Eitrað andrúmsloft umsóknarinnar

Aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið er strand. Samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar mun hvorki komast lönd né strönd með umsóknina. Í kringum umsóknina er eitrað andrúmsloft tortryggni og svikabrigsla. Á meðan umsóknin er ekki dregin tilbaka mun sérhvert nýmæli í lögum og reglugerðum ríkisstjórnarinnar vera véfengt af andstæðingum aðildar og spurt hvort verið sé að þóknast Brusselvaldinu.

Brjálæðið sem fólst í því að samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar fékk heimild frá Vinstri grænum að sækja um aðild að Evrópusambandinu í beinni andstöðu við meirihlutavilja þjóðarinnar og hagsmuni undirstöðuatvinnuvega er flestum orðið ljóst.

Grein Ögmundar Jónassonar í Morgunblaðinu í gær styrkir andstöðuna við umboðslausa aðlögunarferlið. Það sama gerir hörð og ákveðin ályktun í kjördæmisráði Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi - þangað sem Steingrímur J. sækir umboð sitt.

Umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu ber að draga strax tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll hvaða annarlegu hvatir liggja að baki því að viðræðum er haldið áfram í andstöðu okkar? Við þetta verður ekki unað og tel ég að um beina ögrun við okkur almenning í landinu sé að ræða!

Sigurður Haraldsson, 14.11.2010 kl. 10:12

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er ekkert mál í sögu lýðveldis tímans sem hefur sundrað og splundrað þessari þjóð meira og verr en þessi fjandans umsókn og það á versta tíma í sögu hennar. 

Þannig hefur þessi umsókn reynst þjóðinni mjög dýrkeypt.

En ég tel mjög varasamt að Alþingi álykti um það að draga umsóknina til baka. Þá gengi þetta ESB lið og fjölmiðlarnir þeirra af göflunum og segðu að Alþingi væri að traðka á lýðræðinu og varna fólki að fá að kjósa um málið.

Því tel ég að væri mun vænlegra ef að hægt væri að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram með þetta aðlögunarferli eða stöðva það. Kannski ekki fyrren aðeins lengra væri komið með þetta ferli. Því að þetta er líka tvíeggjað vopn sem gæti snúist í höndum okkar. Því er þetta mjög vand með farið.

Gunnlaugur I., 14.11.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnlaugur: Fyrirgefðu að ég bötta hér inn en á ótti þinn við brígsl þessa öffgafólks of fjölmiðla þeirra að aftra því að friður verði og fullveldi verði varðveitt?

Ég vil benda þér á að það var þetta fólk og þar á meðal Ögmundur sjálfur, sem aftraði lýðræðinu þegar sett var fram frumvarp þess efnis að leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort við ættum yfirleitt að fara í þessa Bjarmalandsför. Já til og með dýrlingurinn Lilja Mósesdóttir.  Þau kusu bæði gegn umsókninni og því að setja hana fyrir þjóðaratkvæði á sínum tíma.

Ef þetta er ekki lýðskrum og loddaraháttur, þá veit ég ekki hvað það á að kallast.

Ögmundur er sekur eins og syndin í málinu og er enn að slá sínar sjálfmiðuðu pólitísku keilur hér vitandi að orð hans hafa ekkert að segja lengur. Maur sefur með fötu við rúmstokkinn þessa dagana. Svo bumbult er manni orðið af hræsninni.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2010 kl. 15:27

4 Smámynd: Elle_

Lilja og Ögmundur eru akkúrat bæði sek í þessu máli og fyrir að hafa aftrað lýðræðislegum kosningum í upphafi, eins og það væri vel planað hverjir í VG ættu nú að segja já og hverjir nei og svo það kæmist í gegn eins og Jóhanna skipaði fyrir með vanalegum hótunarstíl.  Og það gleymist ekki.  Við eigum að draga vitleysuna til baka núna strax hvað sem Evrópuliðið raular og tautar.  Þau hafa ekki leyfi til að ræna okkur fullveldinu og við getum ekki hætt á það. 

Elle_, 14.11.2010 kl. 22:19

5 Smámynd: Elle_

Játa að ég mundi ekki að Lilja og Ögmundur hefðu bæði verið með í að aftra kosningunum og Jón Steinar vakti mig, lét mig hugsa.

Elle_, 14.11.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband