Föstudagur, 29. október 2010
Tölvutækir frambjóðendur; nú er það spurning um málefnin
Kjörstjórn birti nöfn frambjóðenda til stjórnlagaþings og gerði það á pdf skjali sem er fremur óþjált að vinna með. Guðmundur Ásgeirssson bloggari snaraði listanum á excel-skjal og gerði mörgum góða þjónustu með því. Næsta skrefið er að flokka frambjóðendur eftir afstöðu þeirra til álitamála sem helst eru á döfinni og koma við grundvallalöggjafar landsins.
Eitt mál sem eðlilegt er að frambjóðendur kynni afstöðu sín til er þetta: Er vilji til að herða á fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar, t.d. með því að gera kröfu um aukinn meirihluta þegar um framsal fullveldis er að ræða?
Koma svo, frambjóðendur.
Athugasemdir
Þarna hittirðu á mitt hjartans mál, þess vegna bendir vísifingur minn á hópinn,hvern á fætur öðrum (nafnakall). Þú; já eða nei? Númer? nú dembast inn um bréfalúguna kynninga--miðar.
Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2010 kl. 23:27
Páll Vilhjálmsson kemur enn ekkert á óvart !
Margur heldur nefnilega mig sig !
Eina sem þarfa ekki á þessu ,,stjórnlagaþingi" eru atvinnuþrasarar , því miður eru þeir allt of margir sem eru í framboði !
Það þarf nýja hugsun og alls ekki neina eins og Páll Vilhjálmsson skrifar um !!!
JR (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 23:32
Þú meinar ertu með eða á móti ESB? Á þetta stjórnlagaþing bara að fjalla um aðildina að ESB? Hvað á maður að halda þegar flestar umræður um þetta blessaða þing eru um þetta eina mál. Svo koma nokkur "smámál" eins og t.d. fiskurinn í sjónum og aðskilnað kirkju frá ríkinu. P.S. Ég er ekki í framboði.
Sigurður I B Guðmundsson, 29.10.2010 kl. 23:53
Já á nú að reyna halda íslandi í gíslingu 25% þjóðarinnar. Enginn þjóð er svo vel stæð að það megi ekki finna fjórðung sem gleypir við populisma og hræðsluáróðri eins og þeim sem Heimsýnarmenn reka hér á landi.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 07:24
Jón Gunnar Bjarkan:
Þú segir: "Já á nú að reyna að halda Íslandi í gíslingu 25% þjóðarinnar"
Þetta er nú frekar alveg öfugt hjá þér, því að allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á Íslandi undanfarið 1 ár eða svo hafa sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn ESB aðild landsins.
En fylgið við aðild hefur verið mjög lítið eða ansi nálægt þessum 25% sem þú nefnir, eða verið þetta frá 24% til mest 30%.
Samt er ESB aðildarumsókn enn í gangi og nú er líka að hefjast aðlögunarferli sem ekiki var beðið um í umsókninni.
Ekkert eitt mál hefur sundrað þessari þjóð meira og verr en þessi fjandans ESB umsókn.
Svo sannarlega eru það því rétt hjá þér að það eru einmitt þessi ca 25% sem vilja aðild sem halda þjóðinni í gíslingu ESB krumlunnar og þeirra aftaníossa !
Þó Heimssýn reki öflugan málstað sem stærstur hluti þjóðarinnar styður, þá gerði það ekki útslagið heldur afhjúpaði ESB apparatið sjálft getuleysi sitt og að augu fólk hafa einnig opnast fyrir því að ESB keisarinn er valtur á fótunum og vafrar um sviðið algerlega klæðalaus.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 07:46
Það var meirihluti fyrir því að hefja aðildarviðræður, samfellt í einhver 5 ár þegar við sóttum um, þar að auki var nánast samfellt í þessi 5 ár meirihluti, sem tóku afstöðu, fyrir því að ganga inn og taka upp evru.
Núna þegar í fyrsta skipti þetta fylgi hefur núna snúist við þá viltu að Ísland dragi umsókn sína til baka. Hvernig væri það nú ef Ríkisstjórnir myndi hlaupa upp til handa eftir sveiflum í almenningsáliti. Ætli Ríkisstjórni Bandaríkjanna væri þá ekki búinn að ráðast 6 sinnum á Írak á þessu ári en drægi svo liðið jafnharðann aftur til baka eftir 2 vikur.
Ég bara skill ekki hvað þið eruð svona ofboðslega hræddir við í þessum samningaviðræðum, það er hálf vandræðalegt að sjá fullorðna karlmenn á hlaupum fram og til baka eins og móðursjúkar gamlar kellingar í þessu máli.
Just sit back and enjoy the ride.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 16:56
Hvarflar ekki að neinum að það sé í rauninni verið að dreifa athygli ýkkar frá því sem máli skiptir til þess minna? Halda ykkur uppteknum svo þið haldið að þið séuð eitthvað að gera sem máli skiptir?
Heldur fólk virkilega að þetta stjórnlagaþing komist að miklum óþekktum sannleika sem muni frelsa þjóðina og koma henni upp úr kreppunni? Grunarn enginn stjórnmálaliðið um græsku?
Hvað stoðar fín stjórnarskrá í þeirri stöðu sem við erum í núna? Ekki einu sinni Danakóngur eða Evrópubandalagið gæti bjargað okkur núna úr landflótta og ringulreiðinni framundan. Nú fer fjörið á Austurvelli að byrja fyrir alvöru eftir Selfossdóminn í gær.
Halldór Jónsson, 30.10.2010 kl. 18:32
Jón Gunnar. Fólk lærir af reynslunni þó þú augljóslega gerir það ekki né berð virðingu fyrir skoðun meirihlutans. Hvers vegna ætti þá einhver að taka mark á einhverjum eldri könnunum dag sem sýndu eitthvað annað og þínum skoðunum í hag og hvað þá að samþykkja að hefja upplognar aðildarviðræður (kíkja í pakkann) sem sem reynist vera aðlögunarferli eins og fyrirmenn Evrópusambandsins hafa bent á, ef þú og þínir líkir takið ekki mark á nýrri könnunum sem sýna mun skýrari vilja þjóðarinnar?
Evrópusambandið býður ekki upp á óskuldbindandi viðræður, aðeins aðlögun sem felur í sér að umsóknarríki tekur upp lög og regluverk sambandsins.:
Meir að segja vilja 40% kjósendur Samfylkingarinnar að umsóknin verði dregin til baka.
Í dag er staðan þessi.:
Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB, sem var birt fimmtudaginn 26. ágúst.
45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing).
Þá sýnir könnunin, að aðeins 29% svarenda hér telja, að Ísland hafi hag (would benefit) af ESB-aðild,
58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild,
12% vita ekki.
Traust almennings í öllum ESB-ríkjum í garð Evrópusambandsins hefur stórminnkað. Í flestum aðildarríkjum er vaxandi atvinnuleysis og erfiðleika á evru-svæðinu að því er könnun Eurobarometer sýnir.
Minna en helmingur íbúa ESB-ríkja telur, að land sitt hafi hagnast af ESB-aðild, er þetta minnsti stuðningur við þessa skoðun í sjö ár. Traust í garð stofnana ESB hefur fallið um 6 stig miðað við haustið 2009 í 42%
Að kasta einhverjum milljörðum í einkaflipp, lygavellu og svikaáform Samfylkingarinnar sem fékk 29% atkvæða í kosningunum og mælist í dag með 23%, er glórulaust rugl á meðan fólk stendur í biðröð eftir matargjöfum.
Úr Reykjavíkurbréfi.:
Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst sagði Steingrímur J.:
Mál að linni og málið verði tekið upp þegar heill og heiðarlegur flokkur hefur sannanlega meirihlutafylgi þjóðarinnar til verksins eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 18:37
Já það er svo sem engin nýmæli að þegar maður ræðir við ESB andstæðinga þá fara þeir með umræðuna eitthvert út á
tún svo erfitt er að skila hvað þeir eru að tala um.
Þú segir:
Fólk lærir af reynslunni þó þú augljóslega gerir það ekki né berð virðingu fyrir skoðun meirihlutans.
Hvað ertu að tala um hérna? Læra af hvaða reynslu?
Varðandi að bera virðingu fyrir skoðun meirihlutans þá skulum við ekki vera að rugla umræðuna hérna, það veit hver einasti maður að þetta "draga umsókn til baka" ævintýri ykkar esb andstæðinga hefur akkúrat ekkert að gera með þaðað bera virðingu fyrir skoðun meirihlutans. Það væri nokkuð skondið fyrirbæri ef ríkistjórnin myndi segja sem svo:
"nú er meirihluti fyrir því að aðildarumsóknin verði dreginn til baka, svo við gerum það, en við munum fylgjast með þessum sveiflum þannig að ef þjóðin sveiflast með því að sækja um aftur, þá munum við gera það".
Það væri alveg hlægilegt að fylgjast með ykkur labbkútunum hér á moggablogginu ef umsóknin væri dregin til baka, þjóðin myndi skipta aftur um skoðun og Ísland myndi aftur sækja um. Þetta yrði endalaus sóun á peningum og myndi stórskaða ímynd íslands út á við sem er nú ekki góð fyrir. Þá væri laglínan ekki lengur um að ekki væri verið að bera virðingu fyrir skoðun meirihlutans, heldur væri þá skipt um gír og sagt að ESB "elítan" virði ekki lýðræðið heldur sæki um þangað til að rétt niðurstaða fæst. Þú ætlast þó varla til að nokkur maður fallist á svona bull í ykkur?
Í dag er staðan þessi segir þú og nefnir 4 neikvæðar tilfinningar almennings á íslandi fyrir því að ESB aðild. Nú þá mun íslenska þjóðin einfaldlega hafna aðild að ESB, það er algerlega óþarfi fyrir ykkur að gráta það út í horni.
Varðandi erfiðleika á evrusvæðinu og vaxandi atvinnuleysi. Nenni eiginlega ekki að rekja upp í ykkur ESB andstæðinga öll mótrök fyrir vitleysunni í ykkur. En í stuttu máli er staðan þessi, Ísland hefur farið lang verst út úr þessari kreppu, meira segja langtum verr út úr kreppunni en þau ESB ríki sem verst hafa farið út úr henni eins og Grikkland. Munurinn á grikklandi og íslandi er þessi:
1. Laun opinberra starfsmanna standa í stað í Grikklandi. Sambærilegt högg sem við tókum væri ef Gríska ríkið ákvæði að skera 50% af launum allra starfsmanna í Grikklandi, ekki aðeins opinberra starfsmanna.
2. Grikkir og Íslendingar eru nú að fara í gegnum svipaðar aðgerðir, niðurskurð, skattahækkanir og eftirlaunaaðgerðir. Eini munurinn er að eftirlaunasniðurskurður Grikklands væri talinn eftirlaunabót á íslandi, hækkun á eftirlaunaldri frá 60 árum upp í 63 ár.
3. Grikkir eru hafa um 3 falt meiri hagvöxt en íslendingar og hafa haft seinustu 20 ár(en íslendingar eru tossar í hagvexti miðað við evrópuþjóðir þvert á almenna trú almúgans hér á landi).
4. Íslenska ríkið jók skuldir sínar um 400% við bankahrunið, þjóðir eins og Grikkland voru skuldug fyrir en hafa bætt aðeins við sig og nú eru þessar tvær þjóð mjög sambærilegar hvað varðar ríkisskuldir og fjárlagahalla.
Auðvitað fer atvinnuleysi hækkandi í ESB, allstaðar í heiminum fer atvinnuleysi hækkandi. Hinsvegar er atvinnuleysi svo fáránlega og það vill til, eitthvað töfraorð esb andstæðinga þegar staðreyndin er sú að ekki í neinum heimshluta er minna atvinnuleysi en einmitt í ESB, að þar með talið í ESB eru þjóðir sem er töluvert nýlega byrjaðar að ræsa sig eftir hálfrar aldar kommúnisma sem sýnir alveg merkilega seiglu Evrópubúa. Í esb er atvinnuleysi um 8% að mig minnir, um 9-10% í bandaríkjunum(í raun og veru 13-15% atvinnuleysi í USA þar sem þeir telja ekki þá sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði inn í þessar tölur(stór hópur af fólks í þessari kreppu)). Norður Evrópa er lang ríkasta landsvæði í heiminum, tveimur eða þremur áratugum á undan Bandaríkjunum í efnahagi(mig hlakkar til að einhver deili á þessa staðreynd svo við getum rætt það en það er annar kafli út af fyrir sig).
Varðandi að eyða milljörðum í aðildarferli, þá ætla ég hér að copy og paste frá öðru bloggi, þíð eruð hvort eð er allir með sama farsann:
Ég held nú að ráðherrar VG ættu nú að fara rétta úr sér og fara að fullorðnast við stjórn þessa lands. Ef þeir vilja koma í veg fyrir uppbyggingu í stóðriðju, þá er það fínt, það er bara þeirra stefna og ekkert hægt að setja út á það, en það er ekki nema lágmarksviðleitni sýnd til að koma þessari þjóð aftur á lappirnar að taka þetta fé og setja það í stofnanir landsins til að hægt sé að vinna þá vinnu sem þarf í þessu aðildarferli.
Svo væri líka auðvitað mjög gott, ef hægt væri að beina peningum, hinum raunverulegu mútum, styrkjum til stjórnmálaflokka og áróðursfé LÍU, bændasamtakana og fleiri hagsmunasamtaka í sama farveg, í stofnanir til að takast á við þetta verkefni staðinn fyrir að kaupa skilti sem gerir íslendingum upp skoðanir í Evrópumálum, eins og ESB NEI TAKK, eða styrki sem renna í vasann á þessum sömu stjórnmálamönnu sem er nú alltof heilagir fyri styrki þegar þjóðin á að fá þá, í staðinn fyrir þeir sjálfir.
Tek á þessu Reykjavíkurbréfi á eftir ef það er eitthvað vit í því, stórlega efast um það samt.
Jón Gunnar Bjarkan, 30.10.2010 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.