Föstudagur, 22. október 2010
Gjaldþrot Reykjanesbæjar staðfest
Ríkissósíalismi Árna Sigfússonar og félaga í Reykjanesbæ er gjaldþrota. Í góðærinu sólundaði Árni eigum bæjarfélagins og braskaði með andvirðið. Hugmyndafræði Árna og félaga var að blanda sem mest saman opinberum rekstri og einkarekstri. Aðeins kjánar trúa því að opinber rekstur komi vel út úr slíku samkrulli.
Þegar braskið með eigur bæjarfélagsins skilaði engu öðru en skuldafjalli færði Árni út kvíarnar og samdi við kanadískan raðbraskara um kaup á HS - Orku. Stofnað var skúffufyrirtæki í Svíþjóð, Magma-Energy, til að komast hjá íslenskum lögum.
Skilanefnd ætti að taka yfir rekstur Reykjanesbæjar og gefa Árna Sigfússyni frí frá opinberum störfum.
Reykjaneshöfn getur ekki greitt lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Páll þetta er sorgleg staða sem kominn er upp þarna á tánni. Það virðist heldur ekki sjá fyrir endan á þessu og ætli það verði svo niðurstaðan fyrir blessað bæjarfélagið að skilanefndin taki það yfir? ...kannski er það bara langbest úr því sem komið er.
Gísli Foster Hjartarson, 22.10.2010 kl. 18:37
Það er eitthvað afar geðkleyft við þessar síendurteknu árásir þínar á Árna Sigfússon og Reykjanesbæ. Hörð andstaða þín við einkavæðingartillögur Árna vekja upp spurningar um einlægni þína í gagnrýni á skötuhjúin Jóhönnu og Steingríms Joð. Samanlagðir kraftar þeirra hafa komið í veg fyrir að Reykjanesbær geti sig hreyft í atvinnumálum. Er það eitthvað til að gleðjast yfir?
Magma er staðreynd, Norðurál er staðreynd, Verne Holding er staðreynd, má vera að eitthvað sé loðið við herþotuverkefnið, en er ástæða til að keyra heilt sveitarfélag í þrot bara ánægjunnar vegna?
Ragnhildur Kolka, 22.10.2010 kl. 19:50
Gerir það Árna einkvað betri mann ef einhverjir aðrir eru verri en hann eða eins,
Gjaldþrot reykjanesbæjar er líka staðreynd :(
Sigurður Helgason, 23.10.2010 kl. 05:49
Hin fullkomna blanda opinbers rekstrar og einkrekstrar kallast fasismi.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.10.2010 kl. 22:32
Game over!
Sigurður Haraldsson, 25.10.2010 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.