Þriðjudagur, 26. október 2010
6,4% atvinnuleysi hér en 10% í ESB
Í Evrópusambandinu öllu eru 9,6 prósent atvinnuleysi og í þeim löndum sem hafa evru er atvinnuleysið 10 prósent. Á Íslandi er atvinnuleysið 6,4 prósent og þykir mikið en það sem samt sem áður verulega undir langtímameðaltali í Evrópusambandinu.
Þau ríki sem urðu hvað harðast úti i kreppunni ásamt Íslandi eru Grikkland þar sem atvinnuleysið er 12,2 prósent; Írland með atvinnuleysi upp á 13,9 prósent og Lettland býr við 19,5 prósent atvinnuleysi.
Hér eru upplýsingar um atvinnuleysi í Evrópusambandinu.
6,4% atvinnuleysi í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aumingja Spánn með 20,1 %. Þeir geta víst ekki flúið til Noregs eins og við gerum í stórum stíl til að laga okkar ástand. En mér sýnist á töflunni að það sé 10,1 % í evrulandi en ekki 9,6% án þess að það sé nema bitamunur. En Össur segir að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að byggja hér upp atvinnu eins og á gerðist á Möltu.
Halldór Jónsson, 26.10.2010 kl. 13:30
Nei annrs ég las töfluna eins og skrattinnn bibblíuna, öfugt, En það stendur samt 9,8 % . Ertu að verða eitthvað evrópusinnaður Páll?
Halldór Jónsson, 26.10.2010 kl. 13:32
Jú, rétt Halldór, í öllum ESB-löndunum 27 er 10,1 prósent atvinnuleysi en í evrulöndunum 16 er það eilíitð minna eða 9,6 prósent. Í fyrirsögninni hjá mér lækka ég ESB-atvinnuleysið um 0,1 stig. Takk fyrir leiðréttinguna.
Páll Vilhjálmsson, 26.10.2010 kl. 13:36
Það sem kannski er athyglisverðast að á góðæristímanum fyrir efnahagskrísuna í heiminum voru atvinnuleysistölur evrusvæðisins litlu skárri. Þar hefur verið um og yfir 10% atvinnuleysi í fjölda ára.
Hjörtur J. Guðmundsson, 26.10.2010 kl. 14:03
Í BNA er atvinnuleysið núna 9.7% og spáð er að það verði yfir 9% það sem eftir er ársins.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 15:06
Í Japan er atvinnuleysið hins vegar 5.1% sem þykir hátt þar í landi. Tölfræði um atvinnuleysi er flókið mál og margs að gæta þegar lönd með ólík skráningarkerfi eru borin saman. Ítarlegustu upplýsingarnar um atvinnuleysi í heiminum er að finna hjá Alþjóðavinnumálastofnunni. Slóðin er : http://www.ilo.org/global/lang--en/index.htm
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 15:37
Atvinnuleysið segir aðeins hálfa söguna. Miðað við að Ísland er orðið mesta láglaunasvæði norður Evrópu er 6.4% atvinnuleysi ansi mikið. Ísland er í láglaunakreppu og ein mynd hennar eru skuldavandamál heimilanna og langar biðraðir eftir matargjöfum.
Páll, Sviss stendur fyrir utan ESB og þar er atvinnuleysi 3.4%, verðbólga 0.5% og óverðtryggðir húsnæðisvextir 2.9%. Þá er verkamannakaupið þar um 3000 kr (27 frankar) á tímann. Ísland er einnig fyrir utan ESB, af hverju er ástandið hér þá ekki eins og í Sviss?
Andri Geir Arinbjarnarson, 26.10.2010 kl. 21:37
Andri Geir, Sviss er utan EES-svæðisins og státar af hagtölum í samræmi. Við erum innan EES og verðum að bíta í það súra epli sem þó er hátíð í samanburði við hörmungina sem ESB-ríkin Írland, Spánn, Grikkland, Lettland og Portúgal horfa upp á.
Páll Vilhjálmsson, 26.10.2010 kl. 21:42
Páll,
Nú er Noregur í EES, af hverju er ekki allt í kaldakoli þar? Er tvíhliða samningur Sviss og ESB svo mjög ólikur EES?
Hvers vegna eru Finnland, Svíþjóð, Þýskalandi og Danmörk ekki í sama vanda og svínin, þetta eru jú allt ESB lönd.
Lausnin er sem sagt að segja upp EES samningnum?
Andri Geir Arinbjarnarson, 26.10.2010 kl. 22:31
Það eru á annað þúsund manns sem fá félagslegar bætur sem hafa ekki lengur rétt á atvinnuleysisbótum bara í Reykjavík. Ég er ný kominn frá Danmörku fór með Norrænu fyrr í þessum mánuði á leiðinni út voru þrjár ungar konur að flytja frá landinu með 10 börn samtals til manna sinna sem voru byrjaðir að vinna í Noregi. Það voru 400 manns í þessari ferð og ég veit ekki hvernig staðan var hjáöllum hinum sem um borð voru. Jú það var einn maður á besta aldri sem ég talaði við sem var að flytja til Danmerkur ætlaði að byrja sinn búskap meðan hann væri að átta sig á hlutunum með tvær hendur tómar hjá dóttir sinni sem býr þar fyrir.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:54
Baldvin, þá má strax hækka tölu atvinnulausra um næstum eitt prósentustig. Annars þætti mér gaman að vita hvort Ísland mæli atvinnuleysið á sama hátt og gert er annars staðar.
Það til dæmis munar um 40 þúsund manns á þeim fjölda sem er á vinnumarkaði og heildarmannfjölda sextán ára og eldri (reikna ég með.)
Skýringin er að einhverjum hluta námsmenn, heimavinnandi og fólk hætt að vinna af ýmsum ástæðum, hefur hafið töku lífeyris o.fl. Samt er þetta mjög mikill munur að mínu mati.
Theódór Norðkvist, 27.10.2010 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.