Samfylkingarsetrið í Háskóla Íslands

Baldur heitir maður Þórhallsson varaþingmaður Samfylkingar og prófessor við Háskóla Íslands. Hann fer fyrir deild í Háskólanum sem sérstaklega er beitt í áróðir Samfylkingar fyrir aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Í morgun stýrði Baldur fundi þar sem mættir voru 31 gestur, framsögumenn meðtaldir, til að ræða um norræn samfélög og Evrópusamrunann.

Eitt af viðfangsefnum fundarins er ,,The “No” movements, public opinion an political parties" eða fullveldishreyfingar, almenningsálit og stjórnmálaflokkar á íslensku. Baldur gætir þess að enginn fulltrúi frá Heimssýn eða fullveldissinni sé á dagskrá.

Til að bíta höfuðið af skömminni talar Baldur sjálfur um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til Evrópumála. Ekki nóg að það sé ósvífið, ómálefnalegt og ótækt að aðildarsinninn Baldur útskýri sjónarmið sjálfstæðismanna heldur er heiti erindisins út í hafsauga: ,,The reluctance of the Icelandic conservative Independence Party to participate in European integration." Á landsfundi sínum í sumar samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn ályktun þar sem þess er krafist að aðildarumsókn Íslands verði dregin tilbaka. Að kalla það ,,reluctance" eða hik er eins og að segja seinni heimsstyrjöld smáskærur.

Til að gæta jafnræðis verður Háskóli Íslands að hlutast til um að aðrir stjórnmálaflokkar fái sambærilega aðstöðu við skólann og Samfylkingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Páll, þú sem einlægur stuðningsmaður hinna einu sönnu Hrunflokka, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, getur þó huggað við að Hannes Hólmsteinn Gissurarson situr í sínu hreiðri í Háskóla Íslands og auðvitað tandurhreinn og réttsýnn að þínu áliti ekki satt?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.11.2010 kl. 11:54

2 Smámynd: Elle_

Ég veit Samfylkingin var við stjórn lengi fyrir fall bankanna, ég sá þau.  Og eru enn.  Ekki getur sakað að 1-2  fullveldissinnar vinni við HÍ innan um alla Baldrana, Þorvaldana og Þórólfana sem ekki verður þverfótað fyrir þar og í RUV.  

Elle_, 12.11.2010 kl. 12:17

3 identicon

Sigurður Grétar.  Hvað kemur Hannes Hólmsteinn þessu máli eða pistli nokkuð við, frekar en sennilega enn marklausari persónan þú?

Það er með ólíkindum málefnalegt gjaldþrotið sem aftaníossar og  landsölumenn eins og þú afhjúpið í nánast hverju einasta innleggi sem frá ykkur fer.  Að þið skulið ekki sjá ástæðu að halda ykkur til hlés með allt niðrum ykkur er einstakt og segir allt um hverslags fólk það er sem treystir sér ekki sjálft að sjá fótum sínum forráð og vilja ganga spillingarbælinu í Brussel á hönd, væntanlega til að lifa á kerfinu og eða komast í feit embætti sem einungis bíða rétttrúuðum  Aðeins 19% inngöngufúsir segir að ekki nema lítill hluti þjóðarinnar lætur blekkjast af villuljósinu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 12:19

4 identicon

Til upplýsingar fyrir hugsanlega lesendur.

Stofnunin heitir Alþjóðamálastofnun. Hér er fréttatilkynning um umrædda ráðstefnu.

Norræn samfélög og Evrópusamruninn

Hefst: 12/11/2010 - 09:00
Lýkur: 12/11/2010 - 17:00
Nánari staðsetning: fundarsal Þjóðarbókhlöðu

Alþjóðamálastofnun stendur fyrir málþingi um norrænu samfélögin og
Evrópusamrunann, föstudaginn 12. nóvember frá kl. 9 til 17 í fundarsal
Þjóðarbókhlöðu. Málþingið er liður í samstarfsverkefni Oslóarháskóla,
háskólans í Turku og Alþjóðamálastofnunar um viðbrögð, stöðu og
þátttöku Norðurlandanna í Evrópusamrunanum.

Málþingið er haldið á ensku og er öllum opið en þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda póst á netfang Alþjóðamálastofnunar ams@hi.is.

