ESB-aðlögun er án umboðs þings og þjóðar

Samfylkingin og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafa logið okkur hálfa leið til Brussel á þeirri forsendu að hægt sé að efna til óskuldbindandi viðræðna við Evrópusambandið og efna til þjóðaratkvæðis um samninginn. Evrópusambandið býður aðeins aðlögunarviðræður þar sem umsóknarríki aðlagar sig jafnt og þétt að regluverki ESB. Í reynd þýðir þetta að umsóknarþjóð er smátt og smátt innlimuð í Evrópusambandið.

Í samantekt sem Evrópusambandið gaf út um aðlögunarferli segir berum orðum að umsóknarþjóðir eigi að taka upp 90 þúsund blaðsíður af regluverki.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).

Samheitið ,,acquis" er notað um regluverk ESB. Þegar alþingi samþykkti aðildarumsókn 16. júlí 2009 var hvergi sagt að Ísland færi í aðlögunarferli og tæki jafnt og þétt upp regluverk ESB.

ESB-aðlögunin er hvorki með umboði alþingis né þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymdir að vitna í þessa málsgrein í sama skjalinu:

"EU accession negotiations operate on the principle that "nothing is agreed until everything is agreed”, so definitive closure of chapters occurs only at the end of the entire negotiating process."

Sem er auðvitað mergur málsins. Og um það mun þjóðin kjósa í lok viðræðna. Samþykki þjóðin aðildina, þarf hún að taka upp þann hluta regluverksins sem ekki hefur þegar öðlast gildi með EES-samningnum. En ekkert fyrr, frekar en hún kýs.

Einu lygararnir hér eru samtökin Heimssýn. Enda er annað eins öfugmæli á samtökunum vandfundið!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 21:16

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Aðlögunarferlið inn í ESB felst í því að taka jafnt og þétt upp lagaverkið, eins og segir í tilvitnuðum texta. ESB setur skilyrðin eins og kemur fram í   bréfi framkvæmdastjórnarinnar frá í vetur um stöðu Ísland við upphaf aðlögunarferlis.

Efforts to align legislation with the acquis and to ensure its implementation and enforcement need to continue. Serious efforts will be required particularly in the areas of fisheries, agriculture and rural development, environment, free movement of capital, and financial services in order to meet the accession criteria.

Þjóðaratkvæði í lok aðlögunarferlis er markleysa - við erum þegar innlimuð í  ESB.

Páll Vilhjálmsson, 21.10.2010 kl. 21:34

3 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Lofar þú þá að mæta ekki á kjörstað?

Guðjón Sigurbjartsson, 21.10.2010 kl. 21:56

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þessi lög og þessar reglur eru meira og minna hér. Á hinn bóginn er ekki farið eftir þeim. Með aðild að ESB kæmumst í samfélag með siðuðum þjóðum og nytum aðhaldsins.

Einar Guðjónsson, 21.10.2010 kl. 22:16

5 identicon

Páll Vilhjálmsson,  segðu okkur frá hagsmunum þínum með eigendafélagi bænda og kvótaeigendum ?

JR (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 22:28

6 identicon

Hvað skyldi ESB-Mafían í Brussel vera búin að lofa Össuri Skarphéðinssyni.?

Össur skrifar lofgreinar líkt og hann fái borgað fyrir.Í Fréttablaðinu þann 11 október ritar hann lofgrein vegna ESB,fyrirsögnin á þeirri grein er==

´´´´Við Tryggjum Ekki Eftir á,,  því næst skrifar >Össur aðra lofgrein í DV í gær fyrirsögnin þar er´´´´Sveitir,Sjór og ESB,,,,þá og ritar hann grein í Morgunblaðið sama dag,þar er fyrirsögnin´´Ísland á heima í Evrópu-Eva Joly,,,,í síðustu greininni ritar Össur tildæmis þetta´´=Í augum Evu Joly er það tóm firra að Evrópusambandið ásælist auðlindir okkar og hún kallar það bábilju,,.Þá og má lesa í grein Össurar frá 11 okt síðastliðin í Fréttablaðinu gríp hér úr greininni´´=Íslendingar standa á krossgötum.Ein leið okkar inní betri framtíð gæti legið í gegnum aðild að Evrópusambandinu,, Þarna virðist loddarin Össur ekki vera viss,og þá er spurningin hverrahagsmuna er þessi Össur að gæta.? Hann er ekki að gæta hagsmuna þjóðar sinnar,flokkur hans á stóran þátt í hruninu er hér gerðist.Össur Skarphéðinsson er dæmigerður tækifærissinni,og Loddari.  ÍSLANDI ALLT NEI NEI NEI  ESB.

Númi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:48

7 identicon

Hvað sagði EVA Joly , jú hún sagði að það væri gott að fá Íslendinga inní ESB,,,með allar sínar auðlindir,,,svo má ekki gleyma því að þessi sama EVA er að hefja kosningarbaráttu til forsetaembættisins í Frakklandi,hún virðist vera svona tækisfærissinni einsog Össur er.Ég tek ekki mark á svona tækifærissinnum..........og Loddurum.

Númi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:54

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Verjumst ekkert ESB lýðveldi íslands lifi!

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband