Yfirgangur minnihlutahópa

Lýðræði er annars vegar form bundið við lög og reglur og hins vegar samstaða um hvernig leysa eigi úr ágreiningsmálum. Lýðræði er iðkað með umræðu þar sem sjónarmið eru sett fram, þau gagnrýnd og valkostir ræddir.

Þegar los kemst á samfélagið, líkt og gerðist eftir hrun, sæta minnihlutahópar færis að stytta sér leið í umræðunni. Minnihlutahópar með sín sérmál hafa rétt til að taka þátt í umræðunni og reyna fyrir sér með áhugamál sín.

Minnihlutahópar, hvort sem það eru aðildarsinnar eða trúleysingjar, hafa á hinn bóginn engan rétt til að nýta sér sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu til að þvinga áhugamálum sínum upp á meirihlutann.


mbl.is Segja vegið að faglegum heiðri kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stundum er ég svo innilega sammála þér Páll.

Ragnhildur Kolka, 21.10.2010 kl. 18:22

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

En hefur meirihlutinn rétt til að þvinga sínum áhugamálum upp á minnihlutann? Með þessum breytingum er ekki verið að banna neinum að trúa, heldur færa trúariðkun út fyrir veggi skólans. Fólk má áfram kenna börnunum sínum að biðja kvöldbænir, senda börnin sín í sunnudagaskóla, láta börnin sín syngja Jesúsöngva og teikna myndir og þessvegna láta þau lesa Biblíuvers allar vökustundir. Það má bara ekki lengur láta börn annarra gera það.

Ef það tíðkaðist að ESB-sinnar mættu í skóla til að "boða ESB-aðild", í óþökk þeirra foreldra sem ekki vilja að börnin hlusti á slíkan áróður, þætti þér ekki sanngjarnara að slíku yrði bara haldið utan skólans og foreldrar fengju að ráða "ESB-uppeldi" barna sinna? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.10.2010 kl. 18:47

3 identicon

En hvað með mannréttindi? 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 19:14

4 identicon

Þetta er álíka stjórnsýsla eins hjá þjóðernissósíalistum í Tyrklandi.

Bannað að kenna nemendum þjóðernishreinsanir Armena þar í landi á síðustu öld.

Þetta er tilraun til afmenntunar.  Ef nemendur fá ekki að læra ákveðna hluti eiga þeir víst að verða vísari!!!   ....Þeir geta lært þetta einhvers staðar annars staðar.

Það að prestar mega ekki kenna trúarbrögð er eins og að banna að stærfræðingar kenni reikningskúnstina.

Fyrir utan nú hvað það er í raun mikil synd ef börn þessa lands eiga allt í einu ekki að fá að kynnast helstu ljóðverkum íslenskunnar...

jonasgeir (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 19:39

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þvílík viðhorf, hrein heimska sem kemur fram hjá þér Páll og jáfólki þínu .

Meirihlutaræði er ekki staðreynd þar sem um persónubundin réttindi er að ræða.

Hef til skamms tíma talið mig kristinn, enda tekinn sem barn og heilaþveginn til þess arna. Uppgötvaði svo nýlega hvað fáránlegt þetta er, að ætlast til að börn geti tekið óþvingða ákvörðun um að tilheyra einhverjum trúarsöfnuði.

Það er ekki eins og liggi fyrir einhver sönnun fyrir að þetta sé það eina rétta!

Onei öðru nær. 

Kristján H Theódórsson, 21.10.2010 kl. 20:22

6 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Prestar mega alveg kenna eins og þá lystir, "jonasgeir". Þeir geta t.d. gert það í sunnudagaskólanum. Það er heldur ekki sambærilegt að "banna stærðfræðingum að kenna reikningskúnstina", nema það tíðkist meðal stærðfræðinga að útiloka 99% reikningsaðferða vegna þess að þeir "trúa ekki á" deilingu eða telja margföldun leiða til eilífrar vítisvistar.

Hver segir að börn eigi ekki að fá að kynnast helstu ljóðverkum íslenskunnar? Er ekki fjallað um ljóðlistina í íslenskutímum í flestum skólum? Þar að auki er smekkur manna misjafn og foreldrar verða þá bara að taka ábyrgð á að kenna sínum börnum það sem þeir vilja að þau læri umfram það sem þau læra í skólanum. Foreldri sem álítur texta Bubba þá bestu sem samdir hafa verið á Íslandi verður sjálft að sjá um að koma því inn hjá barninu, hér eftir sem hingað til.

Það er enginn að tala um að öll ljóð sem minnast á Jesú eða nota orðið 'Guð' verði tabú, heldur að trúboð líðist ekki. Skilur enginn muninn á því að prestur mæti og innræti börnum kristna trú í óþökk foreldra og því að íslenskukennari kenni börnunum þjóðsönginn? Eruð þið gjörsamlega veruleikafirrt?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.10.2010 kl. 20:29

7 Smámynd: Árni

Hvað er málið ?

Tillaga mannréttindanefndar snýst um að banna TRÚBOÐ í leikskólum, það er ekki verið að tala um að banna TRÚARBRAGÐAKENNSLU. Hvernig er þá hægt að tala um að það eigi að banna stærðfræðikennslu, ljóðakennslu og almenna menningakennslu í skólum. Þetta er alveg ótrúlegt að lesa þetta rugl sem vellur út úr fólki hér sem og annars staðar, alger rökleysa út í eitt.

Árni, 21.10.2010 kl. 20:50

8 identicon

Sammála þér Páll Vilhjálmsson.  Sem ég er oftar en ekki.

Þetta er málið í hnotskurn.

Fyrir utan að það hefur aldrei verið "trúboð" í skólum eins og sumir æsa sig í hástert yfir.  

Nóg er nú annað til að atast út í á þessum síðustu og verstu.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 20:53

9 Smámynd: Einar Karl

Trúboðið fer reyndar fyrst og fremst fram í leikskólum. Þar eru börnin enda móttækilegri. Þetta hófst af fullum krafti hjá Þjóðkirkjunni upp úr 1990, þegar morgunsjónvarp um helgar dró úr aðsókn í sunnudagaskólann. (Sjá  fínan pistil hér.

Hér í grein á visir.is er vitnað í viðtal við formann Reykjavíkurdeildar Félags leikskólakennara, sem lýsir skipulögðum heimsóknum presta í leikskóla. Hún nefnir að sumir leikskólar fái prest í heimsókn mánaðarlega, aðrir sjaldnar.

þetta er náttúrulega trúboð. Það er ekki hægt að kalla þetta annað

segir formaðurinn. Svo það er víst trúboð í skólum.

Einar Karl, 21.10.2010 kl. 22:55

10 identicon

Áhugavert að þú kallar trúarskoðanir þeirra sem eru ekki í þjóðkirkjunni "áhugamál"

Gaman að vita hvort þú teljir mannréttindi annarra minnihlutahópa líka áhugamál líkt og réttindi samkynhneigðra?

Steinar (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband