Laugardagur, 6. nóvember 2010
Samfylkingarhrunið og auðrónadeildin
Auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins er með böggum hildar vegna fylgishruns Samfylkingarinnar. Eina von auðrónadeildarinnar um völd og áhrif í samfélaginu er í gegnum Samfylkinga sem mælist með 18 prósent fylgi. Þorsteinn Pálsson dálkahöfundur á Fréttablaðinu kennir öfgafólki yst til vinstri í Vinstri grænum um fylgistap Samfylkingarinnar sem fellur undir flokkinn langsóttar skýringar.
Samfylkingin og auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins eiga þá hagsmuni sameiginlega hvorugir vilja pólitískt uppgjör við hrunið. Samkrull stjórnmálamanna og auðmanna er náttúrulegt ástand hjá samfylkingarelítunni og auðrónadeildinni.
Við síðustu kosningar komst Samfylkingin hjá réttlátri refsingu almennings vegna aðildar flokksins að hrunstjórninni. Sjálfstæðisflokkurinn tók skellinn. Samfylkingin fékk sjens sem flokkurinn notaði illa. Fyrir það er flokknum refsað.
Athugasemdir
Alveg sammála, hinsvegar finnst manni að þorsteinn Pálsson ætti að hafa vit á að láta fara sem minnst fyrir sér, varðandi hrun landsins, við munum vel hvar hans þáttur liggur í undirlagi þess, er varð til þess að græðgin varð ofaná, töfralæknar frjálshyggjunnar brotlentu allri hundalógik sinni, öllu þessu var spáð fyrir um, strax og Þorsteinn og félagar bjuggu til gullkálfinn, sjálfa fiskikvóta svikamylluna, sem varð að því krabbameini sem nú spýtir meinvörpum útum allan þjóðarlíkamann, allt var þetta séð fyrir. Monkey bissness var það og monkeybissness er það.
Robert (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 11:53
Hvaða rugl er þetta í þér Robert?
Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem ekki er að fara á hausinn, nema fyrir það eitt að kommúnistar og ríkisvæðingarsinnar samfylkingar vilja koma kvótanum til ríkisins af því að embættisspenarnir eru að þorna upp. Skyldi þó ekki vera að þú værir ríkisstarfsmaður.
Njáll (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 12:44
Þorsteinn hefur aldrei skýrt sinnaskipti sín hvað Evrópusambandið varðar á neinn trúverðugan máta. Eina sem hefur breyst er að vísu að hann gekk í lið og launaskrá Jóns Ásgeirs sem fastráðin áróðursmálpípa hans og Samfylkingunnar og sennilega þiggur laun fyrir ESB áróðursskrifin í dag frá þeim sama. Ef ekki, er undarlega heppilegt hvað þeir félagar eru sammála í í öllum helstu atriðum og þá í hreinum takti við Samfylkinguna sem hefur tekist að draga mælanlega virðingu þjóðarinnar á Alþingi niður í aðeins 9% eftir ESB ruglið, sem er lægsta sem hefur mælst frá upphafi mælinga, sem náðist við að svíkja land og þjóð inn í aðlögunarferlið í ESB og með að ætla að greiða Icesave aðgöngumiðann brosandi.
Morgunblaðið 14. mars 1994.:Hvað hefur breyst í stefnu Brusselveldisins í sjávarútvegsmálum síðan þá, nema að það hefur sannast að það hefur ofveitt yfir 80% af fiskistofnunum sem það hafði aðgang að og sár vantar að fá að rústleggja þeim sem mögulega eftir eru og finnast meðal annars innan landhelgi hér?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.