Sendinefnd Samfylkingar til Írlands

Söfnun er hafin til að öngla saman nægu fé fyrir Samfylkinguna svo að hún geti sent nefnd til Írlands að skoða ástandið í hamingjuríki Evrópusambandsins. Meðal þess sem sendinefndin ætlar að meta er

a) 14 prósent atvinnuleysi

b) ríkisgjaldþrot

c) evra sem kæfir samkeppnihæfni Íra

d) landflótti, einkum ungs fólks

Þegar sendinefnd Samfylkingar kemur heim mun flokkurinn sækja um IPA styrki frá Evrópusambandinu til að aðlaga Ísland að írskri tilveru í Evrópusambandinu.


mbl.is Írar í viðræðum við ESB um fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Páll, þú ert kominn með Samfylkinguna á heilann. Þarf kannski að safna fyrir þig líka?

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 17:47

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hvað er að fá á heilann, Björn?

Páll Vilhjálmsson, 13.11.2010 kl. 17:51

3 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski manísk hugsun, alltaf um það sama?

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 17:55

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Og læknar maður maníska hugsun með peningagjöf, Björn?

Páll Vilhjálmsson, 13.11.2010 kl. 17:57

5 Smámynd: Björn Birgisson

Vonandi, alla vega hjálpar hún til við að borga meðferðina, léttir undir!

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 18:05

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Björn, þú hefur kannski persónulega reynslu af meðferðaraðila sem þú vilt mæla með?

Páll Vilhjálmsson, 13.11.2010 kl. 18:06

7 Smámynd: Björn Birgisson

Því miður, Páll, get ég ekkert hjálpað þar og óttast reyndar að meðferðarúrræðum fari fækkandi á þessum niðurskurðartímum. Ekki skal þó örvænta!

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 18:20

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þú ert þarna á heimavelli, Björn, og lætur okkur fylgjast með hverju fram vindur.

Páll Vilhjálmsson, 13.11.2010 kl. 18:29

9 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Páll, ég er á útivelli, heimavelli þínum! En sjálfsagt að láta vita um sérhvert úrræði sem gagnast má!

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 18:35

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

En varla veitir þú ráðgjöf, Björn, nema þekkja vel til.

Páll Vilhjálmsson, 13.11.2010 kl. 18:41

11 Smámynd: Björn Birgisson

Rétt er það, Páll, ég mun kynna mér málin í þaula! Sjálfum mér og hverjum hinna þurfandi til hagsbóta!

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 19:14

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Páll.

Þú ert nú sagnfræðimenntaður.

Hvernig væri þú rifjaðir upp stöðu Íra bara svona fyrir 30 árum?

Hallur Magnússon, 13.11.2010 kl. 19:34

13 identicon

Hallur,

rétt er það að írar voru ,,gamaldags" fyrir 30 árum á margan hátt.  En að lyfta sér í hæðir og detta svo í svaðið eins og vinir okkar á eyjunni grænu hafa lent í ... ja, er þá ekki verr farið en heima setið?

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 20:46

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Vilhjálmur.

Það að vera gamaldags var ekki það sem ég var að vísa til - heldur algeran atgerfisflótta ungs fólks og betlandi börn á strætum Dublin.

Já, þeir fóru dálírið bratt í þetta og eru að takast á við afleiðingar þess. Lífskjör eru samt miklu betri nú en fyrir inngöngu.

Minni á að Íslendingar eru EKKI í ESB.  En við erum samt í svaðinu ekki síður en Írar!

Hallur Magnússon, 13.11.2010 kl. 21:25

15 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hallur, Írar fóru inn í ESB á eigin forsendum líkt og aðrar þjóðir. Þegar Írar fóru inn voru þeir nánast þriðja heims ríki í Evrópu; ástæður og aðstæður í grófum dráttum þær að nær alla nýöld voru Írar nýlenda Breta.

Punkturinn með færslu minni er þessi: Ólíkt áróðri Samfylkingar um að ESB-aðild sé allra meina bót er sitthvað athugavert við stöðu mála í Evrópu.

Ólíkt Írum erum við ekki þriðja heims þjóð, heldur velferðarríki á heimsmælikvarða. Og hvers vegna ættum við að sækja um aðild að ESB?

Páll Vilhjálmsson, 13.11.2010 kl. 21:57

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heimsótti Íra fyrir rúmum þrjátíu árum og þótti það mjög sérstakt hestakerrur og gamlar járnbrautir eins og koma tugi ára aftur í tímann!

Sigurður Haraldsson, 14.11.2010 kl. 00:39

18 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Páll, eftir sem áður stendur þessi færsla þín fyrir sínu hvað sem heimavarnarlið Samfylkingarinnar segir.

Ragnhildur Kolka, 14.11.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband