Sunnudagur, 24. október 2010
Trú, von og kjaftæði
Ruglvæðing Reykjavíkurborgar með trúðum úr Besta flokknum og imbum úr Samfylkingu er rökrétt framhald af hruni. Þegar meginstoðir hrynja, eins og efnahagur Íslands og móðurflokkur íslenskra stjórnmála, Sjálfstæðisflokkurinn, taka fíflin til máls.
Almenningur leyfir eðjótunum að eiga sínar fimmtán sekúndur af frægð áður en þeim verður varpað út í ystu myrkur.
Samfélag er seigfljótandi massi sem tekur aðeins breytingum yfir langan tíma, mælt í áratugum og öldum. Kjánaprikin í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar halda að glassúr komi í stað kjarna, tattú í stað innihalds.
Það styttist í að fullorðnum leiðist fíflagangurinn.
Vegið að rótum trúarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru orð að sönnu.
Benedikt Halldórsson, 24.10.2010 kl. 22:01
Þar sem mér er heldur meinlega við byltingar þá legg ég til að það trúkerfi sem okkur var nauðgað til að hlíta verði látið í friði óbreitt.
Kristin fræði var kennd í skólum þegar ég var þar og man ég ekki til að hafa laskast verulega af þeim fræðum.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2010 kl. 22:35
Það er nú tvennt í þessu, þetta eru alls ekki eins svakalegar breytingar og menn vilja meina og auk þess er þetta stefnumál Samfylkingar og aðeins ályktun, það á eftir að fjalla um málið í allaveganna 2 ráðum jafnvel 3 ef mitt ráð fær málið inná borð svo að það er mikil vinna framundan.
En er eðlilegt að trúboð sé stundað í skólum þarsem rauveruleikinn er annar en hann var fyrir 30 áum þegar Hrólfur gékk í skóla, mun fleiri trúlausir og fleir trúarbrögð?
En aftur, það er engin bylting í gangi...þetta mál er full dramatiserað mundi ég segja.
Hafið þið tildæmis lesið ályktunina? Efast um það af þessum heiftarlegu viðbrögðum....
Einhver Ágúst, 24.10.2010 kl. 23:14
Og "Móðurflokkur Íslenskra stjórnmála"???, þú ert mjög fyndinn og skemmtilega málefnalegur
Einhver Ágúst, 24.10.2010 kl. 23:20
Skrítið að sakna þess fíflagangs sem búinn var að vera lengi í borginni í boði Sjálfstæðisflokksins og fleiri. Augljóslega hefur hann ekki aukist og ákveðin þroskamerki ef menn hafa öðlast kjark til að takmarka eitthvað fíflaganginn sem undirlægjuháttur við umdeilanleg trúarbrögð hafa verið gegnum tíðina.
Kristján H Theódórsson, 24.10.2010 kl. 23:40
Sæll Pall
Ef þeir sem hafa svo mikla andud a kristnum gildum vilja lata taka mark a ser ættu þeir að byrja a þvi að afþakka launagreiðslur fyrir kristna helgidaga.
Þetta er eins og að vera bindindismaður ,en drekka ef það er frytt.
Sigmundur H Friðþjófsson, 25.10.2010 kl. 00:28
Borgarstjórinn hefur látið tattúera mynd á vitlausan stað, eðlilegra hefði verið að tattúera myndina á afturhlutann, sem hann hefði síðan stoltur getað veifað ofanaf borgarstjórnarvagninum í næstu gleðigöngu húmó fólksins, á breiða veginum, sem þolir ekki boðorð kristninnar, þar sem þau orð vara við dýrkun hverskyns ólifnaðar. Þá skal gripið til þess ráðs að venja strax grunnskólabörn, á hina nýju siði, sem veslings fólkið telur vera nútímann.
Robert (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.