Þriðjudagur, 26. október 2010
Nýtt samfélag í deiglu
Stjórnmálaflokkarnir eru lokaðir fyrir umræðu og þeir keppast við að sitja af sér hríðina. Vettvangur þjóðamálaumræðu færist frá stjórnmálaflokkunum sem eru fyrst og fremst valdastofnanir á framfæri hins opinbera.
Á alþingi er samstaða um stöðnun en úti í þjóðfélaginu er umræða sem mun á endanum skapa ný viðmið í samfélaginu.
Umræðan úti í samfélaginu finnur sér pólitískan farveg framhjá stjórnmálaflokkunum.
Fjörugar umræður í Salnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enda komu flokkarnir okkur þangað þar sem við erum með dyggri hjálp fjárglæframanna þeim þókanlegum.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 26.10.2010 kl. 22:32
Við tunnum inn nýtt samféla!
Guðbjörg Hrafnsdóttir, 26.10.2010 kl. 22:51
AHA! Góður;Umræðan úti í samfélaginu finnur sér pólitískan farveg framhjá stjórnmálaflokkunum."
Með þrumumálið,sterkt sem fossins fall,
og frelsisglöðu trúna´á allt hið góða.
HH.
Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2010 kl. 23:51
Þið eruð flott, ekki hægt að segja það um alþingismennina!
Aðalsteinn Agnarsson, 27.10.2010 kl. 00:17
Heyr heyr lifi byltingin! Endurvekum lýðræðið og eyðum flokksræðinu!
Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.