Þjóðstjórn: rusl batnar ekki við aukið magn

Hugmyndir um þjóðstjórn allra flokka er samsæri gegn almenningi. Þjóðin vill ná í skottið á spilltum stjórnmálamönnum í kosningum. Ef svar stjórnmálamanna er að rotta sig saman í þjóðstjórn er almenningi sýndur fingurinn.

Eina rökrétta afleiðingin af lögmætiskreppu stjórnmálastéttarinnar er kosningar.

Skynsamasta leiðin er að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. segi af sér og starfsstjórn Vinstri grænna taki við í þrjá til fimm mánuði en þá verði kosið til alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt.

Krafan er kosningar. Þjóðin þarf að fá tækifæri til að spúla út.

karl (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 15:46

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Guð hjálpi okkur ef VG verður með starfsstjórn hérna í 3 - 5 mánuði. VG er vandamálið.

Þjóðstjórn getur verið hérna í 3 - 5 mánuði þ.e. meirihluti Alþingis ræður í hverju máli.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.11.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sammála, enga þjóðstjórn, ég vil utanþingsstjórn í 1 ár á meðan nýtt fólk getur tekið ákvarðanir þess efnis að bjóða sig fram til Alþingiskosninga.

Tryggvi Þórarinsson, 2.11.2010 kl. 16:17

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Engin hætta á að fjórflokksruslið þori að boða til kosninga - það er nefnilega ljóst að ný framboð mundu sópa til sín fylgi!

Þau taka ekki sénsin á öðrum Reykjavíkurskelli. 

Haraldur Rafn Ingvason, 2.11.2010 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband