Sjálfstæðisflokkurinn og siðferðiskjarninn

Sjálfstæðisflokkurinn er í kreppu. Á velmektarárum sínum fyrir hrun gat hann breitt út faðminn og verið nær öllum skjól; óbreytti launþeginn, kúlulánþeginn og auðmaðurinn áttu allir sína vistarveru í móðurflokki íslenskra stjórnmála. Endurskoðun á stefnu og grunngildum flokksins fer hljóðlega.

Ívar Páll Jónsson blaðamaður skrifar brýningu í Morgunblaðið að flokkurinn verði ábyrgur í efnahagsmálum og taki ekki þátt í atkvæðakaupum með því að lofa aðskiljanlegum hópum þessu og hinu á kostnað ríkisins. Kúlulánþeginn og fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, greip til varna fyrir stefnu atkvæðakaupa og varði einnig samfylkingarlínu sína að Ísland ætti að innlimast í Evrópusambandið.

 Munurinn á málflutningi Ívars Páls og Þorgerðar Katrínar er að sá fyrrnefndi geymir siðferðiskjarna, um ábyrgð og afleiðingar þess að láta ekki tekjur og útgjöld stemma, en varaformaðurinn fyrrverandi býður 2007-bland-í-poka þar sem afleiðingarnar af röngum ákvörðunum fást afskrifaðar á kostnað annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las grein Ívars og þótti hún góð.

Flokkurinn er í meiriháttar krísu og svo virðist sem furðulega margir neiti að horfast í augu við ástandið.

Flokksforustan nýtur ekki trausts og flokkurinn lætur það líðast að kúlulána- og styrkþegar sitji sem fastast.

Uppgjör er óhjákvæmilegt en lánlaus forustan gerir allt hvað hún getur til að fresta því. Það er mjög röng taktík.

Þetta endar með sprengingu innan Sjálfstæðisflokksins í stað þess að flokkurinn endurheimti forustuhlutverk sitt í íslenskum stjórnmálum.

Skaðinn verður mikill fyrir almenning í landinu sem situr uppi með úrræðalausa og spillta ríkisstjórn og ónýta stjórnarandstöðu.

Karl (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 08:35

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þarna talar þú, Páll, eins og sannur tækifærissinni í Samfylkingunni. Út með allt draslið sem gerir skítaklessurnar á okkur sýnilegar, þau mega svo koma inn bakdyra meginn. Tony Blair lék þennan leik með vini sínum Mandelson gang i gang.

Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín sitja á þingi vegna atkvæða sem þau fengu í prófkjörum og kosningum í skjóli "góðæris". Það er ekki forustu flokksins að kasta þeim á dyr.

Það verður hins vegar mælikvarði á siðvitund flokksmanna hver staða þeirra verður eftir prófkjör sem hlýtur að þurfa að fara fram fyrir næstu kosningar.

Grein Ívars Páls ætti að vera vegvísir í þeirri sjálfsskoðun sem flokksmenn þurfa þá að standa frammi fyrir.

Ragnhildur Kolka, 22.10.2010 kl. 10:45

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ragnhildur, ég býð engum inn um bakdyrnar.

Páll Vilhjálmsson, 22.10.2010 kl. 10:58

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég las grein Ívars Páls í morgun. Hann snýr aldeilis á Þorgerði Katrínu. Ég hvet menn til að lesa þessa stuttu, en snörpu grein. Ívar átti líka fínan pistil í Mbl. fyrir fáeinum dögum, þann sem var veikjan að þerri grein ÞGK, sem Ívar Páll svarar í dag. Pistillinn var þessi: Hefur flokkurinn ekkert lært? – flokkurinn sá er Sjálfstæðisflokkurinn.

Og ekkert hefur hann lært, er í reynd incorrigibilis, ef hann ætlar bara – a la Samfylkingin – að láta Guðlaug Þór og Illuga sjálfa aleina um að meta það, hvort þeir eigi að halda sem fastast í sín þingsæti án endurnýjaðs umboðs kjósenda í næsta prófkjöri.

Jón Valur Jensson, 22.10.2010 kl. 10:59

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eilífðarvist í Víti. Mér þykir þú harður.

Ragnhildur Kolka, 22.10.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband