Stórfelldur pólitískur áhugi

500 manns í framboð til stjórnlagaþings sýnir víðtækan og almennan pólitískan áhuga. Gegn þessum áhuga almennings stendur stjórnmálastéttin þar sem atvinnuflokkarnir rotta sig saman í andstöðu við kosningar. Næstu sex vikurnar verður tilraunastarf í grasrótarpólitík þar sem umræðan vinsar út þá sem eiga erindi á vettvang stjórnlagaþings.

Atvinnustjórnmálamenn munu að líkindum skipta sér af á bakvið tjöldin en láta að öðru leyti lítið fyrir sér fara. Á alþingi leggst yfir samstöðudoði enda í gildi þegjandi samkomulag að gera ekkert sem leiðir til þingkosninga.

Eftir kosningarnar til stjórnlagaþings í lok nóvember verður næsta lota tekin á landsmálapólitíkina. Stjórnmálastéttin veðjar á að óróinn í samfélaginu sjatni og atvinnuflokkarnir fái starfsfrið fyrir almenningi. Það er ólíklegt að gangi eftir. Hörmungarframmistaða atvinnuflokkanna í aðdraganda hruns og ekki síst í uppgjörinu er geymd en ekki gleymd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessum hópi er gríðarlegur fjöldi fólks sem hefur komið nærri stjórnmálum og stjórnmálaflokkum þó það hafi ekki verið í fremstu röð.

Klíkurnar munu yfirtaka stjórnlagaþingið eins og allt annað á Íslandi.  

Og eyðileggja það.

Listar munu ganga manna á milli þar sem sagt verður hverja skuli kjósa og hverja ekki.

íslenskir flokkshestar munu nú sem áður fylgja línunni sem er gefin.

Þessi þjóð á sér ekki viðreisnar von.

Karl (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband