Sunnudagur, 17. október 2010
Reiðialdan í upphafi þings
Óhugnanlegt siðleysi Samfylkingarinnar við úthlutun ráðherraábyrgðar á hendur hrunstjórninni, þar sem samfylkingarráðherrar voru gerðir ósakhæfir, er líkleg uppspretta reiðiöldunnar fyrir hálfum mánuði. Það hentaði ekki ríkisstjórninni að glíma við gagnrýni á afgreiðslu tillagna Atlanefndar um ráðherraábyrgð. Ríkisstjórnin ákvað upp á sinni einsdæmi að mótmælin hafi snúist um húsnæðislán og niðurfærslu skulda.
Valkvæður skilningur ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. á þjóðinni er merktur klækjastjórnmálahefðinni sem var undanfari hrunsins. Sitjandi ríkisstjórn er hluti af góssinu sem þjóðin þarf að losa sig við.
Fáir ánægðir með ákvörðun Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svikið loforð, frjálsar handfæra veiðar, sem hefðu leyst atvinnuvanda
þjóðarinnar!! þess vegna var ég þar!
Aðalsteinn Agnarsson, 17.10.2010 kl. 11:39
Þess utan krefst Samfylkingin að Ísland leggi niður fullveldið og afhendi það til Brussel:
Þessi listi fer hratt vaxandi og hann bætist beint við siðleysis- sundrungar- og frekjulista stærsta sundrungarafls Íslands: SAMFYLKINGUNA
Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2010 kl. 11:43
Gunnar - ég verð að kaupa mér hatt til þess að geta tekið ofan fyrir þér.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.10.2010 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.