Laugardagur, 13. nóvember 2010
Snúningar Jóns Ásgeirs og meðhlaupararnir
Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélagar hans tóku marga snúninga á íslenskum fyrirtækjum. Snúningarnir voru þannig skipulagðir að Jón Ásgeir og félagar græddu mest, aðrir smávegis en flestir töpuðu. Til að framkvæma þessa snúninga þurfti aðstoð frá fjölda meðhlaupara úr fjármálakerfi, lífeyrisjóðum og endurskoðendum.
Meðhlaupararnir eru enn að störfum og það þarf að ná í skottið á þeim. Verði þeim ekki verð viðeigandi skil munu þeir bíða færis til að endurtaka útrásarleikinn.
Ákvað verð og keypti mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður að byrja á að klippa á samband þeirra við peningavöldin og hreinsunin verður að hefjast þar. En við sitjum t.d uppi með gerspillt ferlíki á borð við arionbankann sem er nú stjórnað af dæmdum viðskiptaglæpamanni frá Valitor. Við hverju eigum við að búast.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 17:00
8 mjög góðar ástæður fyrir því hvernig mál hafa þróast og vert er að halda til Haga.:
1. Jónína S. Lárusdóttir var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins í umboði Samfylkingarinnar, og starfar nú hjá Arion Banka sem yfirlögfræðingur hans. Hún er gift Birgi Guðmundssyni, fyrrum viðskiptastjóra hjá gamla Landsbankanum í London og núverandi nefndarmanni skilanefnd Landsbanka Íslands.
2. Herdísi Hallmarsdóttur hæstaréttarlögmaður sem situr í slitstjórn Landsbanka Íslands er eiginkona Magnúsar Orra Schram þingmanns Samfylkingarinnar.
3. Ingvi Örn Kristinsson var aðstoðarmaður fyrrum félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar og núverandi efnahags - og viðskiptaráðherra sem situr í umboði Samfylkingarinnar og er "styrkþegi" Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem jafnframt hefur neitað að gefa upp hversu mikið auðróninn hefur "styrkt" hann. Ingi var framkvæmdastjóri verðbréfasviðs gamla Landsbankans. Einnig starfar Ingi sem ráðgjafi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sem situr í umboði Samfylkingarinnar, og er enn einn ráðherra fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar sem er "styrkþegi" Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
4. Benedikt Stefánsson var einn lykilmanna greiningardeildar gamla Landsbankans og síðan aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar sem var ekki kosinn af þjóðinni til starfa heldur sérvalinn efnahags - og viðskiptaráðherra af Samfylkingunni.
5. Björn Rúnar Guðmundsson er skrifstofustjóri í efnahags - og viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í greiningardeild gamla Landsbankans. Efnahags - og viðskiptaráðuneytið er á ábyrgð Samfylkingarinnar og ráðaherrann Árni Páll Árnason er "styrkþegi" Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hefur neitað að gefa upp upphæðina sem hann tók á móti.
6. Edda Rós Karlsdóttir er fulltrúi Íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í umboði Samfylkingarinnar. Hún var forstöðumaður greiningardeildar gamla Landsbankans.
8. Ársæll Hafsteinsson var einn af framkvæmdastjórum lögfræðideildar Landsbankans fyrir hrun. Hann fékk sekt fyrir það að leka upplýsingum úr Búnaðarbankanum til fyrirtækis í eigu Björgólfs eldri og var ráðinn yfir til Landsbankans þegar feðgarnir keyptu bankann. Eftir hrun var hann skipaður í skilanefnd gamla Landsbankans. Í fyrra var honum vikið úr skilanefndinni af Fjármálaeftirlitinu. Skilanefndin brást svo við að ráða hann sem ráðgjafa sem hann starfar við í dag.7. Arnar Guðmundsson var starfsmaður greiningardeildar gamla Landsbankans. Hann er aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í umboði Samfylkingarinnar. Katrín sem jafnframt er "styrkþegi" Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 21:55
Strákar byltingu og það ekki neinar tunnur eða pottar!
Sigurður Haraldsson, 14.11.2010 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.