Programme

9.00-9.10 Coffee – collection of papers

9.10-9.15 Words of welcome
Baldur Þórhallsson
Chair of the Institute of International Affairs and Centre for Small State Studies

9.15–9.25 Opening remarks
Katrín Jakobsdóttir, Minister of Education and Culture

9.25-10.10 European integration beyond EU history: Bringing the Transnational Perspective in
Key note lecture by Kiran Klaus Patel, Professor, European University Institute, Florence

Discussant: Maximilian Conrad, Assistant Professor, European studies, University of Iceland
Chair: Baldur Thorhallsson, Jean Monnet Professor of Political Science, University of Iceland

10.10-10.30 Coffee break

10.30-12.00 Panel 1: Individual leaders and their approaches to European integration

• "Jens Otto Krag - a case study in the biographical approach to European integration history"
Presentation by Johnny Laursen, Vice Dean for Research, Head of the Humanities Graduate School, University of Aarhus
• "Norwegian Labour Party leaders and European integration. From Trygve Bratteli to Gro Harlem Brundtland”
Presentation by Dag Axel Kristoffersen, Researcher, University of Oslo
• “Herr Brandt on a pro-market mission - The German chancellor and the Nordic countries' difficult negotiations with the EC (1969-72)”
Presentation by Robin M. Allers, Director, Department of International Security Policy, Norwegian Institute for Defence Studies

Discussant: Valur Ingimundarson, Professor of History, University of Iceland
Chair: Ólafur Þ. Harðarson, Dean of the School of Social Sciences

12.00-13.00 Lunch at the National Library

13.00-14.30 Panel 2: Collective actors and European integration

• “The inner circle: Experts on European integration in the Norwegian MFA”
Presentation by Haakon Ikonomou, PhD student, University of Oslo
• “Nordic civil servants and experts in EU institutions: The gateway to increased influences in the EU?”
Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, University of Malmö
• "You cannot accuse the EFTA of everything…" - Kalevi Sorsa, the Finnish Left and the EEC association treaty, 1969-1975.
Louis Clerc, University of Turku

Discussant: Alyson Bailes, University of Iceland
Chair: Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, University of Iceland

14.30-14.45 Coffee Break

14.45- 16.45 Panel 3: The “No” movements, public opinion and political parties

• “The No-movements in Scandinavia“
Carsten Schymik, Stiftung Wissenschaft und Politik, Berlin
• “How have the Swedish Social Democrats handled the issues of EU and the EMU membership?”
Malena Rosén Sundström, University of Malmö
• “The reluctance of the Icelandic conservative Independence Party to participate in European integration”
Baldur Thorhallsson, University of Iceland

Discussant: Birgir Hermannsson, Adjunt Lecturer, Faculty of Political Science, University of Iceland.
Chair: Silja Bára Ómarsdóttir, Adjunct Lecturer, Faculty of Political Science, University of Iceland. 

Dagskrá málþingsins (pdf).

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 12:54

5 identicon

Hrafn hjá hinu opinbera.... OG...????

Gerðu nú öllum greiða og vistaðu þína eigin bloggsíðu undir eigin nafni í stað þess að trölla annarra manna síður með endalausum spunatrúðsrugli og þessa ótrúlega andlega náttúruleysis sem þú ert haldinn.  Gangi þér vel að spinna á kostnað skattborgaranna í vinnutíma til heilla 19% landsölumanna og Brussellúsera. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 13:07

6 identicon

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun. Rannsóknasetur um smáríki starfar innan vébanda Alþjóðamálastofnunarinnar og fer sameiginleg stjórn með málefni beggja stofnananna. Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki heyra undir háskólaráð og eru vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði alþjóðamála og smáríkjarannsókna.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands var stofnuð árið 1990 en endurskipulagning hennar hófst í kjölfar undirbúnings að stofnun Rannsóknarseturs um smáríki haustið 2001. Undirbúningur að stofnun Rannsóknaseturs um smáríki hófst að frumkvæði Baldur Þórhallssonar dósents í stjórnmálafræði. Hugmyndin að Rannsóknarsetri um smáríki féll í góðan jarðveg bæði á Íslandi sem og erlendis og hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar, m.a. verðlaun í hugmyndasamkeppninni Upp úr skúffunum sem Rannsóknaþjónusta HÍ og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins standa fyrir. Auk þess hefur Rannsóknasetrið fengið árlega styrki frá ERASMUS til þess að halda sumarskóla á Íslandi um smáríki í Evrópusamrunanum og þróa námsefni á vefnum. Rannsóknasetrið hefur einnig fengið styrki frá NORFA, Eystrasaltsráðinu og Impru.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun. Rannsóknasetur um smáríki starfar innan vébanda Alþjóðamálastofnunarinnar og fer sameiginleg stjórn með málefni beggja stofnananna. Alþjóðamálastofnun og Rannsóknarsetur um smáríki heyra undir háskólaráð og eru vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði alþjóðamála og smáríkjarannsókna.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands var stofnuð árið 1990 en endurskipulagning hennar hófst í kjölfar undirbúnings að stofnun Rannsóknarseturs um smáríki haustið 2001. Undirbúningur að stofnun Rannsóknaseturs um smáríki hófst að frumkvæði Baldur Þórhallssonar dósents í stjórnmálafræði. Hugmyndin að Rannsóknarsetri um smáríki féll í góðan jarðveg bæði á Íslandi sem og erlendis og hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar, m.a. verðlaun í hugmyndasamkeppninni Upp úr skúffunum sem Rannsóknaþjónusta HÍ og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins standa fyrir. Auk þess hefur Rannsóknasetrið fengið árlega styrki frá ERASMUS til þess að halda sumarskóla á Íslandi um smáríki í Evrópusamrunanum og þróa námsefni á vefnum. Rannsóknasetrið hefur einnig fengið styrki frá NORFA, Eystrasaltsráðinu og Impru.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 13:10

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já, Hrafn, þú ættir kannski að bæta við fjárstuðningi Samtaka iðnðarðarins til Baldursseturs á meðan formaður Sterkara Íslands, Jón Steindór Valdimarsson, var innanbúðarmaður hjá Samtöknunum.

http://www.si.is/malaflokkar/althjodlegt-samstarf/althjodamalastofnun/

Bakhjarl

Með sérstökum samningi frá 29. maí 2006 gerðust Samtök iðnaðarins bakhjarl Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands og leggja til stofnunarinnar sem svarar 2,5 milljónir á ári. Samningurinn felur í sér stóreflingu Evrópurannsókna á vegum HÍ en þar er m.a. kveðið á um að:

  • efla Evrópurannsóknir við HÍ og byggja upp þekkingu á áhrifum Evrópusamvinnu á íslenskt samfélag og atvinnulíf
  • stofna verkefnabanka sem veitir allt að sex styrki til lokaverkefna meistaranema við HÍ í Evrópufræðum
  • skipuleggja Dag ungra fræðimanna – árlega ráðstefnu sem haldin verður í Háskóla Íslands, þar sem meistara- og doktorsnemum sem numið hafa hvarvetna í heiminum gefst kostur á að kynna rannsóknir sínar á sviði Evrópusamruna og ræða efni þeirra
  • standa fyrir hringborðsumræðum, fræðslufundum og útgáfu með þátttöku fræðimanna úr háskólasamfélaginu og sérfræðinga úr atvinnulífinu og kynna rannsóknir fyrir almenningi, fræðimönnum og stúdentum.

Páll Vilhjálmsson, 12.11.2010 kl. 13:17

8 identicon

Hólmsteinn Gissurarsson er nefndur í færslu hér að ofan. Munurinn á þeim stjórnmálafræði kennurunum Hannesi og Baldri er sá að Hannes siglir ekki undir fölsku flaggi. Hann kemur yfirleitt til dyranna eins og hann er klæddur með sínar skoðanir. Þegar hann er að verja eða boða eitthvað sem hann stendur fyrir, þá vita allir hver afstaða hans er, hann spilar sig ekki hlutlausan.

Sama má jafnvel segja um Svan Kristjánsson, þó hann sé á hinum kantinum.

Baldur Þórhallsson hins vegar, var "óháður" álitsgjafi fréttastofu RUV um málefni ESB um hríð. Fáir vissu að hann var ákafur aðildarsinni. Þarna liggur munurinn. Þess vegna nýtur Baldur einskis trausts.  Hann talar sem óháður, þó hann sé í raun að breiða út boðskap. Það er slappt hjá manni sem kennir uppi í háskóla, og á að vita betur.

joi (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 13:45

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Guðmundur2.Gunnarsson. Ég hefði átt að muna spakmælið "aðgát skal höfð í nærveru sálar" þegar ég skrifaði mína athugasemd. Ef ég hefði vitað fyrirfram að ég mundi setja grandvaran mann algjörlaga úr sálrænu jafnvægi þá hefði ég hugsað mig um tvísvar. Hins vegar skil ég ekki hvaða glæpur það er að Samfylkingarmaðurinn Baldur Þórhallsson starfi við HÍ en að það sér hið besta mál að Sjálfstæðismaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson starfi þar. Hvar er jafnréttið?

Ég held að þú þekkir mig lítið og hafir þess vegna engan grunn til að senda mér orðaleppa og svívirðingar. Þær segja meira um þig Guðmundur en mig.

Ég hef margoft tekið það fram hér á blogginu að ég tel að við eigum tvímælalaust að ljúka aðildarviðræðunum við ESB en ég get engar veginn fyrirfram ákveðið hvort ég munu greiða atkvæði með eða móti aðild í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn um inngöngu, ég verð að sjá fyrst hvað í hugsanlegum samningi stendur.

Svo óska ég þér alls hins besta Guðmundur. Þó yfir mig sé hellt svívirðingum mun ég aldrei láta draga mig niður á það plan, ég mun hér eftir sem hingað til ræða málefnalega og með rökum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.11.2010 kl. 14:21

10 identicon

Sigurður Grétar.  Svo skal böl bæta......   Að þú skulir kenna öðrum um svívirðingar verandi enn einn Ad Hominem blogglúður Baugsfylkingarinnar, og kenna mönnum að vera í einhverjum pólitískum tengslum sem þér hugnast ekki, til að reyna að gera hann tortryggilegan.  Það eru svívirðingar í minni orðabók.  Óvinir þínir eru þar með sagt ekki endilega vinir Páls, né 81% þjóðarinnar sem sér ekkert gott í inngöngu í Evrópusambandið.  Þú ert einfaldlega enn einn fulltrúi  þeirra sem verjið vondan málstað og skoðanir 19% þjóðarinnar og talið niður til 81% þeirra í þeirri meiningu að gangi erinda einhverra annarra en framtíð þjóðarinnar sjálfrar.  Þið vitið allt best eins og tíðkast meðal öfgafullra sósíaldemókrata í gegnum söguna og kommarusls sem trúir enn á dýrðir gamla Sovéts.

Ólíklegt tel ég að Páll fari að verja Hannes Hólmstein sérstaklega, sem kemur þessum pistli ekkrt við.  En ég skal koma í þennan sandkassaslag með þér.  Auðvitað má Hannes fara út úr Háskólanum vegna pólitískra skoðana, en ekki nema þá með öðrum pólitískum varðhundum eins Svani Kristjánssyni, Silju Báru Ómarsdóttur, Þórólfi Matthíassyni, Þorvaldi Gylfasyni, Gunnari Helga Kristinssyni, Stefáni Ólafssyni, Guðmundi Ólafssyni, Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur, Gunnari Helga Kristinssyni og auðvitað sjálfum Baldri Þórhallssyni, sem er sagður vera á launum hjá Evrópusambandinu. Allir fulltrúar ríkisstjórnarinnar, vinstri skoðanna, krata og Evrópusambandsins og hafa heldur betur ekki farið opinberlega leynt með þær skoðanir sínar.  Ef Hannes er vafasamur, þá fylla hinir nákvæmlega sama kvarða hvað vafasama pólitískra fræðimenn varðar.  Það sem er oft kallað fulltrúar þeirra sem stunda akademískt vændi.

  Ég er kominn með upp í kok af aðilum sem ekkert leggja til málanna en skítkast á höfundinn eins og á þessari síðu, og manni er farið að gruna að sumir eru á nokkrum nikkum, svo málefnalaus innleggin eru.  Hrafn með eigin Ad Hominem síðu á þessari sem snýst mest um persónulegar árásir á síðuhaldara og læknafóðrið JR með stuttar og víðáttu heimskar skítaklessur, sérfræðingar í nákvæmlega engu, sem sóða út síðuna með persónulegar árásir á Pál og um leið skoðanir 81% þjóðarinnar sem örugglega eru ekki að gæta hagsmuni LÍÚ sérstaklega.  Eitthvað sem virðist vera dagsskipun úr aðalstöðvum Samfylkingarinnar.  Sömu aðilar og gengu á móti vilja og skoðun 98.2% þjóðarinnar í Icesave málinu, enda er það aðgangseyrinn í drauminn, sem meir að segja meirihluta íbúa Evrópusambandslandanna telja vera af hinu vonda fyrir þeirra land og þjóð, sem og upptaka evrunnar.

Ég einfaldlega fór niðrá þitt plan og svaraði í sömu mynt og þú bauðst Páli upp á og væntanlega áttu ekki einkarétt á.  Áður en þú ferð að drulla yfir mig einhverjum flokki eins og þú gerðir við Pál, þá vill svo til að ég kýs ekki þetta flokksrugl sem er í boði og hef ekki gert í rúma tvo áratugi, einfaldlega vegna þess að mér tekst ekki að gera greinamun hvaða stykkið í klósetinu er öðru merkilegra.  En það mun vera eitthvað sem þvælist ekki fyrir þér.  Páll var illu heilli samfylkingarmaður og flokksformaður heimabæjar síns, og hefur kunngert að hann hafi kosið Vinstri Græna í vor, svona ef það lokar flokkshringnum þínum og svívirðingum um eitthvað annað.   Það eru einu alvarlegu mistökin sem ég veit til þess að hann hafi gert, en borgar vel til baka með ESB andstöðunni.  Aldrei hefur hann tengst Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki ef mér skjátlast ekki.  Það er holt fyrir þig og aðra ESB alfræðinga að hafa í huga að 81% þjóðarinnar kýs ekki bara einn flokk eða tvo og þessar heimsku LÍÚ og sjalla og framsóknarsmjörklípur hitta ykkur en ekki þá sem þær eru ætlaðar.

Við erum ekki í neinum aðildarviðræðum, eldur heitir það aðlögunarferli, sem allir þokkalega færir á enskri tungu geta staðfest að standi í gögnum Evrópusambandsins og Páll birt fjölda skipta.  Ráðamaður í Sterkara Ísland viðurkenndi það í útvarpsþætti fyrir skömmu að um aðlögunarferli væri að ræða, og bætti við hvers vegna fólk væri svona hrætt við það?  Rétt skal vera rétt og það er búið að draga þjóðina á asnaeyrunum og einfaldlega ljúga að henni.  Hvergi yrði slíkum rumpulýð verðlaunað eins og þið ætlist til að verði gert.  Það er nægur tími til að taka málið upp síðar, ef einhver grundvöllur finnst fyrir slíku.

 Þörf áminning um hvernig kaupin gerast á eyrinni og þingmenn voru neyddir til að brjóta þingeið.:

"Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, sagði á Alþingi í gær að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði verið sagt, þegar greidd voru atkvæði í þinginu um tillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið á síðasta ári, að hann kynni að missa ráðherraembættið, greiddi hann ekki atkvæði með tillögunni.

Sagði Ásmundur Einar að daginn sem atkvæðagreiðslan var í þinginu um mitt síðasta ár hefði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setið í þinghúsinu og kallað hvern þingmann VG á fætur öðrum inn á teppið til sín og sagt þeim að ef þeir samþykktu tillögu um svonefnda tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og slík tillaga yrði samþykkt, þá væri fyrsta vinstristjórnin sprungin.

Þá hlýtur maður að spyrja sig, þegar samið var um málið að það færi inn í þingið og fengi þar lýðræðislega umfjöllun, hvort þetta sé mjög lýðræðislegt. SMS-sendingar áttu sér stað í þingsal meðan á atkvæðagreiðslunni stóð þar sem þingmenn VG voru látnir vita um það að ef málið yrði ekki samþykkt í þinginu væri fyrsta vinstristjórnin fallin."
 
Og hvernig ætli þjóðfélagið væri ef að flokksformaðurinn sem um ræðir héti Davíð Oddsson en ekki Jóhanna Sigurðardóttir?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 16:06

11 Smámynd: Elle_

Páll hefur nefnilega sagt það hér í síðunni að hann hafi aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og gerir það endalausa menn og konur sem koma hingað inn og klína á hann Sjálfstæðisflokknum, enn skringilegri.  Jenný, JR, Sigurður núna +++++.  JR er verstur og hefur gert þetta ítrekað við bæði Pál og Guðmund Jónas í síðunni hans.  Merkilegt hvað sumir hafa mikla þörf fyrir að klína flokkum á menn, flokkum sem koma þeim ekki við.  Samfylkingin er óheiðarlegasta og versta flokksskrípi og væri nær að fárast yfir þeim hættulega flokki.

Elle_, 12.11.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband