Samfylkingin fær 155 m.kr. í ESB-áróður

Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem vill í Evrópusambandið. Framtíð flokksins ræðst af framvindu umsóknarinnar og aðlögunar Íslands að Evrópusambandinu. Tvær skrifstofur með fjórum til fimm starfsmönnum og 155 milljónir króna í rekstrarfé er meðgjöf Evrópusambandsins til Samfylkingarinnar.

Samfylkingin og Evrópusambandið ætla í sameiningu að brjóta gildandi lög í landinu sem banna fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og útgáfu erlendra sendiráða.

Vísvitandi blekkingar af hálfu Evrópusambandsins og mútuþægni Samfylkingarinnar eru vörður á feigðarförinni til Brussel sem verður að stöðva.


mbl.is ESB kortleggur Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Komdu með tillögu um hvernig við eigum að stöðva þessa aðlögun?

Sigurður Haraldsson, 10.11.2010 kl. 08:06

2 identicon

Páll,ef þú telur þig vita um lögbrot átt þú að tilkynna það til réttra yfirvalda, t.d. lögreglu. Það er borgaraleg skylda þín. Hér er um stórar upphæðir að ræða.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 08:45

3 Smámynd: Einar Solheim

Reyndu nú einusinni að vera málefnalegur Páll.  Eigum við ekki líka að kæra Sjálfstæðisflokkinn fyrir starfsemi Bandaríska sendiráðsins hér?  Ótrúlega heimskulegt að líta á þetta sem styrk til samfylkingarinnar.  Hvenær ætlið þið að sætta ykkur við að Alþingi ákvað að ganga til viðræðna við ESB og í því felst m.a. kynning á sambandinu.  Ég skil vel að upplýst umræða og upplýsingar um sambandið hentar ykkur andstæðingum sérlega illa, en reyndu samt að vera málefnalegur í gagnrýni þinni.  Það er mikill skortur á gagnrýni á ESB sem mark er takandi á.  Öll gagnrýni er sett fram af hagsmunaaðilum eða öfgamönnum úr tengslum við raunveruleikan, en aðeins málefnaleg andstaða mun hjálpa okkur að ná eins góðum samning og kostur er.

Einar Solheim, 10.11.2010 kl. 09:42

4 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Skoðanakönnun sýndi að 73% eru mótfallin inngöngu i ESB. Tugþúsundir manna hljóta því að vera tilbúin að skrifa undir lista þar sem farið er fram á að landslögum sé framfylgt.

Það að aðhafast ekkert er í raun ákvörðun um að samþykkja gjörninginn. Það mega allir kæra lögbrotið, - fjöldakærur ásamt undirskriftum er erfitt að hundsa.

Þakka þér Páll fyrir upplýsandi blogg um staðreyndir.

Anna Björg Hjartardóttir, 10.11.2010 kl. 09:53

5 identicon

Þetta er beinlínis fölsun hjá þér og haugalygi, þar sem auðvitað er ekki um að ræða styrk til Samfylkingarinnar heldur er ESB með eigin starfsemi hér á landi. Það er eins hægt að kæra Sjálfstæðisflokkinn fyrir alla þá fjármuni sem hafa komið hingað til lands frá USA í gegnum tíðina, eins og Einar bendir á.

Hanna (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:05

6 identicon

Ég er ekki alveg að skilja rökræðuna hér; Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn svo tengdur peningagreiðslum frá USA?

Hafa þeir viljað sækja um inngöngu í bandaríki norður Ameríku?

Hafa bandaríkjamenn verið að dæla inn stórum peningaupphæðum til Íslands til kynningar á innviðum stjórnkerfis USA og reyna að kaupa fylgisspekt við tengsl okkar og USA.

þetta þarf að upplýsa áður en fleiri lög verða brotin.

Sveinn (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 10:58

7 identicon

Páll og Anna Björg , ykkur ber skylda til að kæra. Ef þið gerið ekkert eruð þið samþykk og það sem er verra fyrir ykkur; huglaus.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 11:03

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Reyndu nú einusinni að vera málefnalegur Páll.  Eigum við ekki líka að kæra Sjálfstæðisflokkinn fyrir starfsemi Bandaríska sendiráðsins hér? 

