Laugardagur, 23. október 2010
Byr, SpKef og græðgin
Í áratugi þjónuðu sparisjóðirnir heimabyggðum vel og dyggilega. Upp úr aldamótum síðustu voru við stjórnvölinn í fjarska mörgum sparisjóðum fláræðisfábjánar sem fundu sig vel í græðgisvæðingunni er breiddi úr sér í samfélaginu.
Byr var búinn til úr héraðssparisjóðum og Sparisjóði vélstjóra. Lygamerðir mergsugu Byr og skyldu eftir gjaldþrota. Sparisjóðurinn í Keflavík virðist hafa orðið fyrir áþekku áhlaupi. Samkvæmt frétt Víkurfrétta af fundi vonsvikinna stofnfjárhafa er margt líkt með gjaldþroti sparisjóðanna tveggja. Sveinn Margeirsson sem er hvað kunnugastur Byr-málum var fenginn á fundinn suður með sjó
Sveinn sagði að skoða yrði lánamálin hjá SpKef hverjir hafi fengið lán á sérstökum kjörum, hvaða fjárfestingar hafi verið framkvæmdar, hverjir hafi tekið út peninga og í hvað lánveitingarnar fóru. Þetta er í rauninni ekkert sérstaklega flókið, sagði Sveinn og vitnaði til orða Evu Joly: Follow the money.
Sveinn hvatti stofnfjárhafana jafnframt til að lýsa kröfum í búið. Það voru fjölmargir stofnfjáreigendur í BYR sem gerðu slíkt, að mínu mati mjög með réttu. Vegna þess að þær upplýsingar sem menn fengu í BYR, nánast á sama tíma og þið fengið upplýsingar, þær voru bara djöfulsins lygaplagg, sagði Sveinn sem hóf á loft áðurnefnda lýsingu á stofnfjárútboði SpKef og uppskar mikið lófaklapp viðstaddra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.