Umsóknin sem Samfylkingin knúði í gegnum alþingi með ofbeldi er bein árás minnihlutahóps á meirihluta þjóðarinnar sem vill ekki inn í Evrópusambandið.

Þjóðaratkvæði um aðlögunarferlið er lýðræðisleg aðferð til að komast að niðurstöðu. Hægt er að ákveða núna að hafa þjóðaratkvæði í febrúar eða mars. Er eftir nokkru að bíða?

 


mbl.is Vill fá niðurstöðu strax í skýr mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það væri gaman að fá að vita af hverju Ögmundur Jónasson greiddi atkvæði með því að troða Íslandi inn í Evrópusambandið gegn vilja og í algeru umboðsleysi kjósenda flokks hans. 

Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon, Lilja Mósesdóttir og fleiri þingmenn VG eru því miður falschfahrer og sviksamir stjórnmálamenn. Ef almenningur stundaði störf sín af sama óheiðarleika þá hefðum heilt samfélag sem væri knúið af óheiðarleika, sviksemi og græðgi til áhrifa.

Öll þrjú ættu að segja af sér störfum í almannaþágu sökum alvarlegs óheiðarleika og afbrota gegn lýðræðinu á fullum launum hjá skattgreiðendum.

Ekkert minna dugar hér

Gunnar Rögnvaldsson, 14.11.2010 kl. 16:18

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sæll Páll sem og aðrir !

    Seg þú mér Páll , sást þú viðtalið við frakkann í Silfrinu , annað hvort síðasta , eða næstsíðasta sunnudag ? Ég sá það og ég verð að viðurkenna það að hann fór ansi langt í að snúa mér , en ég hef alfarið (nánast) verið á þeirri skoðun að við hefðum lítið þarna inn að sækja .

   Þessi maður varð áttræður tveim vikum fyrir þáttinn , en það var ekki að sjá , hvað þá heyra nein elliglöp á honum , hann er í nefnd sem sett var til að reyna að forðast slæmar uppákomur á og við norðurheimsskautið , t.d. olíuslys o.fl.ofl. , hann benti á það að Asía ætti eftir að verða sennilega stærsta stórveldið á jarðarkringlunni og hvað yrði um 300þús manna þjóð í Atlantshafinu þá ef hún stæði utan við aðrar þjóðir , en eins og allir vita þá eru mannslífin ekki stórmerkileg , ætíð , í Asíu , t.d. í Kína , það segja okkur sumar blóðugu uppákomurnar sem þar hafa orðið undangengin ár , því þótt margt ljótt sé gert í USA þá tel ég mig vita að það sé hjóm eitt miðað við allar blóðsúthellingarnar í Asíu , og fleira og fleira taldi frakkinn til - sást þú þetta viðtal Páll ?

Hörður B Hjartarson, 14.11.2010 kl. 16:59

3 Smámynd: Agnar Bragi

Heill og sæll ! 

Það eru margir sem eru mjög ánægðir með framvinduna í Evrópumálum, og margir sem eru það ekki. Þú og allir aðrir munu fá tækifæri til að segja já eða nei í atkvæðagreiðslu þegar samningur liggur fyrir, þó mér finnist að þú ættir nú að hegða þér skynsamlega og líta allavega á niðurstöðuna áður en þú krotar nei á atkvæðaseðilinn.

Ég vil líka ráðleggja þér að hætta að tala í umboði þjóðarinnar. Til þess hefur þú ekki leyfi og ferð oft frjálslega með skoðanir þjóðarinnar. Meginþorri fólks er hvorki með öfgaskoðanir í þessu máli heldur vill hófsama umræðu og aðgang að upplýsingum.

Þú verður líka að athuga að lýðræði er ekki bara atkvæðagreiðsla, heldur skiptir það höfuðmáli að allir hafi aðgang að eins miklum upplýsingum og hægt er til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Þess vegna verðum við að fá niðurstöðu í aðildarviðræður áður en við getum tekið lýðræðislega ákvörðun um hvort við viljum sjá Ísland í ESB eða ekki.

