Þriðjudagur, 26. október 2010
Pálmi og Jón Ásgeir kom upp um sig
Auðmennirnir Pálmi í Fons og Jón Ásgeir Jóhannesson kenndur við Baug áttu saman 365-miðla fyrir hrun, en eftir hrun er eiginkona Jóns Ásgeirs skrifuð fyrir fjölmiðlaveldinu - þótt Landsbankinn eigi í reynd batteríið. Hvorki Pálmi né Jón Ásgeir hafa nokkru sinni sýnt dagskrárgerð eða ritstjórnarefni fjölmiðla áhuga.
Hugur tvímenningana stendur til þess að ákveða hvað birtist í fjölmiðlum en þó einkum hvað birtist ekki. Báðir hafa þeir á sama sólarhringnum rokið upp til handa og fóta vegna frétta um snúninga og fléttur í kringum Iceland-verslunarkeðjuna.
Pálmi í Fons var einn af skuggalegu samsærismönnunum í Öskjuhlíð á sínum tíma þegar innflytjendur grænmetis skiptu með sér markaðnum. Jón Ásgeir er dæmdur maður. Báðir hafa þeir margt að fela og hvorugur ætti að eiga fjölmiðla.
Best heppnuðu kaup á breskum markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri einhver til í að fara yfir rekstrahlið þeirra fyrirtækja sem þessir menn áttu segjum 5 ár aftur í tímann frá hruni og athuga hvað rekstur þessara fyrirtækja í raun stóð undir mikilli skuldsetningu. Því þar er erfiðara að beita bókhaldsbrellum en mjög auðvelt eignamegin.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 20:00
Samála Páll.
Sigurður Haraldsson, 26.10.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.