Þriðjudagur, 26. október 2010
Ríkisstjórnin elur á sundrungu
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. elur á sundrungu meðal þjóðarinnar. Sama hvert litið er þá velur ríkisstjórnin ófrið og hávaða fremur en frið og spekt. Evrópumálin, kvótaumræðan, uppgjörið við hrunkvöðla, afstaða til skuldauppgjörs og nú síðast niðurskurðurinn.
Afleiðingin er snaraukin svartsýni. Almenningur hefur gefist upp á ríkisstjórninni.
Því miður er lítið haldreipi í stjórnarandstöðunni sem er kosningafælin þar sem hún telur, Sjálfstæðisflokkurinn þó sérstaklega, að kosningar gætu riðlað stöðu stjórnmálastéttarinnar.
Vonleysi endurspeglast í svartsýninni sem mælist í væntingavísitölu Gallup.
Íslendingar verulega svartsýnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er kjarni málsins.
Ríkisstjórnin eykur aðeins svartsýni almennings og fólkið hefur fengið af henni nóg.
Og ekki er stjórnarandstaða skárri eins og Páll bendir réttilega á.
Stjórnmálamennirnir eru spilltir og óhæfir og óttast kosningar.
Sambandið við þjóina hefur endanlega rofnað.
Stjórnmálakreppan hér fer dýpkandi og þessu lýkur með sprengingu.
karl (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.