Snúningar Jóns Ásgeirs og Landsbankinn

Dæmin um ömurlegt viðskiptasiðferði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og viðskiptafélaga hans hrúgast upp. Svik og blekkingar eru vægustu orðin sem hægt er að hafa um það hvernig íslensku bankarnir voru tæmdir til að fjármagna rúllettukapítalismann.

Þrátt fyrir að upplýsingarnar um frammistöðu Jóns Ásgeirs gefi ekki beinlínis tilefni til að treysta honum heldur Landsbankinn áfram að styðja við eignarhald Jóns Ásgeirs á fjölmiðlasamsteypunni 365-miðlar.

Er ekki kominn tími til að setja Jón Ásgeir í skammakrók íslenskra fjármálastofnana?


mbl.is Viðskipti með Iceland rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ótrúlegt að þessir menn skulu ganga lausir.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.10.2010 kl. 21:51

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það var á bæ einum, sem ég þekkti vel til, sem voru margir hundar. Stundum gaut tíkin og hvolparnir náðu oft að stækka áður en þeim var lógað eða gefnir. Forustuhundurinn rauk upp við minnsta hljóð og öll hersingin elti geltandi án þess að vita af hverju, bara í öryggisskii.

Færslan minnir mig á þessa hunda. Staðreyndini að nú eru boðnar 170 til 250 miljarðar króna í þessa verslun eru látin lönd og leið.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 25.10.2010 kl. 21:55

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ef að þeir sem ætla að kaupa þessa sjoppu á 250 milljarða, sjá fyrir sér að hún skili svona hógværum 25 milljarða hagnaði á ári næstu 10 árin, þá mætti vel hugsa sér að þetta væri "spennandi" fjárfesting.

Jafnframt,  og ef svo færi, ætti hitt fyrirtækið kennt við Ísland að huga að hvort það ætti ekki að fara út í svona arðbæran sjoppurekstur, og hætta þessari orkuvinnslu og veiðimennsku.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.10.2010 kl. 22:19

4 identicon

Er ekki kominn tími til að setja Jón Ásgeir á Litla Hraun?

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 22:38

5 identicon

Á heimasíðu Iceland, iceland.co.uk er yfirlit yfir afkomuna á síðasta reikningsári, sem skv. fréttatilkynningu endaði 26. mars 2010. Þar kemur fram að EBIDTA sl. árs hafi verið 184 milljónir punda (+11%), veltan 2,3 milljarðar punda. Sá sem býður tæplega áttfalda ebitu í sjoppuna er nú bara algerlega út á þekju. Þreföld ebita væri nær lagi. Hálfur milljarður punda væri því þokkalegt verð fyrir búðina.

http://www.iceland.co.uk/uploads/File/Iceland_2010_results.pdf

Baldur (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 23:34

6 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Í frétt VB "Iceland Food hækkaði og hækkaði í bókum Landsbankans" er sagt frá hvernig hlutabréf I.F.  hækkuðu um 60% meðan bréf í sambærilegum félögum eins og Tesco lækkuðu um 16% og Marks & Spencer lækkuðu um 50%.      Nú hlýtur þetta að vera samanburður bréfa á sama markaði, í London að ræða.    Gátu snillingarnir "okkar" platað Lundúnamarkaðinn svona rækilega eða svindlað í bókhaldinu.    Af hverju hækkuðu bréfin svona mikið?     Ég tók eftir því í desember 2008 að þá var Straumur-Burðarás með mestu veltu á breska hlutabréfamarkaðnum dag eftir dag nokkru fyrir jólin og mér fannst þetta svo merkilegt að ég skrifaði um það í athugasemdakerfi einhvers (ég man ekki hvers!) og var ráðlagt að benda Fjármálaeftirlitinu á þetta sem ég gerði að sjálfsögðu ekki!!     Geta verið tengsl þarna á milli???
Spyr sá sem ekki veit!

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson, 25.10.2010 kl. 23:53

7 identicon

"Besti" veffréttamiðill landsins gerir þessari frétt náttúrulega ekki skil eins og ALLIR hini veffréttamiðlarnir. Þeir birta hins vegar athugasemd frá Jóni Ásgeir vegna fréttarinnar sem sem ekki var birt hjá þeim.

http://www.visir.is/jon-asgeir-hafnar-frett-ruv/article/2010597105566

Fólk hlýtur að fara að fara að átta sig á því að það er hættulegt að lesa Fréttablaðið, Vísir og horfa á fréttir Stöðvar 2. Fréttamenn þar eru ekki sjálfstæðir!

Björn (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 00:45

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Athyglisvert að lesa fréttaskýringu um afkomu ársins, sem þú bentir á Baldur.

Ef að fyrirtækið er á markaði hljóta endurskoðaðar tölur úr ársreikningum að liggja fyrir einhvers staðar,  þetta er svona meira "comfort letter"óstaðfest af endurskoðendum.

Áttföld EBITDA er rosadýrt.

Helstu tölur í íslenskum krónum  miðað við gengi 176 á pundi.

Heildarvelta tæpir 400 milljarðar  EBITDA  8,2%  32,4 milljarðar

Vöxtur (L4L) 4,3%  (hóflegur og heilbrigður)

Fjöldi búða tæplega 800 meðalsala á búð 500 milljónir, nýjar búðir 74 á síðasta ári. 

Fjárfesting aukning  9,5 milljarða eða 130 milljónir á hverja nýja búð.

Vaxtagreiðslur  I í EBITDA reiknast  8,6 milljarða, en ekki er gefin upp fjárhæð afskrifta (DA)og skatta.(T) 

Þetta eru rosalega háar tölur en maður veltir fyrir sér hvort að samlegðaráhrif svona stórrar keðju, séu farin að virka öfugt, þ.e.a.s. hvort módelið sé búið að sprengja hagkvæmni vaxtar og nú sé einhvers konar vaxtaþvinga (paradox of growth) í rekstrarafkomu.

Annars er alltaf gaman að pæla í svona tölum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.10.2010 kl. 04:34

9 identicon

Áttföld ebita er ekkert voðalega mikið úr takti m.v. hvernig bréf voru verðlögð á Íslandi 2007. Þá getar væntingar manna um framtíðina gert slík kaup fýsileg, 4,3% er nú bara nokkuð gott, jafngildir að ebitda sé færð úr 8 í rúm 5, ef vöxturinn er "viðvarandi". Og hjá fyrirtækjum með lágar skuldir látt hlutfall eigna, t.d. vegna leigu á húsnæði, getur það verið bara fínt.

Þar með er auðvitað ekki sagt að verðlagningin á Iceland hafi verið eðlileg, en það er óþarfi að missa sig í yfirlýsingar út af ebitdunni einni.

Haukur (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband