Vigdís þorir að spyrja þjóðina; Össur ekki

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins þorir að leggja eitt umdeildasta mál seinni tíma stjórnmála, aðlögunarferlið að Evrópusambandinu, í dóm kjósenda. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er of blauður til að spyrja kjósendur álits á feigðarflaninu til Brussel.

Össur og Samfylkingin knúðu fram þingsályktunartillögu um umsókn að Evrópusambandinu með ofbeldi og hótunum um stjórnarslit.

Þjóðin hefur aldrei verið spurð um það hvort hún vilji sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin beitir bolabrögðum til að hindra að þjóðin fái að segja álit sitt.


mbl.is Reynir að hrauna yfir mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þjóðin hefur aldrei verið spurð um það hvort hún vilji sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin beitir bolabrögðum til að hindra að þjóðin fái að segja álit sitt.

Einmitt, og þess vegna á að draga umsóknina til baka STRAX ! Svo er hægt að spyrja þjóðina seinna þegar hún og hagkerfi hennar er útskrifuð af hjarta- og taugadeild bráðaáfalla.

Það á ekki að spyrja þjóðina um orðinn hlut. Það á að spyrja hana um það sem hefur ekki gerst ennþá. Annað er ekki lýðræði. Draga á umsóknina til baka STRAX! 

Þess utan þá er ekki til neitt sem heitir "aðildarumsókn" þegar um ESB er að ræða. Þetta hugtak bjó Samfylkingin (dópsalar ESB) til til þess að villa um fyrir þingheimi. Það eina sem er í boði er innlimun í Evrópusambandið, eða að halda áfram að vera fullvalda þjóð í eigin landi.

Samfylkingin hefur hraunað yfir Íslendinga með aðstoð kosningasvika Vinstri grænna. Þetta er landráðum næst.

Skammist ykkar hugleysingjar og undirförult fólk S og VG

Með engri virðingu

Gunnar Rögnvaldsson, Íslandi

Gunnar Rögnvaldsson, 21.10.2010 kl. 14:16

2 identicon

Sælir og takk fyrir greinina. Það sem er að vefjast fyrir mér er þá, þegar aðildarviðræðurnar eru búnar erum við þá komin í ESB ?????????   Er þá verið að segja að við munum ekki fá að kjósa um hvort að við viljum ganga þar inn eða ekki ?????  Ef svo er þá er nátturlega betra heima setið, en EF við fáum að kjósa um aðild eða ekki þá er vill maður gjarna fá að sjá hvað kemur út úr samningunum. 

thin (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 16:29

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. EKKERT slíkt umboð er til staðar.

Það er einmitt svona sem allt fer fram innan ESB. Þar hefur æðstaráð ESB þjóðnýtt stjórnmál í Evrópu á ný. Síðast þegar það gerðist var þegar nasistar og fasistar reyndu að sameina Evrópu með hervaldi. Þeir þjóðnýttu stjórnmálin - og fólkið.  

Gunnar Rögnvaldsson, 21.10.2010 kl. 16:57

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvort er betra "þingstólinn" eða þjóðarviljinn?

Sigurður I B Guðmundsson, 21.10.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband