Ísland og Eva Joly

Gangi Ísland í Evrópusambandið flyst innlent framkvæmdavald til meginlands Evrópu í veigamiklum málaflokkum, svo sem í fiskveiðum, landbúnaði og gerð viðskiptasamninga við erlend ríki. Með því að forræði mála sem Íslendingar hafa einir haft á hendi flyst til Brussel skerðist fullveldi landsins.

Evrópusambandið er með 500 milljónir íbúa og valdahlutföll fara eftir stærð ríkja. Ísland hefði innan við eitt prósent áhrif, hvort heldur mælt í þingstyrk á Evrópuþinginu eða atkvæðavægi í Evrópuráðinu. Íslandi yrði í Evrópusambandinu áhrifalaust örríki.


Öll saga sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og 20. öld gekk út á það að flytja framkvæmdavaldið inn í landi. Íslendingar vissu af reynslu að ákvarðanir teknar í Danmörku um málefni Íslands voru ekki byggðar á þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum.

Stórfellt framsal á fullveldi Íslands til meginlands Evrópu er í mótsögn við kjarnahugsun sjálfstæðisbaráttunnar: Íslendingar eiga að hafa forræði á sínum málum. Fullveldi sem við njótum í dag væri stórlega skert með inngöngu í Evrópusambandið og allar líkur að það myndi skerðast enn frekar eftir því sem Evrópusambandið fær auknar valdheimildir.

Evu  Joly gengur eflaust gott eitt til. Heimili hennar er Frakkland og hún horfir á heiminn út frá sjónarhorni íbúa meginlands Evrópu. Frá Íslandi lítur heimurinn öðruvísi út.


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Íslendingar vissu af reynslu að ákvarðanir teknar í Danmörku um málefni Íslands voru ekki byggðar á þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum."

ekki eins og ákvarðanir teknar af stjórnmálamönum á Íslandi séu byggðar á þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum...

Ásmundur Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 14:47

2 identicon

Eva Joly var fenginn hingað sem sérstakur ráðgjafi um hvernig taka ætti á hvítflibbaglæpum bankaglæponana og auðrónana sem keyrt höfðu þjóðina fram af brúninni og var þjóðin virkilega einhuga um að nýta sér farsæla reynslu hennar og þekkingu á því sviði. 

En nú skaut hún fast og hátt yfir markið því að hún var alls ekki fenginn hingað á þeim forsendum að skipta sér af einu umdeildsta og hatrömmustu innanlands deilu máli eins og ESB umsókn íslendinga svo sannarlega er meðal þjóðarinnar.

Jafn greind kona og Eva Joly er þá ætti hún að hafa vit á því að skipta sér ekki af slíku eldfimu deilumáli meðal þjóðarinnar.

En með þessari einhliða framgöngu hefur fallið mikið í áliti hjá mér og fjölda annarra við þessa gróflegu íhlutun um innanlandsmál okkar íslendinga sem sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar. 

"Far vel" Eva Joly og takk fyrir það sem þú hefur gert þjóð okkar gott.

En þarna varð þér heldur betur á í messunni !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:00

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Eins og margir fleiri þá hefi ég haft trú á störfum Evu Joly og talið hana starfa af heilindum fyrir þjóðina. En þarna er ég henni ekki sammála. Að mínu mati þá á Ísland ekkert erindi inn í ESB, því þar með væri sjálfstæði Íslendinga ekki lengur til.

Sjálfstæði Íslands er mér fyrir öllu, og því eins er afstaða mín skýr, - Ísland mun aldrei að eilífu ganga inn í ESB.

Tryggvi Helgason, 17.10.2010 kl. 15:03

4 identicon

Það má alveg taka undir það að þarna varð Evu á í messunni,bless Eva.

Númi (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:14

5 identicon

"Sjálfstæði" íslendinga.....ég myndi nú hugsa mig um áður enn ég notaði þetta orð. Þessi blessaða þjóð er á hausnum....enginn veit hvað á að gera....spillinginn er mest meðal þeirra sem hæst sitja og svo er fólk að rugla um sjálfstæði. Og botninum er ekki einu sinni náð....þessi þjóð er brandari. Og svo heldur fólk að það muni versna við að ganga i ESB.....það hefur nú aldeilis sýnt sig hversu hæfir íslendingar eru til að sjá um þetta land!

EJ (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:25

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eva Joly hefur auðvitað ekki þá pólitísku tilfinningu fyrir þessu deilumáli eins og margir okkar hafa. Hún er sjálf hluti af þessum samevrópska lýsisbræðingi.

En þessi kona vill Íslandi vel og hefur unnið gott starf. Besta sönnun þess er óslökkvandi hatur margra sjálfstæðismanna í hennar garð.

Árni Gunnarsson, 17.10.2010 kl. 15:30

7 identicon

Ætli þeim í Brussel myndi nokkuð ganga verr en núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnum Íslands að reka þetta smábú sem landið er.

Og svo það komi fram þá tjáir Eva Joly sig um sína skoðun eftir að hafa hætt í ráðgjafastörfum fyrir hið opinbera þannig að hún er ekki að misnota aðstöðu sína eða tjá sig óvarlega þó hún segi sína meiningu um Ísland og ESB.

Guðmundur (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:30

8 identicon

Sjálfstæðið er hrikalegur misskilningur.

Sjáið hvernig komið er fyrir þjóðinni.

Göngum í ESB

Karl (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 15:55

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Aðild að ESB er eina aðferð íslensks almennings til að losna undan þrælahaldi vanhæfrar valdastéttar og fjármagnseigenda sem sjá ESB aðild og upptöku evru sem ógnun við sinn hag.

Þá geta þeir ekki lækkað laun fólks að geðþótta með gengisfellingu og svælt út úr fólki okurvexti með krónunni.

Nefnt var framsal á fullveldi. Er hægt að ganga lengra í því en að leggjast á hnén fyrir AGS og lofa að gera allt eins hann segir bara til að halda í krónuna.

Finnur Hrafn Jónsson, 17.10.2010 kl. 15:55

10 identicon

Það er nú óþarfi að vera með leiðindi í garð Joly þó hún hafi sagt sína skoðun á málinu, hún hefur fullt leyfi til þess eins og aðrir...

Skúli (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 17:12

11 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hvenær var mál- og skoðanafrelsi afnumið á Íslandi? Fór það líka í hruninu?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.10.2010 kl. 17:21

12 Smámynd: Elle_

Finnur skrifaði: Aðild að ESB er eina aðferð íslensks almennings til að losna undan þrælahaldi vanhæfrar valdastéttar og fjármagnseigenda sem sjá ESB aðild og upptöku evru sem ógnun við sinn hag.

Já, og fara undir stjórn erlendra fjármagnseigenda og erlends valds??  NEI, við komum okkar óhæfu stjórnum burt.  Ekkert Evrópusamband.  NEI takk, Eva Joly, EJ, Finnur, Karl.  Eva Joly býr þar og þið hin getið flutt.  Við hin ætlum ekki.    

Elle_, 17.10.2010 kl. 19:10

13 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hnaut illilega við þessa setningu frá þér Páll;

"Íslendingar vissu af reynslu að ákvarðanir teknar í Danmörku um málefni Íslands voru ekki byggðar á þekkingu og reynslu af íslenskum aðstæðum."

m.a. vegna þess að þetta eru nákvæmlega sömu rökin og íslenskir ráðamenn, þ.m.t. Þorgerður Katrín, Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún, notuðu í varnarræðum sínum um hið "geggjaða" íslenska efnahagsundur.

Það eru svona sjónarmið sem koma í veg fyrir að íslensk þjóð geti einhvern tíma orðið eins og "venjulegar" þjóðir, af því að þeir eru svo blindfullir af ranghugmyndum um "séríslenskar aðstæður".  Frusss!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.10.2010 kl. 19:12

14 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég ætla að vona að framlag Evu Joly hér á Íslandi verði mörgum innblástur og að við eignumst betri, sjálfstæðari og kjarkaðri stjórnmálamenn. Hún veit hvað hún syngur og er ekki hrædd við að segja skoðun sína.

Sigurður Hrellir, 17.10.2010 kl. 19:31

15 identicon

Eva ætlar sér að verða næsti forseti Frakklands og kosningabarátta hennar er að hefjast. Ráðlegging hennar um að við eigum að ganga í ESB er eingöngu ætluð til að að gefa henni sjálfri byr í seglin. Hún veit að við höfum ekki snefil áhuga á inngöngu og getum sjálf lesið fréttir um síversnandi efnahagsástand í ESB löndum og þann vanda að lítil lönd eru áhrifalaus. Þakka Evu allt gott sem hún hefur gert fyrir okkur íslendinga - gangi henni vel í kosningabaráttunni.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 19:44

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það þarf meira en Evu til að sannfæra mig um að ganga inn í ESB

Sigurður Haraldsson, 17.10.2010 kl. 20:32

17 identicon

Eva Joly er mögnuð kona og hefur sýnt að hún þorir að standa á eigin skoðunum.  Núna finnst mér hún skjóta yfir markið og þekki hana ekki rétt er hún segir þetta, en hallast að því að hún gæti ekkert annað sagt í ljósi sinnar stöðu eins og fram hefur komið.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 21:17

18 identicon

Eva er ágæt.  En hana langar að verða forseti í Frakklandi.

 Því miður er ESB bara dæmi um að lengi getur vont versnað.

Við fengum þó að kjósa yfir okkur þessa landsins verstu ríkisstjórn eftir ófarirnar.

heldur einhver að ESB valdi í brussel hlusti á tunnur eða pottaglamur við Alþingi hér.

Rök eins og að losna þurfi við valdastéttina hér á Íslandi eru vægast sagt heimóttarleg og vanhugsuð.

Hvernig hefur valdastéttin hagað sér gagnvart Írum eftir bankahrunið?  Ég bara spyr.  

Alveg á nákvæmlega sama hátt eins og Icesavedæmið og Makríllin hér.

Nákvæmlega eins.

Tap glæpabanka eins og Anglo Irish (braskarabanki húsbyggjaraspekúlanta og verkataka sem ekkert hefur með þjóðarstrúktúr að gera), er sent á þjóðina.

alveg eins og Allied Irish bank og hvað þeir heita nú.  Ekki var svo sem landsbanki þeirra mikið betri... 

Írland fer á hausin.  Almenningur það er að segja. Pólitíska mafían í Brussel er að passa peninga meginlands Evrópu (Þýskalands aðallega) og Goldman Sachs í USA. 

Og þetta ESB lið þarf ALDREI að svara til saka gagnvart Írum.  ALDREI.

Það er spilling. (og eru Írar þó ansi mikið fleiri en við hér..).

jonasgeir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 21:39

19 Smámynd: Elle_

Nei, ég skil alls ekki hvað Eva Joly er að fara þarna.  Meðal annars sagði hún að við og auðlindir okkar værum eftirsóknarverð fyrir Evrópusambandið.  Já, við vissum það, en hví ættum við að vilja þangað inn, Eva Joly? 

Elle_, 17.10.2010 kl. 21:41

20 identicon

Eva Joly er Evrópuþingmaður fyrir Græningja ef ég man rétt. Hún er væntanlega á móti hvalveiðum þó við séum eyja langt frá Evrópulöndunum

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 23:10

21 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Eva Joly talar þvert um hug sér þegar hún hvetur okkur til inngöngu í ESB - hún segir jafnframt auðlindir okkar eftirsóknarverð verðmæti fyrir Evrópusambandið að klófesta. Hún ætti að vita.

Anna Björg Hjartardóttir, 17.10.2010 kl. 23:13

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Anna Björg, og fleiri hafa átt hér góð innlegg, t.d. Baldvin Nielsen, Elle Ericsson, Gunnlaugur Ingvarsson og Tryggvi Helgason.

En aumingjahugsunin blasir við í nafnlausu landníðs-innleggi EJ kl. 15:25, lítilsvirðandi athugasemd Guðmundar kl. 15:30, röklausu lágkúruinnleggi Karls kl. 15:55, í uppgjafarhugsun Finns Hrafns Jónssonar kl. 15:55 og bullskoðun Sigurðar hrellis kl. 19:31.

Jenný Stefanía Jensdóttir, rök Páls, sem þú hnýtir í í innleggi þínu kl. 19:12, eru ekki í grunninn hin afvegaleiddu rök hrunsstjórnar-ráðherra "um hið "geggjaða" íslenska efnahagsundur," heldur eru þetta fyrst og fremst rök Jóns forseta Sigurðssonar, sbr. þessi orð hans:

"Sumir af vorum helztu mönnum eru líka svo hræddir við sjálfsforræði landsins, að þeir eru eins og skepnan, sem varð hrædd við sína eigin mynd. En nú er það lífsmál fyrir vort land, að það hafi alla stjórnarathöfn sem næsta sér og hagkvæmasta, og þá stjórn, sem getur svo að kalla séð með eigin augum það sem hún á að ráða yfir, en ekki í speigli og ráðgátu, eða með annara augum, í 300 mílna fjarska. Þetta er krafa, sem oss virðist ekki maður geti sleppt, nema með því að óska sér að leggjast í dauðasvefn að nýju ..."

Jón Valur Jensson, 17.10.2010 kl. 23:42

23 identicon

Eins og þið segið hér að ofan.  Rökin sem hún nefnir eru að mestu rök Evrópusambandsins.  Frábært hvað við höfum mikið fram að færa s.s. auðlindir og þekkingu.  Svo segir hún að við séum hvort sem er með mikið af reglufarganinu hvort sem er og ættum að vilja hafa meiri áhrif á það.  Höfum við ekki heyrt þetta áður og er þetta ekki akkúrat aðferðin núna.  Innleiða restina af draslinu og láta okkur svo velja þegar allt er um garð gengið.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 00:17

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég tók Evu Joly fagnandi eins og fleiri,því hún hafði ljóstrað upp um fjárglæframenn í Frakklandi,sem tók nú aldeilis meir en 2 ár.´Hún kom með reynslu og von,því fjárglæfrar funkera svipað allstaðar.  Hlustandi á samtalið í dag,bjóst ég alltaf við að Egill spyrði hana álits um aðild okkar,já eða nei. Þótt hún mæli með því ,breytir það engu,hjá mér. Trúlega væri mér ekki bannað að spyrja útvarpsstjóra eða Egil að því sama.  Það er svo annað hvort þeir mega tjá sig. Hvernig væri nú að ráðamenn fengju ,skotfasta,   spyrla,  til að kryfja þá sagna í útvarpi allra landsmanna,það brennur svo margt á þjóðinni,sem krefst svara.  

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2010 kl. 01:41

25 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skil ekki hvað JVJ er að fara nú frekar en fyrri daginn,því reyni ég af virðingu við hann að virða hann að vettugi, og bið hann að gera það sama þegar ég á í hlut.

Ef við slysumst til að vera í heimsókn hjá bloggara samtímis, þá má hann bóka að ég staldra ekki lengur við, og hraða mér í burtu.

Frelsið er yndislegt til að velja bloggvini til samræðna og gera það sem maður vill og vill ekki! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 18.10.2010 kl. 04:50

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið óskaplega var þetta virðulegt af þinni hendi, Jenný Stefanía.

En menn hafa oft ástæðu til að sniðganga röksemdir; ætli það eigi ekki við um þig hér? Og auðvitað er fráleitt hægt að finna sniðug rök til að krefjast þess að við stjórnum okkur EKKI sjálf.

En hvar er sjálfsálitið, Jenný? Þarf ekki að hafa svolítið af því, þó að steigurlæti sumra hafi reynzt heldur betur of mikið þar til fyrir tveimur árum?

Jón Valur Jensson, 18.10.2010 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband