Þjóðin þekkir loddarana og segir nei takk

Mánuðinn sem skoðanakönnun var gerð sem sýndi 70 prósent andstöðu við ríkisstjórnina var Samfylkingin í fundarherferð um landið. Þingmenn fór vítt og breitt til að hitta baklandið sitt. Stórmál Samfylkingarinnar, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, var sérstaklega kynnt með innflutningi á evrópskum stórvesírum og Össur sendi embættismenn utanríkisráðuneytisins á almenna pólitíska fundi til að tala fyrir umsókninni.

Þjóðin hafi sem sagt loddaragengið fyrir augum sér þegar hún ákvað, sjö af tíu, að lýsa andstöðu við ríkisstjórnina og gera Samfylkinguna að 19 prósent flokki.

Samfylkingarráðherrar segjast ætla að hlusta á þjóðina. Jæja, ef svo er, eiga þeir að segja af sér. Þjóðin vill ekki þessa ríkisstjórn.

 


mbl.is Vill endurskoðun á niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"Samfylkingarráðherrar segjast ætla að hlusta á þjóðina. Jæja, ef svo er, eiga þeir að segja af sér."

Alveg viss um að þau myndu hugsa málið ef að eitthvað betra væri í boði. En staðreyndin er að málflutningur annarra flokka er einmitt merki um innhaldslaus mas og óraunhæfar væntingar. þannig að það er ekkert betra í boði nú í augnablikinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2010 kl. 10:21

2 identicon

1945 eða svo, grömsuðu forfeður þeirra sem nú hafa klúðrað öllu hér, yfirráðum danskra á skerinu, notuðu tækifærið í stríðsánauð danskra, haft var eftir dönskum konungsmanni við það tækifæri, að það versta við þetta væri að Íslendingum mundi aldrei lánast að stjórna sér sjálfir.  Manni grunar að konungsmaður þessi, hafi þekkt eitthvað til landsmanna, eða hvað sjáum við.

Robert (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 10:33

3 identicon

Málið snýst ekki um hvað er í boði ef hörmungarstjórn Steingríms J. með aðstoðarkonuna Jóhönnu fer norður og niður eins og mikill meirihluti þjóðarinnar óskar henni.  Það snýst um að það sem er er handónýtt og verra gæti það ekki verið.  Rökleysa um eitthvað annað er út í hött.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband