Össur rænulaus um alþjóðamál

Norðurlönd hafa áhuga á að fá sæti í hópi G-20 þjóða sem hittast að ræða verkefni alþjóðasamfélagins. Er það í samræmi við Stoltenberg skýrsluna frá í fyrra og árbók Norðurlandaráðs í ár þar sem fjallað er um skilyrði fyrir því að Norðurlönd geri sig meira gildandi í alþjóðamálum.

Svíar sem eru í Evrópusambandinu leggja hugmyndum um aukið vægi Norðurlandanna lið vegna þess að það ESB er meginlandsríkjaklúbbur sem tekur lítið tillit til Svía. Í kvöldfréttum RÚV er fjallað um málið og talað við norska utanríkisráðherrann sem telur meiriháttar breytingar eiga sér stað á alþjóðavettvangi er gefi Norðurlöndum sóknarfæri.

Í beinu framhaldi er rætt við íslenska utanríkisráðherrann sem er orðinn jafn rænulaus og hann er fylgislitill. Össur segir til að rödd Íslands heyrist á vettvangi G-20 þurfi landið að ganga inn í Evrópusambandið.

Auðvitað, Össur. Evrópusambandið tekur ekkert tillit til Svía en Íslendingar með þvílíkt mannaval verða hafðir með í ráðum um þróun alþjóðamála. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svíar voru með forsæti Evrópusambandsins fyrir rétt um ári. Það er líklega eitthvað hlustað á þau.

Egill A. (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:36

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ríki Evrópusambandsins hafa haft forsætið innan þess til skiptis í hálft ár í senn. Í flestum tilfellum hafa þau varla komið neinu í verk á þeim tíma eðli málsins samkvæmt. Nú er búið að þynna þetta fyrirkomulag út verulega með því að færa það vægi sem þessu fylgdi að miklu leyti til nýs embættis forseta sambandsins. Til stóð að afnema þetta fyrirkomulag með öllu og vafalaust má gera ráð fyrir því að sú verði raunin á endanum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.11.2010 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband