Laugardagur, 30. október 2010
ESB-mútufé til Íslands
Evrópusambandið hyggst kaupa sér stuðning á Íslandi. Lýðræðisleg umræða fær ekki þrifist þegar annar af tveim málsaðilum hefur úr tugum ef ekki hundruðum milljónum króna að ráða en hinn smápeningum. Ríkisstjórnin hefur skyldum að gegna gagnvart almenningi og verður að gera annað tveggja:
a) Sjá til þess að málstaður fullveldissinna fái álíka fjármagn og aðildarsinnar.
b) Beita til hins ítrasta gildandi lögum sem banna erlendum aðilum afskipti af íslenskum innanríkismálum.
Hér þarf að grípa til aðgerða áður en það er um seinan.
Markmiðið að tryggja stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afsakaðu, en síðan hvenær er ESB innanríkismál?
Einar Hansson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 12:51
Einar, það er innanríkismál okkar hvort Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki.
Páll Vilhjálmsson, 30.10.2010 kl. 13:17
Einar spyr eins og álfur út úr hól. Ákvörðun um æðsta löggjafarvald hérlendis og framsal valds til erlendra valdablokka er að sjálfsögðu eitthvert þungvægasta innanríkismálefni landsins.
Þetta er enn ein snörp og góð blogggreinin frá Páli. Lögin, sem hann vísar þarna til, eru svohljóðandi:
Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi, 1978 nr. 62, 20. maí [tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983) og l. 162/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007)]:
1. gr. …1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu. [1) L. 162/2006, 13. gr.]
2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.
3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.
4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.
5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum …1) Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs. [1) L. 10/1983, 74. gr.]"
Síðasta greinin, sem ég hef feitletrað hér, sýnir með öðru alvöru málsins. Ég lít svo á, að stjórnvöld ættu ekki að hika við að gera upptækt allt mútu- og stuðningsfé frá Brussel til íslenzkra blaða og félagasamtaka og þeim mun fremur sem tilgangurinn virðist að gera Ísland að tannhjóli í erlendu stórveldi.
"Wir müßen Großmacht werden!" sagði Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins 1985–1995, æðsti maður ESB, rétt eins og Barroso er það núna, og sjálfur talaði Barroso “forseti” um “heimsveldi” sitt.
Með því að undirrita endanlega "aðildarsamning" myndi Alþingi breytast í 3. flokks undirþing, þvílíkt að inntaki og áhrifum er réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með þeim aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið.
Áróðursmenn, -blöð, -stofnanir og -samtök ESB hér á landi, ef þau njóta þaðan "stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga" (3. gr. tilvisaðra laga) eru því engu skárri en útsendarar Noregskonungs til Íslands á 13. öld.
Landið yrði gert að skattlandi Brusselvaldsins (eins og Ísland varð með Gamla sáttmála við Noregskonung 1262), og ESB fengi hér margfalt meira löggjafarvald en Noregskonungur nokkurn tímann fekk, við yrðum að taka við ÖLLUM lögum frá Strassborgarþingi ESB og ÖLLUM REGLUGERÐUM frá Brussel, m.a. frá því ráðherraráði þar sem við fengjum 0,06% atkvæðavægi (en Þjóðverjar t.d. 16,41%) frá árinu 2014, og jafnvel er það nú tillaga Nicolasar Sarkozy Frakklandsforseta og Angelu Merkel Þýzkalandskanzlara (sjá heilsíðufrétt í DV í gær), að ríki, sem eru í vandræðum og skömm með sín fjárlög, verði svipt atkvæðisrétti í ráðherraráðinu!
Meðal annarra orða: Í þessu ráðherraráði var "reglan" (princípið) óstöðuga um hlutfallslegan stöðugleika ákveðin á sínum tíma, og það er þetta sama ráðherraráð sem getur strikað yfir hana með einu pennastriki! Eða eins og Jón Bjarnason sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær (Breytingar í farvatninu, leturbr. mín):
"Hann sagði að mikið væri gert út á það í málflutningi fólks sem vildi að Ísland gengi í ESB að í sjávarútvegsstefnu ESB gilti framar öðru reglan um hlutfallslegan stöðugleika. Með þeirri reglu væri mörkuð sú stefna að fiskveiðiheimildum væri úthlutað út frá veiðireynslu. Hann sagði að minna væri gert úr því að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika gæti ráðherraráð ESB breytt með einföldum meirihluta. Engir samningar sem gerðir væru við Ísland í þessu máli stæðust slíka samþykkt ráðherraráðsins og síðan eftir atvikum úrskurð Evrópudómstólsins.
Slíkir samningar yrðu aðeins blekking
„Það sama gildir raunar um þær samningaviðræður sem nú eru að fara af stað þar sem heyrst hefur það sjónarmið að Ísland geti náð tímabundnum eða jafnvel varanlegum samningum um að 200 mílna lögsaga okkar yrði viðurkennd sem sérstakt fiskveiðisvæði undir stjórn Íslendinga. Slíkir samningar yrðu líkt og fiskveiðisamningar sem ESB gerði við Breta aðeins blekking því þegar kæmi til kasta Evrópudómstólsins stæðust þeir aldrei grundvallarlög sambandsins,“ sagði Jón Bjarnason."
Og með því að strika það út úr drögum að skjali þingmannanefgndar ESB og Alþingis í þessum mánuði, að "einstæð landfræðileg einkenni íslensku fiskveiðilögsögunnar" verði viðurkennd, ef landið gengur í ESB, þá var verið að staðfesta þann eindregna ásetning ESB að hér skuli gilda hin almenna sjávarútvegsstefna þess sjálfs, ekki neinar sérreglur!
Þess vegna er þessum viðræðum við ESB sjálfhætt nú þegar.
Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 13:38
ESB hefur ekkert með lýðræði að gera, þeir fá ekki einu sinni að kjósa forsetann sinn
Snjokaggl (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 13:58
Þetta er þvílík og gróf íhlutun í okkar innanríkismál sem frjálsrar og fullvalda þjóðar að engu tali tekur og brýtur gróflega gegn lögum, eins og Jón Valur bendir hér skýrt og greinilega á.
Þetta ólöglega mútufé ESB Elítunnar þarf að gera upptækt og ef þeir reyna á einhvern hátt að fara enn frekar fram hjá þessum lögum þá þarf að herða á löggjöfinni til þess að gera svona beinar eða óbeinar mútugreiðslar algerlega ólöglegar.
Bendi ennfremur á góða blogggrein Jóns Baldur Lorrane hér á Mogga blogginu í dag um sama efni og athugasemdir mínar þar líka.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 14:15
Já, Gunnlaugur, þetta er mjög góð grein hjá honum Jóni Baldri (HÉR: ,,Að efla samstöðu og tryggja stuðning borgaranna við aðildarferlið"). Innleggið eða myndbandið frá írska ESB-þingmanninum Jim Allister er líka mjög gott, en merkilegt hitt, hvernig þetta Strassborgarþing er hálf-mannlaust, meðan verið er að ræða málin!
Ég verð reyndar að gera eina aths. við pistil Páls hér. Að ríkisstjórnin eigi annaðhvort að banna erlendum aðilum algerlega afskipti af þessum innanríkismálefnum okkar eða "sjá til þess að málstaður fullveldissinna fái álíka fjármagn og aðildarsinnar," virðist að vísu býsna rökrétt afstaða í sjálfri sér, en þó er í 1. lagi nauðsynlegt að minna á, að lögunum frá 1978 (með breytingum frá 1983 og 2006) ber einfaldlega að framfylgja. Verði það ekki gert, ættu frjálsir borgarar þessa lands hugsanlega rétt á því að beita íhutunarvaldi (sbr. umræður um borgaralegar handtökur, sem mig minnir að byggi annaðhvort á lögreglusamþykktum eða lögum), t.d. með því að loka þeim tveimur "kynningarskrifstofum", sem ESB vinnur nú að því að opna hér á landi, á Akureyri og í Reykjavík, í ofanálag við það sendiráð ESB sem hér verður opnað.
Í 2. lagi er vitaskuld ekkert sanngjarnt við það, að ríki og þjóð verði að lúta því, að annað ríki (raunar stórveldi með 1572 sinnum fleiri íbúa en við) fái að vera með áróður fyrir því, að fyrrnefnd þjóð verði tekin inn í stórríkið og að SÖMU FJÁRHÆÐ megi spandera hér í fjölmiðla og áróðursstarf fyrir innlimunarmálstaðinn eins og fyrir fullveldismálstað þjóðarinnar sjálfrar!
Aldrei myndu Mexíkó eða Kanada eða t.d. Grænland fallast á slíka "vinnureglu", ef lagt yrði til, að eitthvert þeira ríkja skyldu sameinast Bandaríkjunum! Og aldrei myndi þorri Íslendinga samþykkja slíkt heldur, ef tillagan væri sú sama hér: að sameinast Bandaríkjunum!
Það væri merki um fráleitt lítillæti af okkar hálfu að leyfa ESB að valsa hér um með milljarða í áróðursherferð, jafnvel þó að innlend mótstöðuöfl fengju sömu fjárveitingu (raunar á kostnað skattborgara hér!) til að spyrna á móti og færa landsmönnum góð rök fyrir sjálfstæði lýðveldisins og hag þess af þvi að ráða sínum málum sjálft, m.a. bæði yfir staðbundnum og flökku-fiskistofnum.*
Í takt við þetta viðhorf mitt er, að ég hef sett það fram sem eitt áherzlumála minna til stjórnlagaþings, að fullveldisframsal megi "ekki eiga sér stað án lágmarks 75% samstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu; ella gæti naumur meirihluti – í raun minnihluti allra kjósenda – fyrirgert fullveldi okkar og frelsi til að stjórna þessu góða landi." Og ég bæti þar við: "Aldrei hefðu vinstri menn né beztu menn landsins tekið í mál, að naumur meirihluti þjóðarinnar (segjum 51%) mætti afsala landinu fullveldi með því að ganga í Bandaríkin – og að þannig væri í raun minnihluti allra kosningabærra manna (segjum um 43%) að taka slíka ákvörðun! Hér þarf að vera sem mest eining meðal þjóðarinnar um stærstu skref í breytingum á stjórnskipulaginu – fremur en að gleypt sé við sýndri veiði, en ekki gefinni, hjá erlendum ríkjabandalögum, og kosta því jafnvel til að kljúfa þjóðina í tvær stríðandi fylkingar.
Áfram frjálst og fullvalda Ísland!"
* En nú er t.d. ljóst, að ESB, sem myndi ráða algerlega flökkustofna-málunum ef landið léti innlimast, vill ekki að við fáum nema 3,1% af makríl veiðum í NV-Atlantshafi, þ.e. um 100.000 tonnum minna en við fiskuðum af makríl í sumar! Samt étur makrílgangan hér tvær milljónir tonna af átu bara á þessu ári, en Brusselkörlunum finnst víst ágætt að Ísland þjóni sem uppáhalds-veitingastaður makrílsins, en síðan njóti risaveldið sjálft og vinir þess Norðmenn uppgripanna af hinum fitnaða makríl!
Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 15:25
Auðvitað er þetta út í hött. En þegar siðferði Samfylkingarinnar leyfir að flokks formaðurinn og forsætisráðherrann og tveir aðrir ráðherrar flokksins hafa persónulega þegið fé af Jóni Ásgeir Jóhannessyni og öðrum slíkum, og að hafa haldið ofurstyrkjum til flokksins frá sömu á meðan þeir orguðu að aðrir ættu að skila sínum, er ekki við góðu að búast. Aumt ESB siðferði er víst það sem flokkurinn starfar eftir eins og ný skýrsla um spillingu í heiminum sýnir glögglega.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 17:44
Maður er eiginlega kominn í einhvern copy paste gang hérna. Afhverju eruð þið ESB andstæðingarnir alltaf jafnvitlausir og raun ber vitni um.
Copy paste frá öðru bloggi með sama frasanum um mútur frá ESB:
Ég held nú að ráðherrar VG ættu nú að fara rétta úr sér og fara að fullorðnast við stjórn þessa lands. Ef þeir vilja koma í veg fyrir uppbyggingu í stóðriðju, þá er það fínt, það er bara þeirra stefna og ekkert hægt að setja út á það, en það er ekki nema lágmarksviðleitni sýnd til að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að taka þetta fé og setja það í stofnanir landsins til að hægt sé að vinna þá vinnu sem þarf í þessu aðildarferli.
Svo væri líka auðvitað mjög gott, ef hægt væri að beina peningum, hinum raunverulegu mútum, styrkjum til stjórnmálaflokka og áróðursfé LÍU, bændasamtakana og fleiri hagsmunasamtaka í sama farveg, í stofnanir til að takast á við þetta verkefni staðinn fyrir að kaupa skilti sem gerir íslendingum upp skoðanir í Evrópumálum, eins og ESB NEI TAKK, eða styrki sem renna í vasann á þessum sömu stjórnmálamönnu sem er nú alltof heilagir fyrir styrki þegar þjóðin á að fá þá, í staðinn fyrir þeir sjálfir.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 20:29
Jón Gunnar. Sjaldan hef ég orðið vitni að jafn innistæðulausum stærrilæti og heimskulegum hroka og þú reynir að fela þig og málefnalegt gjaldþrotið á bak við.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 20:57
Páll , Jón Valur og "Guðmundur 2," hér er lítil lesning. Samkvæmt venjulegum skilningi eruð þið þrír eða tveir utan við íslenskt flokkakerfi en samt góðar kveðjur.
"
29.10.10
Sjá roðann í fjáraustri
Hér er um mjög alvarlegan misskilning að ræða. Aðlögunarferli Íslands að regluverki og stofnanakerfi ESB hófst árið 1994 með aðild okkar að EES samningunum og er talið að því sé 70% lokið. Aðlögunin heldur samt áfram dag frá degi með upptöku nýrra lagabálka ESB án þess að við Íslendingar höfum nokkuð um þá að segja. Þetta er vissulega gróf ögrun við lýðræði í landinu.
Á síðustu sextán árum hafa milljaraðarnir streymt hingað frá Brussel. Íslensk sveitarfélög, félagasamtök, bændur, nýsköpunarfyrirtæki, opinberar stofnanir og óteljandi vísindamenn og listamenn hafa verið að taka við peningum frá ESB án þess að roðna eða blána. 7. rannsóknaáætlun ESB, Almannavarnaáætlun, Daphne III - gegn ofbeldi á konum og börnum, Evrópa unga fólksins, eTwinning - rafrænt skólasamstarf, Progress - jafnréttis- og vinnumálaáætlun, MEDIA Kvikmynda-, sjónvarps- og margmiðlunaráætlun ESB, Menningaráætlun ESB og Menntaáætlun ESB eru dæmi um þau nöfn sem ESB gefur lítt dulbúnum mútugreiðslum sínum.
Þá má ekki má gleyma öllum þeim þúsundum af ungmennum sem hafa verið að fara til lengri eða skemmri dvalar í Evrópusambandslöndum í gegnum ERASMUS námsmannaskiptin. Boðsferðirnar sem ungir Alþýðubandalagsmenn fóru í forðum tíð til Austur-Evrópu og Sovétríkjanna eru barnaleikur í samanburði. Sú staðreynd að meirihluti þjóðarinnar vill fá að sjá aðildarsamning sýnir hve ESB hefur orðið vel ágengt í lymskufullu áróðursstarfi sínu. Þjóðin er engan vegin fær um það lengur að ræða þetta mál á hlutlægan hátt, hvað þá að greiða um það atkvæði. Lýðræðinu er best borgið með því að koma í veg fyrir að lýðurinn fái að ráða."
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 21:11
Guðmundur 2 Gunnarsson þér er velkomið að ræða þetta málefnalega en ef það er þér ofraun þá er það líka allt í lagi, þá geturðu bara kallað mig hrokafullan og látið þar við liggja.
Hér eru nokkrir punktar sem ykkur ESB andstæðingum virðist vera mjög hugleiknir. Ég setti categorized ofan í einn slíkann á þessum link, ef þú hefur við einhverju að bæta við þá er þá er ég tilbúinn í slaginn.
http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1109260/
Alltaf gaman að ræða við ykkur heimsýnarmenn, jafnauðvelt að rökræða við ykkur eins og að stela sælgæti af kornabarni.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 21:23
Ég gæti alveg trúa þér til að stela sælgæti af kornabarni !
Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 21:44
Já já, bara meira af því sama. Heimsýnarmenn í hnotskurn, þvælast með eitthvað farsabull á bloggið en um leið og menn setja ofan í þá, þá fara menn að reyna snúa umræðunum upp í rugl og einhverskonar trúðaskap.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 21:55
En í alvöru, Jón Bjarkan, forfeður þínir hefðu ekki verið ánægðir með það, að afkomandi þeirra gengi til liðs við þá sem vilja leggja Ísland inn í evrópskt stórveldi, byggt upp að mestu (73,39%) á atkvæðavægi* tíu fyrrverandi nýlenduríkja (önnur 17 ríki fá þar samtals 26,61% atkvæðavægi).
* Frá og með valdaukningu margra þeirra í ráðherraráðinu árið 2014.
Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 22:01
Ef menn leita að rökum og rökleysum í sambandi við þessi mál (þ.e. um kost og löst á ESB-stefnunni) hér á síðunni, þá tel ég þig einna sízt geta geipað hér, nafni, og ekki hefurðu enn reynt að leggja til lags við mínar röksemdir.
Jón Valur Jensson, 30.10.2010 kl. 22:05
Þetta er alveg einstaklega hemskuleg útleggin á klausunni sem vitnað er í í svokallaðri ,,frétt" í LÍÚ málgagninu Dabbapósti.
Það fer alveg að vera hægt að ganga útfrá því að Andsinnar eru miður gefnir en annað fólk og ófærir um málefnalega umræðu.
Þeir fara í hvert gönuhlaupið af öðru og eru með allt á hælunum og rúmlega það.
Það er ekkert að þessari klausu og enganveginn hægt að skilja eins og Andsinnar túlka. Þetta ber að skilja sem EU ætli að halda EU borgurum upplýstum um viðkomandi atriði, þ.e. stækkun EU. Allt og sumt. Öll ósköpin. Á það kannski að koma flatt uppá EU borgara þegar Ísland verður aðili að sambandinu? Bara: Ha? Ísland komið í EU?. Meira ruglið í ykkur alltaf. Þið eruð hlægilegir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2010 kl. 22:31
Já forfeður(ef þú ert að meina eitthvað frá eldra en á 20. öldinni) mínir voru líka ómenntaðir sveitamenn upp til hópa sem kunnu ekki að lesa hvað þá hefðu internetið í upplýsingaöflun og þess háttar þannig að ég ætla að vona ég, og meira segja þú, hafir nú eitthvað meira vit í kollinum en mínir eða þínir forfeður. Þetta eru rök sem ég hef oft tekið eftir í umræðunni í Bandaríkjunum en það er auðvitað fráleitt að halda það að menn á 18. öldinni hafi eitthvað nálægt því möguleika að vega og meta hvað sé best fyrir þjóðina hverju sinni.
Ekki það að ég kunni ekki að meta arfleifð forfeðra okkar, elska út af lífiniu fornbókmenntir íslendinga og kann vel að meta þína kunnáttu á íslenskri tungu þrátt fyrir að ég sé ósammála þér í nánast öllu, alveg sérstaklega utanríkismálum og trúabrögðum.
En svo það sé frá.
Varðandi atkvæðavægi, margt hefur nú verið hjalað af ykkur heimsýnarmönnum um lýðræðismál í ESB. Í fyrsta lagi þá hafa smáþjóðir eins og íslendingar miklu meira vægi innan ESB en gæti talist eðlilegt í lýðræðisríki. Ekki misskilja það sem svo að ESB sé ekki fullkomið lýðræði vegna þess að venjulegt fólk eins og ég og þú sem vinnur í stofnunum ESB sé einfaldlega svo vont fólk að vilji eyðileggja lýðræði eða ganga gegn vilja meirihlutans. Eina ástæðan fyrir því að hver þjóð fær sinni fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB(þó strangt til tekið hann sé fulltrúi ESB en ekki þjóðanna sjálfra) er til einmitt að vernda hagsmuni smærra þjóða, einmitt eins og íslands.
(copy-paste frá öðru bloggi, er svo þreyttur að leiðrétta ykkur)Það eru enginn ólýðræðisleg vinnubrögð í ESB, ekki frekar en í Hæstarétti Íslands eða Seðlabankanum. Þetta er farsarugl í esb andstæðingum sem ratar aðeins inn hjá fólki sem veit ekkert um ESB. Um leið og evrópuþingmaður myndi stinga upp á að gera ESB að lýðræði(það er að segja federal ríki eins og USA), þá myndu þú og þínir líkir stökkva upp á lappirnar og kalla kommúnismi og fasismi. ESB andstæðingar vilja tala um skort á lýðræði í ESB því fólki finnst vænt um lýðræði því það er falleg hugsjón sem við öll byggum kerfi okkar á, en þessir sömu menn vilja ekki gera ESB að lýðræði, jafnvel þó þeir halda því fram. Það væri svona eins og við myndum fara að keppast við að gera Sameinuðu Þjóðirnar að lýðræði, með Kínverja og Indland með helminginn af atkvæðunum.
Auðvitað fær ekki Illionois nánast því nálægt eins mörg neitunarvöld eins og Lúxembourg fær. ESB er stútfullt af neitunarvöldum, allt of mörgum, man ég til dæmis að eitt neitunarvaldið sem fellt var úr gildi með Lissabon sátmálanum var neitunarvald Breta á sameiningu Vestur og Austur Þýskaland. Lúxembourg getur þvert neitað að taka inn Tyrkland til að taka dæmi. Lúxemborgari er framkvæmdarstjóri Eurogroup, allra ríkja Evrunnar. Luxembourg er með fastan fulltrúa í framkvæmdarstjórninni(þar sem tillögur fyrir lýðræðislega kosið þing eru lögð fram í sátt og samlyndi allra framkvæmdastjóra). Lúxembourg er með miklu fleiri þingmenn á hvern íbúa í brussels en stærri ríki.
Er þetta lýðræði? Að sjálfsögðu ekki, en þetta er einmitt sett upp á "ólýðræðislegan" hátt til að áhrif færist yfir til smærri þjóða, einmitt eins og Íslands.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 22:34
Ps. svo er þetta alveg einstök frekja og yfirgangur í ykkur. Ætlast til þess að EU fari að styrkja lygar Heimsýnar og hálfbjánaþvælu sem þaðan kemur. Fáheyrð frekja. Það er nú víst nóg að almenningur á íslandi sé látinn borga fyrir þetta í gegnum LÍÚ hyskið þó ekki séu lagðar byrðar á EU boragara þessu viðvíkjandi líka.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2010 kl. 22:37
Það að Íslendingar séu 70 - 80% inn í Evrópusambandinu er mýta. Það regluverk sem við höfum tekið upp frá ESB telur 21,7%. Við aðlögunarferlið er þess krafist að Íslendingar taki upp 90.000 blaðsíður til viðbótar við rúmlega 2000 blaðsíðna bók sem er Lagasafn Íslands. Þar af er stjórnarskráin okkar um 8 bls á meðan stjórnarskrá EU (Lissabonsáttmálinn) er um 260 síður.
Þeim sem telja hag Íslands betur borgið utan ESB vilja einfaldlega að þjóðin hafi fyrsta og seinasta orðið. Þá er krafan sú að þegar Íslendingar kjósa sér fulltrúa á stjórnlagaþing gætu þeir í leiðinni sagt af eða á með aðlögunarferlið. Það er meira lýðræði en þegar óvinsæl ríkisstjórn tekur þessa stóru ákvörðun með naumum þingmeirihluta og frekjugangi.
Þegar Evrópusambandið opnar hér upplýsingaskrifstofu rennur fjármagnið þaðan út og mun Evrópusambandið sjálft sjá um áróður til þess að verða ekki lagalega skuldbundið til þess að veita fé í þau félög sem berjast gegn aðild Íslands að ESB.
hh (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:46
Það reyndar segir ýmislegt um stjórnarskár Íslands. Ekki gleyma því að við erum að fara í þetta stjórnlagaþing vegna þess að stjórnarskrá, er samkvæmt þjóðinni, meingölluð.
Það er mjög auðvelt að rugla þjóðinni í þessum ESB reglum eins og þú ert að reyna að gera núna. Það er fullt að lögum í ESB sem við þurfum aldrei að taka upp. Þú ert til dæmis að gefa í skyn að við séum að taka up 21,7% af lögum en Svíþjóð sé að taka upp 100% af lögum ESB. Það er margt af lögum ESB sem kemur okkur einfaldlega ekkert við, skógarhögg í Búlgaríu, hafnarreglur í miðjarðarhafinu og svo framvegis og svo framvegis.
Bretland tekur til dæmis upp mjög svipað magn af ESB reglum en við, þar sem þeir eru ekki hluti af evrunni, en þeir eru hluti af ESB(svo meðfylgjandi landbúnaðar og fiskveiðilöggjöfin) en þeir er ekki hluti af Schengen eins og við. Eiríkur Bergmann gerði einhvern tímann rannsókn á þessu og ég man ekki hvað talan var, held það hafi verið að við hefðum tekið upp 85% af reglum ESB sem Svíar hefðu tekið upp. Þetta hlutfall væri alveg örugglega minna ef við miðiðum við Dani(tengdir evrunni eins og þeirra frábæri efnahagur vitnar til um) eða Frakkland(með evruna.).
ESB sér ekki um neinn áróður. ESB sér um að koma réttum upplýsingum í gegnum lygaáróður LÍU og bændasamtakanna. Sérð þú einhverstaðar skilti hér í reykjavik sem eru fjármögnum af ESB sem segja: "ESB, Já Takk."
Jón Gunnar Bjarkan, 31.10.2010 kl. 00:06
Jón Gunnar: Það er misskilingur hjá þér að í lýðræði eigi að felast alræði meirihlutans.
Ég gæti vissulega útskýrt það frekar, en þar sem þér líkar ekki við langa „copy-paste“ texta sleppi ég því.
Ómar Bjarki: Til hvers í ósköpunum þarf að eyða milljörðum Evra til þess að kynna ESB ef það er svona gott, skynsamt, fullkomið og svo framvegis?
Fyrir þetta borga víst íbúar meginlandsins.
Á síðustu árum hafa margir gagnrýnt fjáraustur þeirra sem fara í prófkjör og svo framvegis. Ert þú ósammála þeim sem þá skoðun hafa, eður telur þú það hugsanlega ekki sambærilegt?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 00:40
Það er lítið sem ekkert að stjórnarskrá lýðveldisins. Hún er að mörgu leiti mjög góð, en stjórnmálamenn hafa jafna gleymt því að fara eftir henni. Það eru örfá atriði sem mætti skerpa á, án teljanlegra breytinga. Ég mun kjósa þá sem ætla að passa upp á plaggið okkar.
Af hverju hefur Evrópusambandið verið að setja reglur varðandi skógarhögg í Búlgaríu eða hafnarreglur í Miðjarðarhafinu? Er það hlutverk Evrópusambandsins að setja reglur í fullvalda ríkjum? Eru ef til vill ríki innan ESB búin að glata öllu sínu fullveldi og leggjast undir lög yfirþjóðlegs valds eða stjórnsýslu sem staðsett er í Brussel?
Ég frábyð mér það að ég sé að rugla fólk í einhverjum tölum og rétt skal vera rétt. Ísland er í aðlögunarferli við Evrópusambandið og þarf því að taka upp þetta 90.000 síðna reglufargan.
Það myndi spara tíma og peninga ef að Lissabonssáttmálinn yrði sendur inn á hvert heimili í landinu. Flestir þeir sem leggjast hvað mest yfir Evrópumálin verða afhuga aðild Íslands að ESB.
Mér er nokk sama um þessa upplýsingaskrifstofu að öllu leiti nema peningaaustrinu í aðra áttina. Það, eins og Páll Vilhjálmsson bendir réttilega á, er ögrun við lýðræðið.
Verst fyrir Evrópska borgara sem punga út fyrir stjórnsýslunni í Brussel án þess að hafa nein áhrif á stjórnkerfið og bruðlið t.d. ætla kommisarnir að eyða helmingi meira fé í skemmtanir núna en þeir gerðu í fyrra.
kv hh
hh (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 00:45
Þeir þurfa kannski aukinn skemmtanaskatt vegna allra þessara Íslendinga úr ráðuneytunum, ASÍ, verkalýðsfélögum, fyrirtækjum, stjórnmálaflokkum, atvinnurekendasamtökum, listagrúppum, háskólunum, af Baugsmiðlunum og nú jafnvel úr bloggheimum, þessum sem þeir eru endalaust að bjóða til sín að skoða alla dýrðina. Bara Árni Þór Sigurðsson alþm. einn sér kostaði þá tíu milljónir í uppihald og ferðir o.s.frv.
Reyndar telja þeir sig vera að fjárfesta, ekki að eyða í einberar skemmtanir.
Utanstefnur viljum vér engar hafa … (að vísu með tölulegri villu þar um mannfjöldann í EB = ESB; þeir eru nú 501.000.000, um 1572 sinnum fleiri en við).
Utanstefnur viljum vér engar hafa (2): Samt hefur HUNDRUÐUM ASÍ-manna verið boðið til Brussel; hvað þá um aðra?!
Utanstefnur viljum vér engar hafa, 3. þáttur
Jón Valur Jensson, 31.10.2010 kl. 01:57
Nei Pétur, ég held að ÞÚ sért að misskilja eitthvað hérna með "alræði" meirihlutans.
Það sem er verið að reyna halda hérna fram er að vegna tímabundins meirihluta afstöðu þjóðarinnar eigi að fara kollvarpa allri stefnu stjórnvalda. Mér þætti gaman að sjá hversu vel slíku banana þjóðfélagi myndi ganga í samfélagi þjóðanna, við getum kannski eitthvað fabúlerað um það, en ekki rætt það á einhverjum skynsamlegum grundvelli því það er ekki nein einasta í þjóð í heiminum öllum sem hagar sér á þann hátt og þannig sem Heimsýnarmenn vilja leiða okkur íslendinga.
Jón Gunnar Bjarkan, 31.10.2010 kl. 02:17
Óttalegt öfgatal er þetta. Heimssýnarmenn eru þjóðræknir menn og þjóðnýtir, og Jón Gunnar Bjarkan hefur ekki komið með eina einustu röksemd fyrir því, að við ættum að láta innlimast í erlent stórveldi.
Þess má geta hér, að í I. bindi Fornbréfasafns (nr. 426) kemur fram það álit Jóns forseta Sigurðssonar, að með þeirri bendingu Magnúsar biskups árið 1224, sem "grunsamt" sé um, þ.e. að kórsbræður í Niðarosi skyldu stefna utan Guðmundi biskupi góða og Hákon konungur og Skúli jarl höfðingum héðan af landi, hafi Magnús "veitt framgáng hinu háskalegasta ráði fyrir frelsi Íslands."
Utanstefnur eru nú sem fyrr háskalegt ráð fyrir frelsi Íslands, og breytir litæu sem engu, að nú eru menn ekki boðaðir með valdi, heldur lokkaðir freistingum og fríðindum.
Þeir menn mega sannarlega ásaka sjálfa sig eftir á, sem falla í þessar freistingar, ef þær reynast eftir á séð hafa stuðlað að falli lýðveldisins fyrir stórveldinu.
En Ísland hefur lengi verið eftirsóknarvert í augum voldugra ríkja, jafnvel Bandaríkjanna á 7.-9. áratug 19. aldar (spáðu í að kaupa landið af Dönum, en töldu sig svo ekki hafa efni á því eftir borgarastyrjöldina) og Rússlands undir lok sömu aldar.
En um þetta var Jón Gunnar sennilega alveg grunlaus, sem og um ágirnd Brusselvaldsins á landi okkar nú. Þó eru fyrir þeirri staðreynd margar heimildir.
Riket i fara heitir góð bók sænsk frá 4. áratug 20. aldar, eftir framsýnan herforingja, fjallar um hættuna sem Svíþjóð stafaði af rísandi alræðisveldum, sem bæði lágu að Eystrasalti, og af þeirri vanrækslu Svía við landvarnir, sem þá hafði verið við lýði. En nú er það íslenzka ríkið sem er í hættu – og ekki sízt af sínum eigin mönnum, sem hér hafa myndað óformlega 5. herdeild erlends stórveldis.
Þeir taki til sín, sem eiga.
Jón Valur Jensson, 31.10.2010 kl. 03:20
Það er athyglisvert að eftir alla áratugina sem ESB sinnar hafa haft til að kynna meint "ágæti" Evrópusambandsins, þurfa þeir að sækja (ræna) sameiginlega sjóði fátækari þjóða til að "kristna" landsmenn, með síðan einstökum hroka og stærrilæti til að reyna að fela málefnalegt gjaldþrotið. Ekki sést hjá ESB útsendurum eitt einasta innlegg sem litast ekki af fyrirlitningu í garð 81% þjóðarinnar sem telur að land og þjóð hafi ekki nokkurn hag á innlimuninni í Evrópusambandið.
Sama fyrirlitningin og Icesave fíklar sem mælast 1,8% hennar hafa sýnt 98.2% sem höfnuðum Icesave farsa ESB.
Málið er að þjóðin veit afar vel út á hvað málið og inngangan gengur, en eitthvað virðist vant uppá bloggsóðasveit Samfylkingarinnar. Fólk kynnir sér Lissabon-sáttmálan, því þar stendur allt um það sem skiptir okkur máli, vegna þess að engar varanlegar undanþágur eru veittar aðildarríkjum frá því sem skiptir einhverju máli fyrir okkur og ESB.
„Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel þegar spurt var út í sjávarútvegsstefnu sambandsins, og Össur gerði sig að fífli með að svara efnislega - Að það væri ekkert mál að semja um varanlegar undanþágur.
Eftir að Össur hafði svarað spurningunni bætti Füle við.: "Að í sambandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins."
Forsvarsmenn ESB hafa alla tíð verið ærlegir gagnvart Íslendingum um það að Ísland yrði með inngöngu í ESB að beygja sig undir sameiginlegar samþykktir ESB. Í fréttablaðinu 8. nóvember síðastliðinn sagði Olle Rehn, stækkunarstjóri ESB að það væru.: "Engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu." Emma Bonino, framkvæmdarstjóri sjávarútvegsmála ESB sagði í viðtali við Morgunblaðið 1995 þegar hún sagði að Ísland fengi ekki full yfirráð yfir fiskveiðilögsögu sinni heldur yrði eins og önnur aðildarlönd að gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Orðrétt sagði hún.: "Meginreglan er sú að sameiginleg stefna er öllum sameiginleg, hvort sem um er að ræða fiskveiðar eða landbúnað. Sami rammi gildir fyrr alla."
Svo mörg voru þau orð. Séð í þessu ljósi þarf vart að undrast þegar rifjuð eru upp orð Norska stjórnmálaforingjans Erik Solheim sem sagði varðandi tvær árangurslausar inngöngutilraunir.: "Það er mjög lítill skilningur innan EB á sérstöðu Norðmanna. Fiskurinn er undirstaða búsetu eftir allri strandlengju Noregs. Þessu hefur EB ekki sýnt áhuga."
Sem sagt. Þjóðin hlýtur að þekkja Lissabon-sáttmálan jafn vel og inngöngusjúkir, og ekkert bendir til að andlegt atgervi slíkra er meira en hennar. Við fáum að naga hákarl og súra punga í einhver 10 ár, en þá verður það stoppað, eins og 76 af 77 undanþágum Maltverja sem eru úr gildi fallnar. Eina undanþágan sem enn er í gildi er sú sama og í fjölda annarra ESB ríkja og ekkert sér Maltversk og hefur álíka merkilega þýðingu og hákarlsát ef það yrði bannað.
Samfylkingin með 19% fylgi landsmanna sækir sér 4 milljarðar + af mútufé frá mun fátækari ESB löndum. Löndum sem ekki er allt sem sýnist og meðal annars þar sem orðið spilling er eitt það fyrsta sem kemur upp í huga almennings í þeim löndum um það sem sameinar þau, enda mælist hún meðal því mesta sem þekkist meðal þjóða sem vilja teljast til þokkalega siðaðra. Á þeim lista skorum við lágt og sennilega er það ekki spillingin okkar sem ESB er eftir þegar þau bjóða okkur velkomin. Sem og er meirihluti þeirra sem þar búa innan Evrópusambandsins, óánægðir með veruna í ESB og upptöku evrunnar.
Sem sagt að inngönguóðum hefur ekki tekist að sannfæra nema að mesta lagi hvern annan um ágæti málsins í tug ára, og þá dugar ekki minna em milljarðarnir 4 +, að ógleymdri tugmiljóna auglýsingaherferð sömu fyrir kosningar undir dulnefni sem aldrei var gefið upp hverjir greiddu. Það þarf engin að velkjast í vafa að peningarnir komu frá ESB. Í daga gráta inngöngusinnar hátt yfir einhverju flettiskilti úti í móa sem varað er við ESB, og benda á að það er réttlætanlegt að taka við milljörðunum 4 + vegna þessa... og algerlega sambærilegt... (O:
Það breytti ekki neinu um hvort að greiðslum yrði skipt á báðar fylkingar jafnt með og á móti. Það er jafn fáránlega aðför og afskipti af utankomandi þjóða af innanríkismálefnum þjóðarinnar og þá af óvinveittum þjóðum skoðunum að minnsta kosti 81% landsmanna. Sama á við ef Kínverjar, Rússar eða Bandaríkin sæju ástæðu til að leggja milljarða í að vara okkur við inngöngunni og ágæti þess að ganga í bandalag við þá í stað. Fáránleikafarsinn er þess eðlis að hálfa væri nóg og spillingarþörf Samfylkingarinnar hefur náð enn hærri og ógeðfelldari hæðum.
Stjórnvöld ákváðu að setja peninga í að kynna málstað Íslendinga erlendis í Icesave deilunni. Lagaprófessorarnir Stefán Már Stefánsson, Sigurður Líndal og Lárus Blöndal hrl. reyndu að fá af þeim sjóð til þýðingar á greinum sem þeir höfðu skrifuð um Icesave. Þeim var ekki svarað af fjármálaráðuneytinu sem sá um málið. Þórólfur Matthíasson Samfylkingarhagfræðingur, mun meðal annarra ekki mætt sama tómlæti hjá ráðuneytinu til að drulla yfir land og þjóð í erlendum fjölmiðlum, sem svar við grein Evu Joly. Peningurinn rann einungis í að kynna hlið stjórnvalda og 1.8% þjóðarinnar. Allt fyrir ESB.
Hverju veldur að Samfylkingin og Össur hafa kosið að koma ekki hreint fram við þjóðina í þessum málum og afgreitt þau eitt skipti fyrir öll, í stað þess að láta forráðamenn ESB nudda þeim upp úr lygunum í hvert sinn þegar þeir eru spurðir einhverra spurninga af öðrum miðlum en ESB hlynntum? Jú, því að sannleikurinn þýðir að málið er steindautt og Samfylkingin í leiðinni. Það er það sem Vinstri grænir hafa gert sér grein fyrir og ef þeir ætla ekki sömu leið, þá þurfa þeir að fylgja fast eftir dagblaðaauglýsingunum þar sem málsmetandi flokksmenn skora á að aðlögunarferlið verði stöðvað strax.
Einfeldningar geta talið sér trú um að Steingrímur J. og þingmenn flokksins standi fyrir utan málið. Þetta er einfaldlega seinasta hálmstráið fyrir flokkinn, þar að segja ef það kemur til með að duga? Steingrímur sveik kjósendurna sína. hann mun ekki veigra við að svíkja kjósendur Samfylkingarinnar ef þess þarf.
Óheilindin gegn þjóðinni skýra sig best í Iceave framgöngu Samfylkingarinnar og ESB sem 98.2% þjóðarinnar rassskellti hana vegna þessa í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Frammámenn í Evrópusambandinu hafa ítrekað sagt að Icesave og ESB er sín hvor hliðin á sama peningnum. Um það er ekki deilt nema ef til vill hjá 1,8%.
Það góða við vond vinnubrögðin, er að þau eru dæmd til að springa framan í andlitið á þeim sem bera ábyrgðina. Satt að segja held ég að ESB eigi töluvert betra skilið en hálfvitagengi Samfylkingarinnar með félaga Össur fremstan í flokki, sem eru jafn traustvekjandi og lyfja og sprautufíklar væru fengnir í afgreiðslu í lyfjaverslun. Sjálfur var ég langt því frá að vera fráhverfur á ESB möguleikann, en með að hafa kynnt mér málið og eftir að haf fylgst með óheilindum inngöngusinna og meðan Samfylkingin og Össur ráða för er ég harður andstæðingur. Því miður eiga þau enga samleið með sannleikanum og það þarf ekki snilling að sjá að útkoman verður eftir því. Eftir heiðarlegu ESB umsóknarferli skal ég bíða með opnum hug, ef að þeir sem fara síðan í samningsverkið eru bæði með og móti og hlutlausir gagnvart inngöngu. Ekki bara ESB fíklar sem vita best að þeir eru búnir að vera ef ekki gengur að kristna þjóðina.
Til öryggis gekk Samfylkingin svo frá hnútunum að þjóðaratkvæðagreiðslan sem sögð er að eigi að fara fram í lokin, er aðeins ráðgefandi en ekki bindandi. Og hvers vegna skyldi Samfylkingin hafa séð ástæðu til að sá varnagli yrði á...???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:08
Mjög góð samantekt hjá þér, Guðmundur, hér framarlega í innlegginu, um óhvikula stefnu ESB, sem við fengjum enga undantekningu frá; gott að hafa þessi ummæli geymd á einum stað; og margt annað er mjög sterkt og gott hjá þér í þessu ýtarlega innleggi, t.d. met ég það svo mikils, sem þú segir um Icesave, að eg vil biðja þig leyfis að fá að birta þá hluti á vef Þjóðarheiðurs – annaðhvort gæti ég tínt þá saman hér eða þú skrifað heildstæða grein um það mál.
Jón Valur Jensson, 31.10.2010 kl. 15:17
Þeir rökþrota sem eru að missa sig yfir flettiskilti úti á túni sem hvaða einstaklingur sem er gat hafa pantað og sett upp og kostar einhverja tíuþúsundkalla, og leggjast svo lágt að réttlæta 4 + mútur og áróðursmilljarðanna vegna þessa, þá er ágætt að minna viðkomandi á að það þarf ekki merkilegan spunameistara á vegum inngöngusinna til að sjá til þess að skiltið verði sett upp og nýtt síðan í jafn barnalegan áróður og ESB inngönguhrokagikkir og hugsuðir eru fastir í og ber ekki endilega vott um mikla dýpt.
Fyrsta trikkið í 101 áróðri að búa til óvin, strámann, ástæðu til að getað svarað að hörku og stjórna umræðunni og kennt öðrum um, þó svo að samanburðurinn er með slíkum eindæmum að maður freistast til að halda að þeir sem reyna að bera saman skiltið góða og 4 + milljarðanna hljóta að vera að gera að gamni sínu frekar en að einhverjir aðrir annmarkar ráði ferð.
Kannski vilja inngöngusinnar í skýra út tilurð miljónatugina sem voru settir í fjölmiðlaherferðina fyrir kosningar til að dásama ESB...??? Þar sem pólitískum andstæðingum var stillt saman í heilsíðublaðaauglýsingum og í öðrum miðlum sem samherjar í ESB drauminum, og þá hvers vegna inngönguandstæðingar hafa ekki einu sinni nennt að velta sér uppúr hvaðan þeir peningar komu.... ???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:54
Sæll Jón Valur. Þú pústlar saman því sem þér hentar úr þessi.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:56
Var að hlusta á Útvarpsfréttir áðan. Þar kom fram að Bændasamtökin hafa styrkt Heimssýn nær frá upphafi. Nú síðasta ár um hálfamilljón auk þess sem að Bændasamtökin fjármagna auglýsinga eða kynningaefni fyri Heimssýn. Sem og hef ég heyrt að LÍÚ standi þétt við bakið á Heimssýn. Því er ljóst að Heimssýn er rekið af hagsmunasamtökum Bænda sem eru um 4000 og Útgerðamanna sem eru kannski um 2000. Eiga þessi fáumennu hagsmunahópar að ráða framtíð Íslands? Eiga þeir að segja okkur hvað eru fyrir bestu? Nei takk!
Magnús Helgi Björgvinsson, 31.10.2010 kl. 18:22
Og allt tekið af almannafé.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.10.2010 kl. 18:55
,,Bændasamtökin styrktu Heimssýn um hálfa milljón króna á síðasta ári með beinu fjárframlagi, auk þess sem samtökin greiddu almannatengslafyrirtæki um hálfa milljón króna vegna ráðgjafarstarfa fyrir Heimssýn. Ennfremur er Heimssýn að auglýsa án endurgjalds í Bændablaðinu." (RUV)
Djöfull er að sjá þetta. Svo vill þetta lið að almenningur í evrópu fari að borga fyrir lygar þeirra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.10.2010 kl. 19:13
Þið eruð ótrúlegir Magnús og Ómar, og grátbroslegir sem fyrr. Bændasamtökin tóku skýrt fram að féð er fengið af frjálsum framlögum en ekki frá ríkinu. Slíkt hlýtur að koma fram í ársskýrslu sambandsins sem ríkið hefur undir höndum og forsenda þess að styrkir fást, á nákvæmlega sama hátt og allar aðrar styrkveitingar ríkisins. En auðvitað hafið þið ekki minnstu hugmynd um slíkt.
Aftur á móti er ástæða til að minna ykkur snillingana á að 1 milljarður af almannafé hefur verið borgaður til Evrópusambandsins sérstaklega upp í 4+ milljarðanna sem það ætlar að nota til að kaupa stuðning við inngönguna hérlendis. 1 milljarður út og 4+ til baka.
Ofaná er upphæðin sem talað er um 1 - 2 milljarða sem fara í bjölluatið í Brussel og jólasveinaævintýrið "að kíkja í pakkann". Samtals eru það 3 milljarðar sem ég og aðrir í 81% andstæðingum aðildar ber að borga fyrir fáránleikafarsa ykkar 19% inngöngufíkla, sem augljóslega gera sig ekki hérlendis.
Endilega svarið að ykkar einstöku snilld, sem er það besta sem við andstæðingar getum fengið til að sýna fram á hversu vonlaust málið er. Bestu sölumenn þess að þjóðin hafni inngöngu í Evrópusambandið, og ómetanlegir sem slíkir. - Fyrir það ber vissulega að þakka.... (O:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 19:19
Ekkert af því fjármagni sem rennur til Heimssýnar frá Bændasamtökum Íslands er tekið af almanna fé, heldur af sjálfsaflafé Bændasamtakanna. Ef einhver lesandi þessa pistils heldur það að Íslenskir bændur vilji aðild Íslands að ESB og telur það þjóna hagsmunum sínum er sá lesandi á villigötum.
Bændasamtök Íslands eru hagsmunasamtök bænda og ekkert óeðlilegt við þessa styrki í formi auglýsinga og smá aura til Heimssýnar. Það veldur mér hinsvegar vonbrygðum hversu lágar upphæðir er um að ræða.
Fréttastofa RÚV sem rekin er fyrir almanna fé fær hinsvegar last fyrir að rýna ekki í fjárframlög til Evrópusamtakanna og Sterkara Íslands. Þá er skortur á hlutlausri og fræðandi Evrópumálaumræðu á RÚV.
Vona að Bændasamtökin sjái sér fært að styrkja Heimssýn frekar í baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
kv hh
hh (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 19:26
Það er upplýst núna að allar lygar heimóttasýnar eru borgaðar af almannafé og linnulaus áróður þess allur. Upplýst. Bæði af bændasamtökum og ekki síður LÍÚ-hyskinu sem borgar með fiskkvóta er þeir hrifsuðu til sín úr höndum þjóðarinnar. Og ekki kæmi á óvart þó þeir mútuðu hægri vinstri þessi hryllingssamtök. Almenningur borgar fyrr þetta allt saman með einum eða öðrum hætti. Og frekjan og yfirgangurinn er svo óhugnalegur að nú ætla þeir að heimta að EU borgarar farið að greiða fyrir lygarnar. Þetta er aumt andskotans lið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.10.2010 kl. 19:55
Það er greinilegt að þú hefur misskilið fréttina og einnig sleppt því að lesa það sem stendur hér í athugasemdakerfinu, Ómar Bjarki. Það eru fjölmargir einstaklingar sem styrkja Heimssýn fjárhagslega. Þetta fjármagn er ekki almannafé og þér óviðkomandi, þannig að þú getur andað örlítið léttar.
Hinsvegar eru það evrópskir borgarar sem halda uppi stjórnsýsluapparatinu ESB og punga út fjármagni ma. í skemmtanir, boðsferðir og upplýsingaskrifstofu á Íslandi. Það gerist á meðan nokkuð stór hluti Evrópubúa sveltur og frýs í hel.
hh (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:12
Athyglisvert að ESB trúðarnir 2 treysta sér ekki nema í barnalaugina.
Er sammála hh að smáaurarnir sem Heimsýn fá frá Bændasamtökunum eru algerlega úr öllu samhengi við það sem ESB sinnar hafa umleikis og áhyggjuefni. Myndi ekki einu sinni duga fyrir birtingu og gerð einnar auglýsingar ESB sem voru gerðar fyrir kosningar og birtar nafnlausar, og fylltu alla fjölmiðla, og sýndu 2 ólíka aðila hver hvað stjórnmálaskoðanir varðar, en sameinuðust í spillingarbælinu ESB.
Ef að þessi 81% þjóðarinnar getur ekki veitt meiri mótspyrnu eð með einu flettiskilti og milljón, þá er erfitt að sjá hvernig er hægt að verjast mútufé Evrópusambandsins uppá 4+ milljarða og 2 - 3 milljarða úr okkar vasa sem stjórnvöld stela. Vonandi hafa beinir hagsmunaaðilar eins og LÍÚ dug í sér að leggja eitthvað mun meira til sem og allir sem eru aflögufærir. Vonandi hafa önnur ríki sem hugnast ekki heimsveldisbrölt Evrópusambandsins dug í sér að leggja í púkkið fyrir 81% þjóðarinnar sem sér engan hag í inngöngu, vegna ofbeldis Evrópusambandsins og einstakalega ógeðfelda og sennilega kolólöglega íhlutun þess í innanríkismál þjóðarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:20
Góður er málstaður ykkar, Guðmundur og hh, sem þið talið hér fyrir, og aumlegur að sama skapi málflutningur Ómars Bjarka, hins króníska ESB-talrörs, og Magnúsar Helga. Hlálegt líka, að Rúvarar, með sína 3,6 milljarða úr vösum almennings og jafn-veikir fyrir fyrir því að láta renna þar í gegn ESBé-áróður endalaust, svo á öldum ljósvakans sem á Rúv-vefsíðunni, skuli vera að fetta fingur út í að bændur styðji Heimssýn af eigin fé með smáaurum í samanburði.
Hvers vegna var Rúv-nefskatturinn EKKI minnkaður, heldur aukinn í ár?! Vegna þess að Rúvarar eru margir vilhallir stjórnvöldum, en einkum þó vegna þess að þar er áberandi ESB-slagsíða á ýmsum þáttum, fréttaflutningi og dagskrárgerð. Þetta gerist þrátt fyrir að fyrirtækið er í eigu íslenzka ríkisins, lýðveldisins, sem nú liggur undir álagi þeirra, sem vilja stjórnarskrá þess feiga vegna þeirra fullveldistrygginga sem þar er að finna!
Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 01:10
Er hið svokallaða lýðræði á Íslandi ekki einmitt svona?
Mismiklir fjármunir til að auglýsa og kynna sig á bakvið frambjóðendur í öllum kosningum hvaða nafni sem þær nefnast?
Það er alveg eins þegar kemur að ESB eða ekki ESB!
Valgerður (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 12:07
Jón Gunnar Bjarkan segir hér fyrir ofan; já forfeður (ef þú ert að meina eitthvað frá eldra en 20. öldin) mínir voru líka ómenntaðir sveitamenn upp til hópa sem kunnu ekki að lesa".
Þetta lýsir mikilli vanþekkingu á sögu eigin þjóðar, nema þessi ágæti drengur eigi öðruvísi forfeður en aðrir íslendingar.
Það er ekkert nýtt að útlendingar sýni Íslandi áhuga, enda eru hér dýrmætar auðlyndir í formi orku, fiskistofna og mannauðs. Fyrr á þessu ári kom út bók sem ber titilinn "The future History of the Artic" eftir Charles Emmerson.
Í þeirri bók er fjallað um vilja Bandaríkjamanna til að kaupa Ísland af Dönum eftir miðja nítjándu öld, en fallið var frá kaupunum sökum mikils kostnaðar við borgarastríðið.
Glöggt er gests augað, sá sem skoðaði Ísland og íslensku þjóðina fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna sagði landið ríkt af dýrmætum auðlyndum, einnig að íslendingar væru vel menntaðir upp til hópa, ekki var mikilli skólamenntun fyrir að fara, en að hans mati voru landsmenn vel menntaðir; "vegna heimanáms og vegna ástar sinnar á stjórnskipulögðu frelsi". Vitað er að læsi hér á landi meðal almennings var frá öndverðu mun almennara en í öðrum löndum hér fyrr á öldum.
Vitanlega sjá Brusselmenn svipaða hluti og fulltrúi Bandaríkjastjórnar á þessum tíma.
Þetta snýst fyrst og fremst um það, hvort við viljum ráða okkar málum sjálf og hvort við treystum okkur til þess, eða hvort við viljum láta ESB sjá um okkar mál.
Báðir kostirnir fela í sér kosti bæði og galla, þannig að fólk þarf að gera það upp við sig hvor kosturinn er valinn.
Vonandi bjóða sambandsinnar í náinni framtíð upp á betur upplýsta fulltrúa heldur en þeir gera í dag. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að þekkja til eigin menningar áður en farið er að fræða fólk um kosti og galla sambandsins.
Jón Ríkharðsson, 7.11.2010 kl. 17:33
Frá tíma Ludvigs Harboe um miðja 18. öld var öllum gert að læra að lesa hér á Íslandi. Næstum allir Íslendingar kunnu að lesa á 19. öld og áfram.
En þú ert ekki mjög sammála Jóni forseta Sigurðssyni, Jón Ríkharðsson, ef þú hyggur mikla kosti í því fólgna að ráða EKKI málum okkar sjálfir.
Ég verð samt að þakka þér hörkugóða frammistöðu þína í þætti Guðmundar Franklín Jónssonar á Útvarpi Sögu fyrir hádegi þennan nýliðna laugardag, ég hlustaði á margt hjá þér þá og afganginn í endurflutningi núna eftir miðnættið.
Jón Valur Jensson, 8.11.2010 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.