Föstudagur, 22. október 2010
Krónan-evran; þjóðríki eða hjálenda
Íslendingar ákváðu fyrir hundrað árum að betra væri að hafa forræði eigin mála hér heima fremur en í útlöndum. Ýmsir (les: samfylkingarfólk og líkt þenkjandi) vilja endurskoða þessa ákvörðun og gera Ísland að hjálendu með því að flytja innlendar valdheimildir til Brussel.
Hjálendufólkið er upp til hópa síngjarnt frekjulið sem myndaði félaglegt og pólitískt bakland útrásarinnar. Rökin sem helst hafa gagnast þessu liði er að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og sé sjálfstæður hrunvaldur. Staðreyndir segja annað. Grikkland og Írland eru með evru en urðu samt fyrir hruni.
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður og hagfræðingur gerir ágætlega grein fyrir hagfræði gjaldmiðlaumræðunnar og sýnir skilmerkilega fram á að spurningin snúist ekki um mynt heldur hagstjórn.
Tryggvi gerir tilboð um að binda í lög eftirfarandi fjármálareglu
Fjármálareglan felst í að ríkisútgjöld vaxi ekki meira á ári en sem nemur meðalhagvexti á mann næstliðin 10 ár.
Eingöngu verði heimilt að víkja frá þessari reglu í undantekningartilfellum og þá með minnst 2/3 hlutum atkvæða á Alþingi.
Hjálendufólkið mun aldrei samþykkja þessa reglu. Hjálendufólkið vill inn í Evrópusambandið til að komast í fleiri og stærri sukksjóði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.