29 þingmenn Íraks á Íslandi

Af ástæðum sem ekki alþjóð kunnar eru 29 þingmenn Íraks á Íslandi ákafir talsmenn þess að upplýst verði hvers vegna ríkisstjórn Íslands studdi innrás sem miðaði að því að fjarlægja Saddam Hussein og valdaklíku hans sem í hjáverkum stundaði að drepa börn og konur Kúrda með gasi og svipar að því leyti til evrópsks morðingja á síðustu öld.

Þingmenn Íraks á Íslandi gætu kannski upplýst í leiðinni hversu marga dálksentímetra af greinum eða fjölda bloggafærslna þeir hafi skrifað um stjórnmál í Írak eða þjáningar Íraka fyrr og síð? Eða hve marga fundi þeir hafi staðið fyrir um málefni Íraks?

Það skyldi þó aldrei vera að þingmennirnir 29 hafi alls engan áhuga á Írak eða írösku þjóðinni en þess meiri löngun að slá pólitískar keilur á Íslandi?


mbl.is Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll,nú er ég ósammála þér.Þú veist það að fyrir löngu síðan hefði þessi ályktun gagnvart stríðsglæpamönnunum Halldóri og Davíð átt að vera komin fram.En ég er sammála því að hversvegna er þetta að koma fram núna-pólitískar keilur,það er hugsanlegt.Gleymdu ekki því Páll að það voru bandaríkjamenn er komu Saddam Hussein til valda árið 1979.

Númi (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þegar ég heyrði fyrstu fréttir um "hinar viljugu þjóðir" ,fannst mér þetta orðalag afar skrítið". Eftir að hafa lesið oftar og meira um þennan atburð skýrðist hvað það þýddi.       Hvernig í ósköpunum áttum við eða stjórnvöld okkar að vita betur en háþróað njósnanet BNA hélt fram, að Írakar ættu kjarnorkuvopn.  Vopn í höndum sadista Saddam varð að uppræta. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2010 kl. 23:35

3 identicon

Þetta er bara byrjunin, næsta heimsókn verður líkast með öðrum hætti, menn skulu athuga að milljónir eru í hefndarhug í Írak, og vilja ná til kvalara sinna, það munu þeir reyna, svo mikið er víst. Það ætti þeim að takast, þar sem kaninn hefur klúðrað öllu í Írak. Svo kann að fara að þjóðin geti þakkað félögunum tveim, sem ætluðu að gerast útverðir norðurhjarans fyrir hasshaus Bush, rétt áður en sá rugludallur kvaddi með einu stuttu símtali, og ekki sést né heyrst hér meir, fyrir fleiri óhæfuverk en að koma Seðlabankanum á hausinn, eyðileggja efnahag þjóðarinnar, skuldsetja Íslendinga tuga ára fram í tímann, ofaná að engin þjóð lætur sér koma til hugar að lána hingað, meðan vitað er að þessir tveir, eru enn í funksjon, og dáðir af sauðblindum ættarklíkum sem gera sér vonir, um að geta kannski rænt lífeyrissjóðina líka. 

Robert (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 00:54

4 identicon

Var Ísland ekki ein af 49 þjóðum sem samþykktu að koma geðsjúklingnum Saddam Hussein og hans morðhundum frá völdum?  Hverju skiptir hverjir komu honum að völdum, ef maðurinn virti engar leikreglur alþjóðasamfélagsins og hafði myrt tug þúsunda samlanda sinna?  Muna menn hverjar hinar þjóðirnar 49 eru, sem og hvort að þar í löndum fari fram rannsókn á hvernig slík "óhæfuverk" hafi geta gerst að viðkomandi þjóð hafi samþykkt að koma geðsjúklingnum frá völdum? 

Afganistan, Albanía, Angóla, Ástralía, Aserbaídsjan, Búlgaría, Kólumbía, Kosta Ríka, Tékkland, Danmörk, Dóminíska lýðveldið, El Salvador, Eritreía, Eistland, Eþíópía, Georgía, Hondúras, Ungverjaland,  Ítalía, Japan, Kúvæt, Latvía, Litháen, Makedónía, Marshall eyjar, Míkrónesía, Mongólía, Holland, Nikaragúa, Palaú, Panama, Filippseyjar, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Rúanda, Singapúr, Slóvakía, Suður Kórea, Spánn, Tonga, Tyrkland, Úganda, Úkraína, England, Bandaríkin, og Úberkistan. 

Þar af rúmlega helmingur ESB ríkjanna sem tilheyra stærsta friðarbandalagi veraldar að sögn áróðursmeistara Evrópusambandsins.  Og varla ljúga þeir ef ástæða þótti að fara inn og koma geðsjúklingnum frá völdum að um nauðsynlega friðaraðgerð hafi verið um að ræða. 

Samfylkingin bauð upp á kosningarloforð 2007 að koma þjóðinni af lista hinna staðföstu og viljugu þjóða.  Auðvitað sviku þau kosningaloforðið, enda var aðeins um venjulegt lýðskrum að ræða eins og er á ferðinni núna.  Meira framboð en eftirspurn af lýðsskrumi stjórnarflokkanna til að reyna að breiða yfir fullkomið getuleysi í málum sem skipta þjóðinni einhverju, og fylla þingið af slíkum, svo ekki þurfi að takast á við jafn óþægileg mál eins og börn að leita sér að nesti í skólann í ruslagámum.  En ef til vill er þetta lið ekki til neins betur fallið en að leika sér í einhverjum tilgangslitlum eða tilgangslausum pólitískum þingmannaleikjum eins og að rugla í þessu Íraksmáli núna og inngöngusirkusnum í ESB.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 01:02

5 identicon

Það er rétt að minna á nokkrar staðreyndir sem ættu reyndar að vera flestum þekktar. Saddam Hussein á sér langan valdaferil. Lengst af var hann studdur dyggilega af BNA(USA). Þeir seldu honum mikið magn vopna m.a. þegar hann háði 8 ára langt stríð við Íran. BNA litu á Hussein sem mikilvægan bandamann sem hann og var.(Ekkert orð þá um að drepa börn og konur Kúrda með gasi.)Bna hugsa um að tryggja áhrif sín og skapa sér aðstöðu á svæði sem er afar mikilvægt vegna olíu og hernaðarmikilvægis. BNA héldu því fram að Hussein hefði fyrirskipað framleiðslu karnorkuvopna. Þau héldu þessu fram í villandi lygáróðri sem átti að réttlæta innrás í landið. Tveir menn og aðeins tveir menn(án samráðs við utanríkismálanefnd)ákveða að setja nafn 'Islands á lista hinna viljugu þjóða. Þetta er einsdæmi í sögu þjóðarinnar og verður að rannsaka. Valdhroki þeirra tveggja er yfirgengilegur og undirlægjuháttur þeirra sem verja þetta ömurlegur. Saddam Hussein var aðvitað einræðisherra alla tíð. Hann beitti ofbeldi og hryðjuverkum innanlands. Hann gerði þetta allan þann tíma meðan hann var dyggilega studdur af BNA. Þegar það þjónaði hagsmunum BNA að snúa við blaðinu var það gert. Einræðisherrann var góður þegar hann þjónaði hagsmunum BNA(átti t.d. í stríði við Íran) en slæmur þegar hann gerði það ekki lengur. Í Bretlandi rannsakaði þingnefnd ákvarðanatöku varðandi stríðsþátttöku landsins. Þingmenn og fyrrverandi ráðherrar mættu í opnar yfirheyrslur. Slíkt fyrirkomulag væri eðlilegt einnig hér á landi.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 07:09

6 identicon

Rétt.

Þarna eru menn að reyna að slá sig til riddara.

Fólk sem ekkert veit um Írak og hefur aldrei sýnt þeirri þjóð stuðning né áhuga.

Íslensk pólitík er ógeðsleg.

Hvergi nokkurs staðar er saman kominn ömurlegri hópur fólks en íslenskir stjórnmálamenn.

Karl (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 12:45

7 identicon

Talað er um hér að ofan að koma geðsjúkum einræðisherrum frá völdum og er það skiljanlegt.  Með stríði, umdeilanlegt en stundum nauðsynlegt.  En einnig má nefna að Bandaríkin hafa í gegnum tíðina stutt við bakið á nokkrum helstu einræðisherrum heims, eins og t.d. Somoza, Trujillo, Pinochet og Batista, aðallega til að tryggja eigin hagsmuni á svæðunum og koma í veg fyrir að vinstri öfl nái völdum.  Talað er um hér að ofan að Saddam hafi verið svona líka.  En þetta hefur að sjálfsögðu breyst með tímanum en spurning hvort þetta hafi verið raunveruleg ástæða stríðsins í Írak.  Í dag eru enn nokkrir einræðisherrar til, eins og t.d. í Kim Jong-il, Robert Mugabe og Castro-bræðurnir (auk þess sem mér finnst Berlusconi kolruglaður en samt ekki einræðisherra).  Samt sýnast Bandaríkjamenn ekki hafa mikinn áhuga á að koma þeim frá völdum.  Er þetta sambærilegt við Írak?

Skúli (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband