Aðlögunin og Sverrir Jakobs

Sverrir Jakobsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann ber í bætifláka fyrir misráðna stefnu forystu Vinstri grænna um að fallast á að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Vg um að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Kjarninn í afsökun Sverris er að Íslendingar fái að greið þjóðaratkvæði um samning í lokin. Til viðbótar líkir hann umsókn Íslands við umsókn Noregs fyrir fimmtán árum. Fyrra atriðið er  hálfsannleikur og það síðara ósannindi.

Á vef utanríkisráðuneytisins er pdf-skjal sem útskýrir ferlið. Í skjali ráðuneytisins kemur fram að áður en Íslendingar fá tækifæri til að greiða atkvæði um aðildarsamning hefur eftirfarandi gerst:

a) Ísland hefur aðlagað stjórnsýsluna lögum og reglum ESB

b) Leiðtogaráð ESB hefur samþykkt samninginn og Evrópuþingið sömuleiðis

c) Aðildarsamningur hefur verið undirritaður af öllum aðildarríkjum ESB og Íslandi

Augljóst er af ferlinu að þjóðaratkvæðið er hugsað sem hátíðleg athöfn þar sem þjóðin staðfestir gjörðir stjórnvalda enda hafa stjórnvöld unnið í samræmi við yfirlýstan vilja þings og þjóðar. Eins og alþjóð veit er því ekki að heilsa á Íslandi.

Þá eru það ósannindin um að umsókn Íslands sé í einhverju hliðstæð umsókn Noregs fyrir 15 árum. Um aldamótin breytti Evrópusambandið reglum um upptöku nýrra ríkja. Það var gert vegna þess að Austur-Evrópuríkin sem knúðu dyra bjuggu ekki að stofnanakerfi lýðræðisþjóða. ,,Accession process" eða aðlögunarferli var tekið upp sem þýðir að Evrópusambandið ætlast til að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög sambandsins samhliða viðræðum.

Evrópusambandið býður ekki upp á óskuldbindandi viðræður, aðeins aðlögun sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og regluverk sambandsins, samtals 90 þúsund blaðsíður. Í útgáfu Evrópusambandsins segir ótvírætt hvað aðlögun felur í sér.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).

Sverrir verður að horfast í augu við staðreyndir málsins. Ísland er í aðlögunarferli að Evrópusambandinu á ábyrgð Vinstri grænna. Þjóðaratkvæðagreiðsla í lok aðlögunarferlis er eins og að bjóða getnaðarvörn eftir níu mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru kostulegir bræðurnir. Hinn bróðirinn hefur enga samúð með skuldurum vegna þess að þeir búa allir í stærra húsnæði en hann sjálfur (sic). Hver ætli sé meðaltalsstærð íbúða á uppboði þessa dagana? Meðaltalsíbúafjöldi á hverja íbúð?

http://www.smugan.is/pistlar/penninn/armann-jakobsson/nr/4332

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 13:16

2 identicon

Guðmundur 2 og Hjörtur virðast önnum kafnir eða geta ekki skrifað í vinnunni eins og framkvæmdastjóri Heimssýnar. Til að bæta úr þessu kemur hér pistill frá talnaglöggum og hugsandi Sjálfstæðismanni.

PISTLAR

31/10/2010 | 23:30

Í aðlögun (BJ)

image001Ég sé að Ögmundi líst ekki á það ef Ísland er í aðlögun að ES. Jón Bjarnasyni líst ekki á það heldur og Mogginn hræðir okkur með því á hverjum degi. Ég man hins vegar eftir því að Davíð Oddsson fræddi okkur á því á sínum tíma að ein reglugerð eða lagasetning hefði komi frá Evrópusambandinu á dag allt frá því að við gengum í Evrópska efnahagssvæðið. Ég reikna með því að það hafi haldið áfram og hafi ekki verið bundið við stjórnartíð Davíðs.

Enginn spyr um það í hverju aðlögunin er fólgin. Ég sá að Ásmundur Einar Daðason sagði það í sjónvarpinu um daginn að mestur hluti af þessari aðlögun væri ágætur. En hann vildi ekki hrinda breytingunum í framkvæmd vegna þess að þær kæmu frá Evrópu. Hann sjálfur mun hafa lagt til að Íslendingar tækju upp fríverslun við Bandaríkin.

Allt er betra en Evrópa.

Á sínum tíma var annar vinstri maður, Halldór Laxness, óhræddur við að Íslendingar löguðu sig að ákveðnum siðum útlendinga. Hann vildi sem sé að þeir tækju upp á því að þvo sér og bursta tennurnar. Sem betur fer löguðum við okkur flest að þessum evrópsku siðum áður en Ásmundur Einar komst á þing.

Joe Borg, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins, var spurður um það þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu hvort Maltverjar hefðu ekki þurft að fara í aðlögun áður en þeir gengu í Evrópusambandið.

Borg kvað það satt vera. Sérstaklega hefði margt þurft að laga í landbúnaði. Þeir hefðu ákveðið að skoða vandlega hvað það væri sem helst væri að og byrjað á breytingum sem blasti við að þeir þyrftu að gera hvort sem þeir færi í ES eða ekki. Það voru býsna mörg atriði. „Landbúnaður er lítill hjá okkur,“ sagði Borg, „eitthvað milli eitt og tvö prósent af vergri landsframleiðslu, en það var mjög margt að. Þess vegna var þetta kærkomið tækifæri til þess að breyta hlutunum, hvernig sem aðildarumsóknin færi.“

Á Íslandi vita starfsmenn Landbúnaðarráðuneytisins ekki um hvað aðlögunin snýst, því að ráðherrann hefur bannað þeim að kynna sér það. Öld upplýsingarinnar er ekki runnin upp hjá Jóni Bjarnasyni.

En væri ekki rétt hjá Jóni og rifja upp sögu sem hann þekkir örugglega um kerlinguna sem datt niður stigann og lærbrotnaði? Þegar hún var lent sagði hún: „Ég ætlaði ofan hvort eð var.“

Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er talað um að nauðsynlegt sé að bæta stjórnkerfið á Íslandi. Stjórnsýslan sé ein af meinsemdum þjóðfélagsins og nauðsynlegt sé að bæta hana. Nú býðst Evrópusambandið til þess að gefa okkur fjóra til fimm milljarða króna til þess að sníða ýmsa ágalla af. Einmitt það sem við þurfum að gera. Við megum velja hvað við lögum fyrst. En á Íslandi er besti heimur allra heima og fulltrúar VG vilja engu breyta. Þó að það sé til bóta viljum við það ekki ef það er líka í Evrópu.

Hvers vegna vilja íslenskir bændur vera áfram í vernduðu umhverfi? Landbúnaðarforystan vill ekki láta breyta stjórnkerfi landbúnaðarins vegna þess að þá missir hún spón úr aski sínum. Ekki bændastéttin heldur forystan.

Landbúnaðurinn sjálfur er hins vegar mikið styrktur á Íslandi. Samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins sem bændur gefa sjálfir út er ríkisstyrkur á nokkrum svæðum sem hér segir:

Ísland   51% af verðmæti framleiðslunnar
Japan   49%
Kórea   52%
Noregur 62%

Evrópusambandið 25% af verðmæti framleiðslunnar
Tyrkland   25%
Kanada  13%

Bandaríkin   7% af verðmæti framleiðslunnar
Ástralía  6%
Nýja-Sjáland  1%

Hvers vegna vilja íslenskir bændur vera í hópi þeirra sem mesta styrki fá? Þeim mun meira sem við styrkjum bændur, því minna er hægt að styrkja aldraða, öryrkja og sjúklinga, svo að dæmi séu tekin um hópa af fólki sem ekki hafa fulla heilsu eða getu til þess að standa ein og sér. Slagorð öryrkja er: Styðjum öryrkja til sjálfsbjargar. Þeir vilja standa á eigin fótum.

Íslenskir bændur hafa litið til Finnlands til þess að sjá hvaða áhrif Evrópusambandsaðild gæti haft hér á landi. Í Bændablaðinu kom nýlega fram að bændabýlum hefði fækkað um nærri helming í Finnlandi frá því að landið gekk í Evrópusambandið. Það er ekki mjög ólíkt Íslandi.

Meðalaldur finnskra bænda er um 50 ár. Á Íslandi er hann um 54 ár. Í báðum löndum hefur hann farið hækkandi. Kúrfur um aldursdreifingu benda til þess að finnskum bændum muni halda áfram að fækka. Rétt eins og bændum á Íslandi.

En þó að bændum hafi fækkað um nærri helming í Finnlandi hefur framleiðslan ekki minnkað svo mikið. Það sem meira er. Framleiðni vinnuafls hefur meira en tvöfaldast 15 árum. Það þýðir að hver vinnandi hönd í landbúnaði í Finnlandi afkastar nú tvöfalt meira en áður en landið gekk í Evrópusambandið. Ekki þarf að efast um að framleiðni hefur líka aukist á Íslandi, en óvíst hvort það er jafnmikið.

Líklega er stuðningur við landbúnað í Finnlandi á bilinu 35 til 40% af verðmæti framleiðslunnar. Finnskum bændum hefur vegnað vel þó að stuðningur hafi minnkað við þá. Margir þeirra hafa leitað í arðbærari greinar, en hinir sem eftir eru hafa aukið arðsemi í landbúnaði. Samfélagið borgar minna til greinarinnar. Allir eru betur settir.

Íslendingar ættu að fylgja dæmi Finna, sem núna eru í hópi sterkustu Evrópuþjóða á efnahagssviðinu. Þjóð sem var í djúpri kreppu þegar hún gekk í sambandið.

Evrópusambandið réttir Íslendingum höndina og býður upp á umbótaferli. Allir græða á því. Við ætlum þangað hvort eð er.

Benedikt Jóhannesson
 


Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 13:19

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Er eðlilegra að þjóðin kjósi um ósamþykktan samning sem væri þá hægt að breyta eftir kosningu?

Tryggvi Thayer, 2.11.2010 kl. 13:20

4 identicon

Er einhver eftirspurn eftir skoðunum þessa manns?

Þessu er troðið inn um lúguna hjá manni eins og öðrum ruslpósti.

Hver hefur óskað eftir því að fá að kynna sér skoðanir Sverris þessa?

Karl (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:19

5 identicon

Ég er ekki alveg að skilja þetta hjá þér Páll. Ertu að meina að þegar samningurinn er tilbúinn þá skiptir engu hvað almenningur í landinu segir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við verðum að fara inn hvað sem tautar og raular...Ég hef enga trú á að það sé málið. Við ákveðum í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við göngum í Evrópusambandið eða ekki.

Ég vill fá að sjá hvað það þýðir fyrir okkur að ganga í Evrópusambandið og fá svo að kjósa um það þegar að því kemur. Það getur ekki verið einfaldara...og ég skil ekki að vitrænir menn sjái annað út úr þessu

Guðbjartur (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband