RÚV prinsippvæðist

Eftir lausung útrásar er eftirspurn eftir meginreglum í samfélaginu. Þegar prinsipp eru skilgreind þarf að hugsa málið til enda. Með því að segja að þeir sem hafi fastan póst hjá RÚV, sem starfsmenn og pistlahöfundar, megi ekki starfa fyrir flokkspólitískt málgagn er farin leið hálfvelgju.

Stjórnmálaflokkar eru hagsmunaaðilar í samfélaginu. Aðrir hagsmunaðilar eru fyrirtæki, stofnanir, og félagasamtök. Þau rök halda ekki vatni að pistlahöfundur hjá RÚV verði að afþakka boð um að flytja efni sitt á vettvangi stjórnmálaflokks en það sé allt í sóma að vera á mála hjá banka, almannatengslafyrirtæki eða Samtökum atvinnulífsins.

Prinsippvæðing RÚV er góðra gjalda verð svo lengi sem lágmarkssamkvæmni sé í heiðri höfð.


mbl.is Ósamrýmanleg hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef mönnum er annt um hlutleysið þá vænti ég þess að Páll hlutist til um að ríkiskirkjuprestum verði líka úthýst með sinn einhliða áróður

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.11.2010 kl. 08:11

2 Smámynd: Elle_

En hvað með óforskammaða hlutdrægni Egils Helgasonar sem hefur lengi komist upp með að nánast helga þættinum Evrópusambandsinnum og þvert gegn vilja fullveldissinna?  Föstum liðum eins og Eiríki Bergmann og Þorvaldi Gylfasyni.  Hvað hafa fullveldissinnar oft komist þar inn?? RUV beinlínis brýtur gegn þeim. 

Elle_, 12.11.2010 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband