Föstudagur, 29. október 2010
Valdafylking án siða
Samfylkingin er tíu ára gömul og hefur setið í tveim ríkisstjórnum. Í báðum hefur hún sýnt samstarfsflokkum taumlaust ofríki. Samfylkingin krafðist þess að Sjálfstæðisflokkurinn héldi sérstakan landsfund um Evrópumál annars myndi Samfylkingin sprengja stjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn lúffaði, sem varð honum til ævarandi hneisu, en Samfylkingin sprengdi engu að síður.
Samfylkingin beitti Vinstri græna pólitískri fjárkúgun þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig. var mynduð og krafðist þess að þingmenn Vg sviku stefnuskrá og kjósendur sína með því að fallast á umsókn til Evrópusambandsins.
Mörður Árnason benti á það í greiningu fyrir nokkrum vikum að Samfylkingin hefði snemma tamið sér ofríki og nefndi sem dæmi þegar virkjunarsinnar keyrðu yfir náttúruverndarsinna snemma í sögu flokksins. Í kjölfarið þótti sjálfsagt að virða ekki viðlits mótbárur innan flokks gegn áhuga forystunnar á inngöngu í Evrópusambandið.
Í öllum flokkum þróast umræðuvenjur og siðir sem flokksfólk tíðkar innanbúðar og það hefur áhrif á hvernig það kemur fram útávið fyrir hönd flokksins. Samfylkingin þroskaði ekki með sér umræðu. Forystan tók ákvörðun að undangenginni lítilli sem engri umræðu og niðurstöðunni troðið ofan í kokið á flokksmönnum.
Jón Ólafsson heimsspekingur formaður umbótanefndar Samfylkingarinnar segir flokkinn þurfa að ná tökum á sjálfum sér. Meira þarf til. Samfylkingin þarf að siðvæðast.
Má ekki vera bitlaust snakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki allt lagi hjá þér...??
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 14:12
Því miður er þetta rétt lýsing hjá þér - Ingibjörg Sólrún tróð á þingmönnum flokksins eins og henni sýndist og rak í þá hnífa ekki síður en í Sjálfstæðisflokkinn og þá helst Geir H Haarde sem - því miður - treysti orðum hennar - það voru mistök.
VG er að súpa af sama kaleik og Sjálfstæðisflokkurinn gerði - verði þeim að góðu.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.10.2010 kl. 14:57
Það hlýtur að vera afar erfitt fyrir hörðustu aðildarsinna að samþykkja ógeðfelda framgöngu flokksforystu Samfylkingarinnar í málinu. Hvað þá sem hafa verið hlutlausir. Ef vinnubrögðin hafa verið gerð með vitund og samþykkt ráðamanna Evrópusambandsins, þá segir það allt sem þarf um ágæti þeirra. Með að aðlögunarferlið verður stöðvað núna, þýðir það að flokkurinn er úr sögunni. Ef að þjóðaratkvæði kemur sem gjörtapast, er hann jafn mikið úr sögunni. Þess vegna gera Össur og félagar hvað sem er að koma okkur inn, og hika ekki við að gera það á jafn sóðalegan hátt og Icesave hörmungina.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 15:48
Mér sýnist eftir ummælum Jóns Ólafssonar,lífsspursmál fyrir Samfylkinguna að fara í meðferð, taka 12 sporin.
Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2010 kl. 17:38
Þurfa ekki allir stjórnmálaflokkar að siðvæðast ?
Hefur þú rekist á eitthvað sem hefur breyst ?
JR (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:57
Spyrjir þú mig JR.,nei ekki áþreyfanlega, en nýtt fólk býður sig fram,bind vonir við það.
Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2010 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.