Góðar stundir :)

Agnar Bragi, 14.11.2010 kl. 17:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hér á blogginu höfum við fengið að ég tel allt það veigamesta,sem við þurfum að vita v/inngöngu í Evrópusambandið. Menn eru skarpir og læsir á þau tungumál,sem reglugerðir ESB. birtast á og eru óþreytandi að upplýsa okkur um þær.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2010 kl. 18:27

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Ætlaði reyndar að taka undir það með Páli að ég tel brýnt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunarferli, strax eftir áramót.          Hörður,ég tel aldraða Frakkann hafa verið  með hræðsluáróður,,, ósjaldan erum við andstæðingar vænd um slíkt,þegar okkur ætti að vera meira annt um íslenska  þjóð heldur honum,byrjaði hann kanski að hafa áhyggjur þegar Kaninn fór. ,, Hvað verður um 300 þúsund manna þjóð sem stendur utan við og ein í Atlandshafinu,,?? Óskum við eftir eða teljum nauðsinlegt að  ganga í eitthvað bandalag getur það verið við Norðurlönd,Norðurskautslönd,Nafta,eða hvaða annað ríki  sem brýtur ekki á fullveldi okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2010 kl. 19:01

6 identicon

Agnar Bragi.  Óttalega úti á túni i barnalegri umvöndun sem gerir ekkert annað en rassskella þig sjálfan.  Það mælist nákvæmlega vera 19% þjóðarinnar sem telur að innganga í Evrópusambandið vera eitthvað sem kemur þjóðinni til góða, svo það er á hreinu að umboð meirihluta þjóðarinnar er ekki til þessa verks á neinu stigi ferilsins sem er á ábyrgð Samfylkingarinnar með aðstoð svikara úr röðum Vinstri grænna, sem ma. rufu þingeið til að svíkja þjóðina og jafnvel voru með hreinu ofbeldi forsætisráðherra og flokksformanns neyddir til að ganga gegn sinni sannfæringu og um leið gert sig að pólitískum ómerkingum. 

Samfylkingin fékk ekki umboð 71% þjóðarinnar í kosningunum til óhæfuverksins, og síðana hefur berleg komið í ljós að hún hefur ekki nema 60% fylgi innan eigin flokks til að halda aðlögunarferlinu áfram.  40% kjósenda Samfylkingarinnar vildu stöðva ferlið strax.  Það er á hreinu að hún hefði aldrei fengið 29% fylgi í kosningunum ef að nokkrum manni hefði hvarflað að, að hún myndi semja fyrir kosningar við Vinstri græn og þau myndu svíkja öll sín kosningaloforð. 

71% kjósenda höfnuðu Samfylkingunni í kosningunum og þá um leiða þeirra eina kosningamáli.  Það vill svo til að það er langt því frá að allir kjósendur Samfylkingarinnar haldi hamingjuna vera í Brusselskrímslinu.  Það sem er svo skemmtilegt við þetta að það er Samfylkingin sem er sá flokkur sem kenndi þjóðinni að taka mark á könnunum, og sýna fram á áreiðanleika þeirra.   Flokkurinn er gjarnan sagður vera skoðanakannanaflokkurinn, en þegar hallar svona gífurlega á eins og núna, þá er ekki mikið fjallað um þær, og jafnvel eru niðurstöður slíkra sem Evrópusambandið og þá Samfylkingin tengjast eða standa fyrir ekki birtar vegna afleitrar útkomu.  Þess ber að geta að fylgi með ESB dýrðunni núna er mun minna en þegar fylgi samþykktar á greiðslu falsreikningnum ólögvarða Icesave var sem mest og niður í 1.8% fylgið fræga, og féll með álíkum hraða og ESB inngöngudraumur landsölumanna núna.  Enda er ESB og Icesave sín hvor hliðin á sama peningnum, eins og ráðamenn Evrópusambandsins hafa verið ófeimnir að benda á. 

Á móti, - hvernig veist ú þína vissu um hvað meirihluti þjóðarinnar vill, og gjörðu þá svo vel að leggja fram einhver gögn þar að lútandi.  Þjóðin þarf ekkert annað en að lesa sér til gagns Lissabonsáttmálann, án aðstoðar þýðingarþjónustu Össurar og landsölumanna, sem ég er sannfærður um að engin þeirra hefur gert.  Þar kemur allt fram sem skiptir máli, en einhverra hluta vegna er þessum upplýsingum haldið frá þjóðinni og eitthver leikrit sem kallað er "umsóknarviðræður" af hérlendum heitir "aðlögunarferli" samkvæmt gögnum Evrópusambandsins og ekkert annað er í boði.  Vegna þessara svika á að stöðva aðlögunarferlið strax og láta þjóðina kjósa um - hvort eigi að halda því áfram eins það er - frysta málið í óákveðin tíma - fara fram á að það verði byrjað á nýtt og þá umsóknarviðræður og aðeins sem slíkar eins og var logið að þjóðinni eða að það yrði hreinlega hætt við allt strax. 

Í gögnum Evrópusambandsins stendur skýrum stöfum og auðskiljanlegt þeim sem kunna ensku, en ekki Samfylkingar-ensku.:

"First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable."

Að auki skal hafa í huga að engar varanlegar undanþágur eru gefnar af lögum sambandsins eins og allir frammámenn þess hafa tekið skýrt fram.  "Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB," sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel þegar spurt var út í sjávarútvegsstefnu sambandsins, og Össur gerði sig að fífli með að svara efnislega - "Að það væri ekkert mál að semja um varanlegar undanþágur."

Eftir að Össur hafði svarað spurningunni bætti Füle við.:

"Að í sambandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins."

Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa alla tíð verið ærlegir gagnvart Íslendingum að um aðlögunarferli en ekki umsóknarviðræður er um að ræða og um það að Ísland yrði með inngöngu í ESB að beygja sig undir sameiginlegar samþykktir þess. Í Fréttablaðinu 8. nóvember síðastliðinn sagði Olle Rehn, þáverandi stækkunarstjóri ESB að það væru.:

"Engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu."

Emma Bonino, framkvæmdarstjóri sjávarútvegsmála ESB sagði í viðtali við Morgunblaðið 1995 þegar hún sagði að Ísland fengi ekki full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni heldur yrði eins og önnur aðildarlönd að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Orðrétt sagði hún.:

"Meginreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrr alla."

Séð í þessu ljósi þarf vart að undrast þegar rifjuð eru upp orð Norska stjórnmálaforingjans Erik Solheim sem sagði varðandi tvær árangurslausar inngöngutilraunir.:

"Það er mjög lítill skilningur innan EB á sérstöðu Norðmanna. Fiskurinn er undirstaða búsetu eftir allri strandlengju Noregs. Þessu hefur EB ekki sýnt áhuga."

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 19:16

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Sæl Helga sem og aðrir!

   Ég horfði á kallinn , að vísu bara einu sinni , vel getur verið að ég sé fullbláeygur (held þó ekki) , en ég skynjaði ekki orð hanns að neinu leiti sem hræðsluáróður , þvert á móti fannst mér hann vera afar málefnalegur og alls engan veginn vera að reyna að þröngva skoðunum sínum upp á áhorfandann.

  Það er erfitt að rýna í framtíðina , en ég tel hann hafa á réttu að standa hvað varðar þá trú að Asía eigi eftir að rísa rísa og rísa , hvað varðar Nafta , þá verð ég að viðurkenna fákunnáttu mína , ég þekki ekkert til þess , aftur á móti fynnst mér við hafa átt það erfitt að lynda við Noreg að ég held mér hugnist frekar ESB en samvinna við Noreg , þú hlýtur Helga að muna alla veganna eftir makrílnum , og oft höfum við háð fiskirimmu við norðmenn , en mér aftur á móti hugnast það ekkert sérlega vel að ganga í ESB , tel það aftur á móti illa nauðsyn .

Hörður B Hjartarson, 14.11.2010 kl. 20:19

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ætlar nú Hörður að láta hræða okkur inní EU vegna hvað þeir skáeygu eru vondi? Mér sýnist nú þeir sem eiga Frakka að vinum þurfi ekkilengi að leita sér að óvinum.

Við erúm í NATO og við þurfum ekki bandalag sem sýndi sig að geta ekki slökkt í öskutunnu á baklóðinni sinni.

Muna menn ekki frammistöðu bandalagsins í Bosníustríðinu?

Halldór Jónsson, 14.11.2010 kl. 22:36

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Halldór !

  Ég vona ég hræði engann til eins né neins , ég rétt tjáði mína skoðun á málinu , hver hún hefði verið og hver hún væri , ég verð bara að viðurkenna það að eyru mín hafa verið haldin þeim "vanköntum" svo lengi sem ég man að þegar kemur erlend frétt , sér í lagi herfrétt þá hafa eyru mín sjálfkrafa lokast , svo ég verð að viðurkenna fávisku mína vaðandi Bosníustríðið og líður alveg ágætlega með það .

  En Halldór hlustaðir þú á þennann frakka , sé svo , hvað fannst þér ?

Hörður B Hjartarson, 15.11.2010 kl. 00:21

10 identicon

Rúmur helmingur þjóða Evrópusambandsins eru á lista hinna staðföstu þjóða eins og Ísland.  Miðað við upphlaupið hér vegna veru okkar, þá getur ekki verið að nokkur sem hefur sett út á það geti sæst á að skríða með Össuri og Samfylkingunni upp í blóðugt flóarbælið í Brussel sem sambandsþjóðir tóku jafnvel beinan þátt í hernaðaraðgerðunum. 

Nema það er jafn miklir hræsnarar og markleysingjar og Össur..??? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 00:32

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ,, Já veit eg,, um yfirgang Norðmanna Hörður, á hafinu (bæti við)oftast,en við gefum heldur ekki þumlung eftir. Það má ekki gleyma að stór hluti Norðmanna er vinveittur okkur,sérstaklega vegna frændseminnar.Nágrannaríkin Noregur og Svíþjóð hafa nú líka tekist á,þótt ekki sé vegna sjávarfangs. Norðurlandaþjóðir eiga ekki að gefa okkur eftir kvóta vegna þess að við eru fámenn þjóð,heldur vegna réttlætis,um það er hægt að semja.þótt við tuskumst soldið.  En varðandi gamlingjann,(hann er 4 árum eldri en ég) franska skilst mér að hann hafi verið einkar aðlaðandi í tali og allri framkomu,eða var einhver að andmæla tölu hans? Það væri nú vandalaust fyrir einn af okkar snillingum,ef þeir fengju þetta næði í sjónvarpi.eins og hann fékk,til að opna augu áhorfenda fyrir áhættunni við að ganga í ESB.Sú áhætta er þeim mun meiri sem það er morgunljóst að við göngum ekki svo glatt út aftur. En stjórn þessa lands andaði ekki í brussuganginum til Brussel´s með plaggið óundirritað af forseta vorum,ef ég hef það rétt eftir.           Já,annars  minnir mig  að Jón Valur hafi skrifað færslu um frammistöðu þess franska,en séð ýmis mótrök á hans framburði. Ég er fyrirferðamikil á bloggi þínu í dag Páll minn góður,en hægi nú á. KV. 

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2010 kl. 01:54

12 identicon

Það er ólýðræðislega aðför að kirkjunni. Fjöldi manns býður sig fram til stjórnlagaþings til þess eins að koma að sínum einkahugmyndum, aðskilnaði ríkis og kirkju. GAMLA Stjórnarskráin tryggir að hægt sé að skipta um sið, EF meirihluti landsmanna vill það, í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU. Fjöldi frambjóðenda til Stjórnlagaþings vill bæði aðskilnað og losna við áhrif forseta, sem þýðir að það verður enginn að biðla til vilji þjóðin slíka atkvæðagreiðslu. Hvernig sem niðurstaðan verður er ólýðræðislegt að grípa frammi fyrir hendurnar á þjóðinni með þessum hætti og ákveða fyrir hana, án þjóðaratkvæðagreiðslu, að aðskilja ríki og kirkju. Það er ELÍTÍSMI! Og það án þess að eiginleg "elíta" komi til, en EKKI LÝÐRÆÐI! Stjórnlagaþing má ekki verða bara angi af alþingi og ólýðræðislega andanum sem ríkir þar, að grípa frammí fyrir hendurnar á fólki og vanvirða lýðræði þess. Þjóðin ræður sjálf hvort hún vill aðskilja ríki og kirkju, EKKI einhver sjálfskipuð elíta á Stjórnlagaþingi. Vilji hún það, er það lýðræðislegur réttur hennar, tryggður í gömlu stjórnarskránni. Vilji hún það ekki, þá er ekkert glæpsamlegt við að þjóð velji sinn sið sjálf. Við færum varla til Laos og myndu hneykslast gífurlega á Búddhismanum þar. Hópar eins og hópurinn á Facebook um að kjósa sérstaklega til stjórnlagaþings til að kjósa burt Þjóðkirkjuna eru dæmi um fáfræði og aðför gegn lýðræðinu. Þjóðin ræður sjálf! Stjórnlagaþing á ekki að vera hérna til að "ákveða fyrir fólkið", Alþingi hefur gengið nóg fram af þjóðinni með elítisma, bæði núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn og þjóðin hefur fengið nóg af slíku! STÖNDUM VÖRÐ UM LÝÐRÆÐIÐ!

VARIST ÚLFA Í SAUÐARGÆRUM Á STJÓRNLAGAÞINGI! (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband