Beðið eftir Sjálfstæðisflokknum

Á stjórnarheimilinu er ekki lengur spurt hvort heldur hvenær ríkisstjórn springur. Tvær forsendur þurfa að vera fyrir hendi samtímis. Í fyrsta lagi þarf annar hvor stjórnarflokkurinn að hafa haldgóða skýringu á því hvers vegna stjórnarsamstarfinu er slitið. Í öðru lagi verður að liggja fyrir áætlun um fyrirkomulag ríkisstjórnar fram að kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu. Gefi flokkurinn það út að hann sé tilbúinn að veita minnihlutastjórn Vinstri grænna hlutleysi fram að kosningum er búið að uppfylla seinni forsenduna.

Fyrri forsendu, haldgóða skýringu á stjórnarslitum, er auðvelt að uppfylla þar sem á milli Samfylkingar og Vinstri grænna er trúnaðarbrestur. Forysta Samfylkingar hefur leitað hófanna hjá Sjálfstæðisflokknum um myndun nýrrar ríkisstjórnar samanber þessi orð

undanfarnar vikur og mánuði hafa einstakir þingmenn Samfylkingar í trúnaðarsamtölum við einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokks leitað eftir samstarfi þeirra flokka tveggja með takmörkuðum árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband