Stjórnmálin breyta Gnarr, ekki öfugt

Íslensk stjórnmál mættu gjarnan breytast til hins betra, verða málefnalegri og hreinskiptnari. En þau munu ekki breytast þótt Jón Gnarr borgarstjóri óski sér það. Í Kastljósviðtali kvöldsins var borgarstjórninn hnarreistur og skoraði kerfið á hólm.
Jón Gnarr er velmeiandi og kann sitt fag sem er uppistand og skemmtilegheit. En hann mun ekki breyta stjórnmálum heldur þau honum.
Stjórnmál urðu ekki eins og þau eru vegna þess að einverjum datt það í hug. Og þau munu ekki breytast fyrir tilverknað eins manns, jafnvel þótt hann sé fyndinn.
mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Rétt hjá þér, þetta viðtal sýnir greinilega hvað hann er "out-of-place" í þessu starfi, hann veldur því ekki, hann veit það og ég held að honum líði ekki vel í þessu starfi.

Þetta ásamt öðru sannar að það er kerfið sem vegur þyngra þegar allt kemur til alls en ekki einstaklingurinn. 

Pétur Eyþórsson, 8.11.2010 kl. 21:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér fannst Jón ráða alveg við sítúasjónina í kvöld.

Halldór Jónsson, 8.11.2010 kl. 22:25

3 identicon

Enn kemur Páll Vilhjálmsson ekki á óvart !

 Jón Gnarr gerði þig og aðra að trúðum , í þessu viðtali í Kastljósi !

Skrifin þín hér að framan sanna það svo sannarlega !

JR (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:31

4 identicon

Við hverju bjóst fólk ... ???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:41

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón er flottur og mjög gott svar okkar gegn fjórflokksmafíunni sem hér er allt að drepa!

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:41

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

               Svo verða menn leiðir á honum,þá kemur ehv. nýtt.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2010 kl. 01:08

7 identicon

Ég tók gleði mína á ný að sjá smá töggur í Jóni. Ég kaus ekki Davíð B. Ekkert!!! Ég kaus alvöru mann sem þorir að ganga í verkin og hrista ærlega upp í hlutunum! Jón virðist hafa endurheimt þennan neistann.

Gallinn við Jón er að hann fattar ekki alveg hvað hann er stór. Hann hefur charisma á við Adolf Hitler, en innræti eins og Olaf Palme. En það verður til einskis ef maður kastar slíkum gjöfum fyrir Samfylkingarhunda og lætur þá stela af sér dýrðinni.....Já, Jón tekur strætó eins og Palme og allt! Það eina sem getur orðið nógu mikið "turn off" til að hann missi þann sjarma sem hann hefur í augum fólksins er þetta daður hans við smáborgara eins og Dag Ekkert.

Og þó ég taki undir orð Jóns um Sjálfstæðisflokkinn, þá verð ég að vara hann við einu. Enginn er stærri en óvinur sinn. Jón er of stór og mikill til að berjast við drauga. Það mun smækka Jón og gera að engu að berjast við svona lítinn draug eins og Sjálfstæðisflokkinn.

 Veldu þér stærri óvini, Jón! Á alheimsmælikvarða! Verðuga óvini fyrir stóran mann. Ekki afturgöngur. Ekki láta gínurnar í Samsullinu draga þig niður á sitt level og eiga óvini af þeirra stærðargráðu.

Þú ert stór og mikill. Þú hefur tækifæri til að GERBREYTA landinu þínu. Fáðu ráð hjá ALVÖRU "sérfræðingum", "galdraköllunum" á bak við tjöldin. Hættu að hlusta strengjabrúður ;)

Það kaus enginn "sérfræðingana". Og það kaus enginn bara Jón Gnarr. Fólkið kaus byltinguna sem Jón getur komið til leiðar, ef hann sannfærist um eigið ágæti.

Karl (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:17

8 identicon

Í gamla daga trúðu menn því að vald yfirvalda kæmi frá Guði. Það er stundum satt. Jón er dæmi um þetta. Ekki móðga Guð Jón með að gefa einhverjum lítilmennum valdið sem hann gaf þér. Guð veit best. Ekki hlusta á menn.

Stuðningsmaður Innrásar Geimvera! (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 09:36

9 identicon

Out with the old and in with the new! Lifi pönkið! Og Súrreal Anarkismi! Niður með ESB! Áfram Norður Atlandshafsbandalagið! Lifi Jón Gnarr!

Bestur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:51

10 identicon

Það er ekki einfalt að breyta stöðu mála í íslenskri pólitík, jafnvel þó að Alþingi hafi glatað trausti almennings.  Vandi kjósenda sumra a.m.k. er að greina á milli þess þegar Jón Gnarr er að fíflast og hvenær ekki.  Mér finnst ég lendi í þessu dilemma í hvert skipti sem Jón kemur á skjáinn.  Er maðurinn er meina það sem hann segir, eða er hann með uppistand? 

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 17:50

11 identicon

Er það þá ekki svo, kæri Vilhjálmur, að Jón Gnarr er að gera þig að gáfaðri manni, rétt eins og hann mun gera okkur öll að gáfaðri og betri þjóð, með stórskemmtilegum hætti, með að láta þig glíma smá við að greina hysmið frá kjarnanum? Eins og frægur heimspekingur sagði "Það eru bara þeir yfirborðslegu sem halda að húmor sé það að vera ekki alvara"

 GUÐ sjálfur hefur góðan húmor! Sólin hlær! Stjörnurnar hlær! Hrekjum burt Leiðindin! Og nálgumst aftur Guðdóminn! Kjarni tilverunnar er HEILAGI BRANDARINN!

Heimspekingurinn (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:43

12 identicon

Gnarrinn klikkar ekki!

Einar (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband