Ögmundur, tyrkneski biðsalurinn og Samfólýðræði

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra skrifar í Morgunblaðið í dag og spyr hvers vegna viðræðum við Evrópusambandið sé ekki hespað af og þjóðaratkvæði skeri úr um hvort við viljum inn eða ekki. Embættismenn, sem fá borgað til að hagræða sannleikanum, segja Ögmundi að fyrst þurfi rýnivinnu í rúmt ár áður en hægt er að hefja samningaviðræður.

Timo Summa sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi hefur ítrekað sagt að tæknilega sé hægt að afgreiða samningana við Ísland á fáum mánuðum. Það sé hins vegar alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komið hver hraðinn verði á ferlinu.

Evrópusambandið endurskoðaði ferlið við upptöku nýrra ríkja um aldamótin. Aðlögun nýrra ríkja að lögum og reglum Evrópusambandsins er skráð meginregla, eins og margoft hefur komið fram. Ferlið sem hleypir nýjum ríkjum inn í sambandið er líka með kannselísku svartholi sem kallast tyrkneski biðsalurinn og þar er Ísland í dag.

Tyrkland hefur í hálfa öld reynt að komast inn í Evrópusambandið. Í krafti mannfjölda yrði Tyrkland stærsta ríki ESB og réði fyrir málum ásamt Frökkum og Þjóðverjum. Ráðandi öfl í ESB vilja ekki Tyrki inn í sambandið og því var tyrkneski biðsalurinn hannaður inn í ferlið um aldamótin.

Ögmundur segir frá því í Morgunblaðsgreininni að Vinstri grænir hafi í stjórnarmyndunarviðræðum vorið 2009 boðið Samfylkingunni tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópumál. Fyrst yrði kosið um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild. Samfylkingin hafnaði enda öllum ljóst að vilji Íslendinga stendur ekki til aðildar.

Lýðræðishugmyndir Samfylkingar eru valdatæknilegar. Forysta flokksins margnauðgaði lýðræðinu þegar ESB-stefnunni var troðið ofan í flokksmenn haustið 2002. Spurningin sem var lögð fyrir flokksmenn er út af fyrir sig stúdía í undirferli.

Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?

Framkvæmdastjórn flokksins hafnaði óskum um að spurningin yrði orðuð ótvírætt, t.d. ,,Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu?"  Forysta flokksins var búin að ákveða niðurstöðuna og við það sat.

Samfólýðræðið mun felast í því að kippa Íslandi úr tyrkneska biðsalnum þegar mestar líkur eru á að aðild Íslands verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samfylkingin og Evrópusambandið munu bera fé á einstaklinga, stofnanir og félagasamtök og freista þess að kaupa fylgi við aðild.

Samfylkingin er komin í verktöku hjá Evrópusambandinu að innlima Ísland í Brusselvaldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband