Norðurlönd: allt betra en ESB

Á þingi Folkebevægelsen mod EU í Árósum í Danmörku um helgina mættu um 150 Danir til að ræða valkosti við aðild að Evrópusambandinu. Þeir telja aðild að EFTA góðan kost fyrir efnahagslegu þættina en eru ekki komnir með víðtækari pólitískan valkost.

Punkturinn er á hinn bóginn sá að hluti Dana er sannfærður um að þeir eigi ekki heima í Evrópusambandinu, sem þeir hafa þó verið aðilar að í um 35 ár.

Þau Norðurlönd sem eru í Evrópusambandinu, Svíar og Danir sérstaklega, finna til þess að ESB þjónar ekki þeirra hagsmunum fyrst og fremst heldur meginlandsþjóðanna.

Norðurlönd eiga margt sameiginlegt og skynsamlegt er að athuga það nánar.


mbl.is Styðja norrænt sambandsríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll Vilhjálmsson er á launum hjá glæpasamtökum kvótagreifa og eigendafélagi bænnda við að njörva fólk í ævilanga fátækt !!!

Hvers vegna vill Páll Vilhjálmsson fá laun sína með því að ljúga endalaust að fólki ?

Hvað þarf maður að vera lengi í ha´skóla til að selja sálu sína , Páll Vilhjálmsson ?

JR (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 01:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Gott að heyra Páll! Þessu hafa allflestir Íslendingar áttað sig á og þeim fjölgar stöðugt.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2010 kl. 01:43

3 identicon

Þetta fávíslega en ruddalega innslag þessa "JR" hér með commenti þar sem að hann ræðst að Páli Vilhjálmssyni síðuhaldara hér er vægast sagt mjög ósmekklegt

Þegar hann talar um "glæpasamtök kvótagreifa og bænda" þá á hann væntanlega við Heimssýn sem er fjölmennt félag einstaklinga úr öllum stéttum og úr öllum stjórnmálaflokkum sem berst fyrir áframhaldandi sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar án ESB helsis.

Mér skilst að Páll gegni þar stöðu framkvæmdastjóra í hluta starfi og sjálfur er ég og kona mín þar félagsmenn. 

Annars er lítið meira um þetta ruddalega innslag þessa "JR" að segja en það lýsir auðvitað mest hans aumkunnarverða karakter sem er uppfullur af heift, fordómum og þekkingarleysi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 07:56

4 identicon

Þetta er nú meira bullið. Ég bý nú í Danmörku og hef gert það í ágætan tíma og ég get sagt að þetta er ein tóm þvæla.

150 manna hópur í Árósum segir að ESB þjóni ekki Danmörku. Það er álíka og 2 mundu koma saman í Reykjavík og segja að ESB er vondur hlutur.

Meirihluti er pro ESB í Danmörku og Svíþjóð hvað sem þið afturhaldssinnarnir í Heimsýn haldið fram.

Stefán Jónsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 09:10

5 identicon

Stefán Jónsson.  Meirihluti íbúa Evrópusambandsins segjast vera á móti verunni í því sem þeir telja sínu landi og þjóð ekki til góðs, sem og evrunni.  Aldrei áður hefur mælst jafn mikil óánægja meðal íbúa dýrðarveraldinnar, þó svo Danir og Svíar (eða 51% þeirra) eru svona hressir með.  Er það eitthvað sem þú villt líka kenna "afturhaldsinnunum" í Heimsýn um...???

En hverju veldur að Dönum hefur ekki tekist að fá Færeyinga inn í ESB og hvað þá halda Grænlendingum sem jú reyndu dýrðina...???   Hefur það ef til vill eitthvað með að Danir sjálfir vilja alls ekki að þessar nýlendur sínar fari inn, því hagsmunir þessara þriggja landa eru mun meir að þau verði fyrir utan... og hversu frábrugðnir eru okkar hagsmunir, þessum tveim næstu nágrannaþjóðum okkar og Noregs...???  

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband