ESB-væðing stjórnlagaþings

Skýrsla framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðlögunarferli Íslands að ESB fjallar sérstaklega um stjórnlagaþingið og segir það undirbúa breytingar á fullveldisframsali til yfirþjóðlegra stofnana. Orðrétt segir

Legislation to elect an advisory constitutional assembly was adopted in June. The task of the assembly is to prepare a proposal to parliament for a new constitution. Among the issues to be addressed is delegation of powers by the State to international organisations

 

Framkvæmdastjórnin tekur fram að skýrslan er unnin í samráði við íslensk stjórnvöld. Sú spurning vaknar hvaða frambjóðendur til stjórnlagaþings hafa tekið að sér að koma fram vilyrðum íslenskra stjórnvalda um breytingar á fullveldinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Það var og!! Nú fer maður að hella sér í kosningabaráttu.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2010 kl. 20:34

2 identicon

Páll Vilhjálmsson, segðu okkur hvaða hagsmuni þú átt með kvótaeigendum og eigendafélagi bænda ???

Þú ert alltaf með einhverja lygi í gangi og saka fólk um óheilindi !

Það ert þú Páll Vilhjálmsson  sem er ekki heill !

Á lanum hjá kvótaeigendum við að bera út óhróður um fólk !!!

Á launum hjá bændamaffíunni við að bera óhróður um fólk !

JR (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 22:21

3 identicon

Þessi færsla þín JR við þessa ógæfulegu þróun sem Páll er að benda á er nú mun meira til þess fallin að efast um af hvaða rótum innlegg þitt er sprottið. Hvað kemur þetta kvótaeigendum við að ESB sé að íhlutast með breytingar á stjórnarskrám þeim óviðkomandi löndum?

Vinsamlegast útskýrðu?

Axel Óli (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 22:56

4 identicon

Þegar ég var að byrja að skrifa grein 9. maí 2007 en aldrei varð úr  að hún kæmist á blað nema þetta sem ég birti hér fyrir neðan  

,,Hvað hugsa Sjálfstæðismenn sem við fáum ekki að vita alveg ?
Í frétt hjá ruv 23 febrúar sl.(2007) sagði m.a. ,,Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, boðar róttækar breytingar á fiskveiðireglum sambandsins í þeim tilgangi að koma í veg fyrir brottkast. Hann leitar fyrirmyndar á Íslandi og í Noregi þar sem hann segir góðan árangur hafa náðst.’’
Í sömu frétt sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að það komi sér ekki á óvart að Borg boði þessar breytingar. Í Evrópusambandinu sé bannað að koma með undirmálsfisk að landi og fyrir skömmu hafi fulltrúi Joe Borg verið hér að kynna sér íslenskar reglur. Ráðherra neitar því ekki að viss viðurkenning á íslensku reglunum felist í boðskap sjávarútvegsstjórans:’’
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sem kemur úr röðum Sjálfstæðismanna er mjög hrifinn af rökum Joe Borg sjávarútvegsstjóra ESB hvernig hann hælir íslenska fiskveiðakerfinu þó það sé bara forrétturinn í þeim rökum afhverju hann er að fara að berjast fyrir róttækum breytingum á fiskveiðareglum ESB. Þar grunnar mig að aðalrétturinn verði að koma á einkaeignarrétti í ESB fiskveiðakerfinu eins og mun verða hér á landi ef þetta ákvæði um náttúruauðlindir Íslands fari inn í stjórnarskrána. Það er engu líkara að Sjálfstæðismenn vinni við þetta bak við tjöldin að þessi samræming verði á milli fiskveiðakerfanna hér á landi og í ESB þá myndaðist grundvöllur til að samþykkja að fara inn í ESB fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það tryggði hagsmuni hina fáu útvöldu á kosnað þjóðarinnar þegar hvert tonn af þorsk tonni fer úr 2,4milljónum króna eins og það er í dag í allt að 5 milljónir króna fyrir hvert tonn af þorski þegar þeir fá heimild til að setja fiskveiðiheimildir sínar á alþjóðamarkað innan ESB a.m.k.


Á forsíðu Fréttablaðsins 7.mars 2009.kemur fram í fréttinni að Sjálfstæðisflokkurinn sé með einarða afstöðu geng Evrópusambandinu. Hér kemur tilvitnun úr drögum Evrópunefndarinnar sem stýrð er af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokki í sömu frétt:

,,Það er niðurstaða nefndarinnar að íslendingar geti ekki framselt yfirráðin yfir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna til Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkra vissu fyrir hvaða reglum verði fylgt í sjávarútvegsmálum á komandi áratugum.’’

Hér má lesa á milli línanna í þessum drögum Evrópunefndarinnar að einkaeignarrétturinn handa einstaklingum og lögaðilum yfir fiskistofnunum er lykilinn að því að við getum farið inn í ESB í framtíðinni að mati Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Græna. Af því er nú stefnt að mínu mati. Næsta stóra mál í íslenskri pólitík á eftir þegar og ef ákvæðið um náttúruaulindir Íslands verða settar í stjórnarskrá er að ganga inn í ESB þegar ESB verður búinn að samræma sitt kerfi að því íslenska í fiskveiðastjórnun undir yfirskriftinni Einkaeignarréttur fyrir þá fáu útvöldu í Evrópu.
Viðingarfyllst,
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

það er löngu búið ákveða örlaug sjávarútvegsins hér á landi bak við tjöldin þ.a.s. að hann mun verða undir stjórn ESB í framtíðinni og ganga þar kaupum og sölum þegar hinir fáu útvöldu hér á landi verða búnir að tryggja það að þeir fái ríflega fyrir sinn snúð þ.a.s. veiðiheimildirnar sem þjóðin á um það verður samið í aðildarviðræðunum við ESB sem eru væntanlegar!! Eina sem getur komið í veg fyrir þessa þróun er við sjálf ef ekki þá munum við sem þjóð fljóta að feigðarósi.