Það stendur ekki til að Ísland gangi í Bandaríkin. En þegar einverjum á Alþingi dettur í hug að plata áttavilltan þingheim til að senda inn umsókn Íslands í Bandaríkin, þá mun ég benda þeim á að hafa samband við þig. Þá muntu auðvitað fanga því að Washington sendi okkur miljarðana til að kynna - á hlutlausna hátt auðvitað - Bandaríki Norður Ameríku.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.11.2010 kl. 12:44

9 identicon

Anna, ekki gleyma því að 64% Íslendinga vilja halda aðildarviðræðum áfram.

Páll, veistu til þess að sendiráð ESB sé að fara að gefa út blað eða tímarit á Íslandi? Veistu til þess að ESB ætli að fara að veita íslenskum stjórnmálaflokkum, blöðum eða tímaritum fjárstyrki? Endilega nefndu dæmi. 

Ekki ertu að halda því fram að sá peningur sem ESB notar til að kynna sambandið og aðild fyrir Íslendingum sé einhverskonar styrkur til Samfylkingarinnar?

Jón (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 12:58

10 identicon

Brandari dagsins:"

"Þakka þér Páll fyrir upplýsandi blogg um staðreyndir. "

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 13:58

11 identicon

Einar Solheim.  Þú ert augljóslega mannvitsbrekka öðrum meiri, -  að eigin mati.  Hvers vegna skýrirðu ekki nánar hvers vegna þetta er ekki einmitt mútur til Samfylkingarinnar?  Fullyrða ekki landsölumenn að slíka ESB samherja er að finna í öllum flokkum, og er ekki eðlilegt að mútuféð renni þá líka til þeirra beint eða og annarra flokka...???  Hvaða tengsl eru nákvæmlega á milli Samfylkingarinnar og ESB önnur en hún gekk fram og hóf feigðarförina sem þjóðin hafnaði í kosningunum, eða 71% hennar sem kaus ekki Samfylkingunni með þetta eina kosningaloforð sitt..??? 

Er ekki ástæða að flokkurinn gefi nákvæmlega upp tengsl hans við Evrópusambandi og að hlutlaus rannsóknarnefnd rannsaki nákvæmlega þau sem annað sem tengist aðlögunarferlinu sem er upplogið sem umsóknarviðræður...???  Gerir þáttur Samfylkingarinnar það sjálfkrafa að verkum að hún fékk 151 milljónirnar í "umboðslaun" til að svíkja þjóðina inn, sem henni var lofað fyrirfram..???  Gæti verið að þú hefðir ekki hugmynd um það sem þú fullyrðir og til einskyns að spyrja þig þessara spurninga..., svona á pari við Hrafn sem er alltaf í útúrsnúninga langhundaskrifum í vinnunni...á vegum ríkisins...???

---------

Jón.  Hvaðan hefur þú að 64% þjóðarinnar vill halda aðlögunarferlinu áfram, þegar aðildarviðræður eru ekki í boði og hafa aldrei verið, eins og þeir sem kunna að lesa enskan texta geta auðveldlega séð, og Páll hefur ítrekað sýnt fram á...???

"First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them." 

Samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB, sem var birt í lok ágúst, segir að aðeins.:

19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) 

45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing)

58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild

12% vita ekki og eru óákveðnir. 

Evrópusambandi setur í mútur 4 + milljarða, ef það hefur farið fram hjá þér, og til að þvæla málinu mun íslensk yfirvöld greiða 1 milljarð til ESB.... til baka...???  (O:

Ætli þjóðin hefði sætt sig við þeir Davíð og Halldór hefðu sett okkur á lista hinna 49 viljugu þjóða ef könnun hefði mælt 81% andstöðu við það, þó svo að meirihluti þjóða Evrópusambandsins væru á honum, sem þær voru...??? 

Friðarbandalagið Evrópusambandið stórkostlega er enn ein sölubrella hérlendra snákaolíusölumanna ESB til að reyna að selja þjóðinni ágæti þess.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:00

12 identicon

Þetta er nú meira móðursýkisbullið!

Páll (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 22:57

13 identicon

Hvaða landráðahyski berst mest fyrir því að þjóðin afsali sér fullveldinu.?Svarið er einfalt=SAMFYLKINGIN.

Númi (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband