Föstudagur, 22. október 2010
Æra og auður
Baldur Guðlaugsson fyrrum ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis kemur fyrir sem viðkunnanlegur hvítflibbi. Hann er sakaður um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar og selt bréf í Landsbankanum fyrir 200 milljónir króna rétt fyrir hrun.
Baldur græddi fé en tapaði ærunni - burtséð frá dómsniðurstöðu.
Lýsti sig saklausan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gleyma því heldur Palli minn að Baldur kemur úr þeim ágæta klúbbi Eimreiðin...þú veist nú líklegast manna best hverjir eru í þeim klúbbi....ekki satt...?
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:49
Ertu hissa á því Páll að Baldur hafi tapað ærunni?
Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 19:17
Því hefði verið snjallt af innherjanum Baldri að taka æruleysið með æðruleysi og lýsa sig sekan, tapa auðnum og endurheimta hluta eða jafnvel alla æruna, með tíð og tíma.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.10.2010 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.