Ætlar þjóðin að arðræna og svipa eigum útgerðarmenn sem hafa lagt aleiguna í að fjárfesta í kvóta???

Kvótabraskmennirnir hinir fáu útvöldu í stór útgerðinni sérstakalega hafa tekið sér fé út úr sjávarútveginum í tugum ef ekki í hundruðum milljarða króna. Verðmat á kvóta hverju sinni var látið ráða sem útgerðarmenn komu á sín á milli þ.a.s. kerfi var búið til sem bjó til eftirspurn á pappírum eftir kvóta sem stórhækkaði verðið á kvótanum án þess að rekstraáætlun fylgdi með til að sína fram að útgerðin gæti staðið undir þessum lántökum.

Gömlu bankarnir voru með menn í stjórnum sínum sem voru útgerðamönnum vilhallir í svikamyllunni jafnvel útgerðarmenn áttu sæti í stjórnum bankanna..Þetta jók líka hlutabréfavirði fyrirtækjanna og gerði kleift að borga út arð til hluthafa! Því má ætla kvótakerfinu væru hæg heimatökin til að sá um sig lántökum innan bankanna. Bankarnir tóku gilt að veðsetja kvótann út á reiknikúnstirnar sem notaðar voru svo í bókhaldið vegna þessara viðskifta.

Þessi mylla gerði það að verkum að kvótinn hækkaði og hækkaði í verði samkvæmt veð-og lánsþörfinni sem þessir aðilar töldu viðunandi til að sýna stöðugleika í reksrinum því það reyndi aldrei á greiðlugetu útgerðarinar á meðan á þessu stóð og þjóðin svaf vært á meðan hinir fáu útvöldu m.a.dældu fé út úr útgerðinni inn á sín einkahlutafélög hver fyrir sig .Athugið útgerðarmenn eru búinir að fá framlag til kvótakaupa greitt að fullu og meira til og það fyrir löngu..

Hvar eru rekstaráætlaninar sem lagar voru fyrir bankanna fyrir öllum þessum lánveitingum?

Hvar var fjármálaeftirlitið?. Hvar voru fjölmiðlarnir og hagfræðingarnir sem nú geysa um víðan völl eftir hrunið mikla nota bene með ráð á hverjum fingri hvernig gata megi beltið til að halda betur uppi buxurnum hjá almenningi.

Í þessu ljósi þó ég hafi alltaf samúð með þeim sem stendur höllum fæti er ég samt forviða af þeirri samúð sem þessum mönnum er sýnd þegar á að kalla inn kvóta hjá ríkisvaldinu. Mín samúð liggur hjá þeim sem kvótakerfið rassskellti þ.a.s.leiguliðarnir og síðan þjóðin sem þarf í dag að loka á eftir sér hurðum og ganga út á götunna. Kvótabrakkerfið er stærsta bankarán Íslandssögunnar og bjó til formúlunna til að nota á öðrum sviðum og lætur nú þjóðina borga!! Þá segi ég eins og Jón Sigurðsson forseti forðum ,,Vér mótmælum allir!’’

B.N. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 22:58

5 identicon

Sendi óvart grein hér ofar sem birtist í Morgunblaðinu í fyrra með pælingunum mínum árið 2007.

,,Ætlar þjóðin að arðræna og svipa eigum útgerðarmenn sem hafa lagt aleiguna í að fjárfesta í kvóta???''

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 23:22

6 identicon

Ég tek undir með Axeli Óla hér að ofan, hvað er hann alltaf að belgja sig hér og annarsstaðar á blogginu þessi "JR" með ómálefnalegan og algerlega órökstuddan sóðakjaft og ræðst gegn Páli og okkur sem viljum verja sjálfstæði og fullvedi þjóðarinnar fyrir ásælni ESB valdsins og þess helsis.

Sakar Pál enn og aftur með algerlega órökstuddum dylgjum um að vera á launum og á mála hjá vondum satökum LÍÚ eða íslenskra bænda. 

Páll er að hluta til í hálfu starfi held ég og þannig launaður hinum fjölmennu hugssjóna samtökum ESB andstæðinga sem heita Heimssýn. 

Þau samtök eru einungis skipuð einstaklingum en ekki hagsmunasamtökum. Stærstur hluti tekna Heimssýnar kemur sem frjáls framlög frá íslenskum einstaklingum.  

Það má alveg eins saka hann um að ganga erinda ESB elítunnar og þeirra kóna, er hann kannski að þyggja mútuféið þeirra sem hér er nú borið í stórum stíl á einstaklinga og félagasamtök og fjölmiðlafólk sem er svo lítilsiglt að geta þegið þessa silfurpeninga ESB elítunnar þeirrar sem vill nú með lævísi og mútum gleypa Ísland og allar okkar helstu auðlyndir.

Skrifar hér svo í skjóli nafnleyndar "JR" af því að hann þorir ekki að standa fyrir sleggjudómum sínum og rökleysinu í sínu í eigin nafni !

Það er klént eins og málflutningur ESB trúboðsins er allur að lang stærstum hluta !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband