ESB, Samfylking og Össur; takk fyrir

Þegar Össur Skarphéðinsson atti kappi við Ingibjörgu Sólrúnu um formennsku í Samfylkingunni fylktu andstæðingar flokksins sér á bakið framboð Össurar. Óopinbert leyndarmál íslenskra stjórnmála er að Össur sé ótrúverðugasti stjórnmálamaður lýðveldissögunnar.

Fyrir andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu er hvalreki að Samfylkingin almennt og Össur sérstaklega beri fram kröfuna um að Ísland gangi í sambandið.

Tímasetningin á umsókn Íslands er jafnframt bónus fyrir fullveldissinna. Taugaveiklunarumsókn strax eftir hrun gat aldrei orðið trúverðug. Umsóknin er lögð fram á sama tíma og Evrópa engist í evrukvalræði og efasemdir eru um framtíð myntsvæðisins.

Evrópusambandið, Samfylkingin og Össur eru þríein von heilbrigðrar skynsemi á Íslandi að koma megi fyrir kattarnef þrem þursum í einu lagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já þrem þursum í einu lagi fyrir kattarnef væri þjóðinni til heilla. En Össur og kerlingar nornin hún Ibba Solla settu Jóhönnu til að gæta flónsku sinnar en þeim mislukkaðist því Jóhanna gætir bara að sinni eigin flónsku og Steingríms þar með.  

Hrólfur Þ Hraundal, 13.11.2010 kl. 13:43

2 identicon

Kjarni málsins... enda er fylgi flokksins orðið það sama og inngöngunnar í Evrópusambandsins 18% og 19% ...... (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 16:40

3 Smámynd: Elle_

Já, 3 aumar og vænglausar flugur í einu höggi. 

Elle_, 13.11.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband