Laugardagur, 30. október 2010
Þjóðstjórn að efni en ekki formi
Ríkisstjórnin leggur sig í líma við að sýnast viljug til samráðs við allt og alla. Jóhanna Sig., Steingrímur J. og föruneyti fengu á kjammann við þingsetningu fyrir mánuði og hafa þess vegna í bili lagt af hrokastjórnarhætti og bjóða endalausa fundi um landsins gagn og nauðsynjar.
ASÍ er hlynnt samráðsstjórnmálum enda nýbúið að ,,tunna" landsþing þeirra og sjálfstraustið i samræmi. Ekki þarf að spyrja að félögum þeirra í röðum samtaka atvinnurekenda, þeirra eini möguleiki til að fá áheyrn er að fela sig í þjóðstjórnarkór.
Við höfum sem sagt þjóðstjórn að efni en ekki formi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. lifir fyrst og fremst vegna sameiginlegrar fóbíu stjórnmálastéttarinnra við kosningar. Rökrétt er að stjórnin bjóði víðtækt samráð, hún hefði mátt gera það mun fyrr.
Áttu fund með Jóhönnu og Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.