ESB-umsóknin og landsbyggðin

Sjúkradeildum á landsbyggðinni er lokað til að samfylkingarráðuneytin geti haldið áfram aðlögunarviðræðum að Evrópusambandinu. Utanríkisráðuneytið, sem skipuleggur og hefur yfirumsjón með aðlögunarferlinu, þarf aðeins að skera niður um sjö prósent, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.

Á meðan samfylkingarhluti stjórnarráðsins brennir 2-4 milljörðum í leiðangur til Brussel sem þjóðin er á móti og stærstu atvinnuvegir landsins eru andvígir þarf að skerða grunnþjónustu við almenning á landsbyggðinni. 

Á alþingi í vetur talaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í hálfkæringi um að hann vissi ekki hver kostnaðurinn við aðlögunarferlið yrði. 

Landsbyggðin veit hverju hún þarf að fórna fyrir gæluverkefni Össurar og samfylkingarráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýðræðið í ESB;

Þegar meistarinn talar svona, hvernig er þá almennt statt;

prisonplanet.com/eu-leader-to-dissenter-how-dare-you-say-i-was-not-elected-i-was-elected-by-the-commission-in-secret.html

(Merkilegt að nokkur einasti heiðarlegur Íslendingur kjósi samfylkinguna!)

jonasgeir (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 12:03

2 identicon

Evrópa er meira og minna gjaldþrota.

Er þetta hluti af lausninni sem Íslendingar þurfa á að halda?????;

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/8076790/British-payments-to-EU-set-to-rise-900m-next-year.html

jonasgeir (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 12:11

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar ábemdingar, Páll.

Allt bætir þetta enn frekar rökum við þá brýnu nauðsyn, að núverandi stjórnvöld segi af sér.

Jón Valur Jensson, 21.10.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband