Strandþjóð og stórveldahagsmunir

Hagsmunir Íslendinga sem strandþjóðar eru sértækir. Við náðum árangri í sértækri hagsmunagæslu þegar við vorum í farabroddi strandríkja sem stækkuðu fiskveiðilandhelgi sína úr 4 mílum árið 1950 í áföngum upp í 200 mílur árið 1975. Ef við værum í Evrópusambandinu myndu okkar sértæku hagsmunir þynnast út í hagsmunagæslu Brusselvaldsins.

Björn Bjarnason á Evrópuvaktinni bendir á að við inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland ekki lengur strandríki heldur færðist skilgreiningin yfir til Evrópusambandsins sem sæi um hagsmunagæslu okkar í sjávarútvegsmálum.

Kæmi til þess að skærist í odda með okkur og Rússum vegna sjávarútvegs færu embættismenn í Brussel með málflutning okkar. Rússland og Evrópusambandið eiga hvort um sig margvíslegra hagsmuna að gæta, hvor aðilinn gagnvart hinum. Íslenskir hagsmunir væru þar eins og krækiber í helvíti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Páll Vilhjálmsson blaðamaður en ekki Baugsmiðill(!!)sami maður og Páll Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Heimssýnar? Við hvaða fjölmiðil er Páll blaðamaður? Er hann sjálfstætt starfandi? Ef um einn mann er að ræða eru þá ekki "tilfallandi athugasemdir" réttnefndar Heimssýnarblogg? Eiga menn ekki að koma hreint til dyranna?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 12:10

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hrafn, ég er einn af stofnendum Heimssýnar árið 2002. Ég er menntaður í blaðamennsku og fjölmiðlun og hef starfað sem slíkur. Frá áramótum síðustu hef ég verið í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Heimssýnar. Þá hef ég bloggað líklega í ein þrjú eða fjögur ár. Allt eru þetta upplýsingar sem meira og minna liggja fyrir. Ég skil ekki hvað þú átt við með að koma hreint til dyranna.

Páll Vilhjálmsson, 31.10.2010 kl. 18:02

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hrafn hefur spurt og Páll hefur svarað. Þá er aðeins ein spurning eftir sem er ósvarað: Hver er Hrafn Arnarson og við hvað starfar hann?

Kolbrún Hilmars, 31.10.2010 kl. 18:08

4 identicon

Hrafn stundaði nám í félagsfræði og stjórnmálafræði í Berlín. Hann hefur starfað sem kennari, leiðsögumaður en er nú starfsmaður íþróttahúss. Hann er félagi í Samfylkingunni.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:43

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Blogg Hrafns Arnarsonar er þá væntanlega með sömu rökum á vegum þessa ágæta íþróttahúss.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.10.2010 kl. 21:55

6 identicon

Hrafn er Samfylkingarsnillingur .... (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband