Fjölmenningarsamfélag er rugl

Hugmyndin um fjölmenningarsamfélag er þvættingur og því meiri þvættingur sem fjölmenningin er skipulögð að ofan. Samfélög þroska með sér menningu yfir langan tíma, mælt í hundruðum ára. Innflytjendur sem ekki samlagast nýju samfélagi eru iðulega gróðrarstía ranghugmynda sem auðveldlega verða að ofbeldishugsun.

Vestræn samfélög eru eftirsóttur bústaður fólks úr öðrum heimshlutum. Innflytjendur sem ekki fallast á grunngildi vestrænna samfélaga gera sér heimkynni þar á fölskum forsendum. 

Fjölmenningarsamfélög eru uppskrift af gettófyrirkomulagi með tilheyrandi ófriði.


mbl.is Tilraunin mistókst hrapalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

100% sammála þessari færslu, ég bjó í Noregi fyrir nokkrum árum og í vissum bæjarfélögum þar var "fjölmenning" verulegt vandamál og ekki hefur vandamálið minnkað.  Nú verð ég örugglega "stimplaður" sem "rasisti" fyrir þessi skrif en það verður bara að hafa það.

Jóhann Elíasson, 16.10.2010 kl. 20:44

2 identicon

Enn eitt ruglið úr krötum sem hefur valdið mikilli ógæfu.  Multikulturell samfunn!

Er gaman að mæta inn í gettóin í stærri borgum Svíþjóðar?

..Eða Frakklandi?  Eða Grikklandi?  ...Eða bara nokkurs staðar í Evrópu.

Danska og Sænska lögreglan þurfa að senda herlögregluna inn í þessa borgarhluta ef þeir geta ekki bara látið fólkið eiga sín mál í friði fyrir samfélaginu annars.

Senda ekki einu sinni sjúkrabíla eða strætó inn í þessi hverfi!   

Bara ekki sniðugt.  Merkel þorir að segja sannleikan.  Plús fyrir hana.

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:48

3 identicon

Þetta er hverju orði sannara, sjálfur er ég nýfluttur heim eftir áralanga dvöl í Árósum í Danmörku. Þar hefur það sannast að fjölmenningarsamfélag er hugarsmíð sem gengur ekki upp í raunheimum. Þegar venjulegir danir, sem varla er hægt að telja til mikilla trúmanna, stofna einkarekna grunnskóla undir kristilegum formerkjum vegna þess að börnin þeirra eru orðin minnihlutahópur í almennum grunnskólum, þá hefur þessi stefna stjórnvalda beðið algert skipbrot.

Ómar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 21:09

4 Smámynd: Björn Birgisson

Góð færsla hjá þér Páll. Þeir sem setja alltaf kíkinn fyrir blinda augað í þessum málum eru þjóðhættulegt fólk.

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 21:16

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Fjölmenningarhugmyndin gengur sjálfsagt út á að leyfa fjölbreytninni að þrífast, bjóða nýbúum að tjalda því til sem þeir hafa með sér frá gamla landinu.

Þetta gerir það náttúrlega að verkum að því víðar sem þessi hugsunarháttur nær fótfestu og framgangi, því minni verður fjölbreytnin og alls staðar verða til samfélög sem eru sama þversniðið af öllu mögulegu.

Menning er að sönnu eitthvað sem verður til á löngum tíma, hún verður ekki fyrirskipuð af stjórnvöldum, að minnsta kosti ekki nema á yfirborðinu.

Flosi Kristjánsson, 16.10.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Andrés.si

Ég attaði mér stöðu Dana fyrir nokkrum dögum þegar ég var í 10 tíma á nóttuni til á Kastrup. Alt í einu var ég nánast eini hvíti maður, umhringður Arabömum og Tyrkjum á hverju horni. Svo komu tvær vélar frá Istanbul og Kastrup breytist í algjör Tyrknest flugvöll. 

Segja má að ég er engin rassisti, sjalfur útendingur hér, en Danir fóru yfir stríki með útgafu dvalar og atvinnuleyfa.  Það skapast fjöl kultur sem ekki er gott. Reyndar alt sviðset frá öðrum en Evrópubúum. Þetta kom frá Ameriku þar sem þeir skipuleggja heiminn eins og þar er. Land er ný, nánast sögu laus landamæri eru bara beinar línur og menning ekki ein. Það er veikleki evrópiska ráðamanna að hlusta á BNA stjórna öllu hér hjá okkur.

Andrés.si, 16.10.2010 kl. 22:21

7 identicon

Er það ekki orðið svo að í skólum og öðrum opinberum stofnunum hér að KROSS má ekki lengur vera á áberandi stöðum.Biblíukennsla í almennum skólum hér á Íslandi er allt að því að vera eða er búið að fella niður í fjölmörgum skólum.Sammála síðuskrifara að fjölmenningarsamfélagið gengur ekki og mun ekki ganga upp hjá oss.Að hugsa sér svo er Tyrkland að þrýsta á það að fá inngöngu inní ESB-Mafíuveldið.Hrun Evrópu virðist vera framundan.Líklegast er það byrjað.

Númi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:07

8 identicon

Minni á bátafólkið frá Víetnam sem hingað kom um 1980. Veit ekki betur en það hafi aðlagast ágætlega.

En rétt er að aðlögun að því þjóðfélagi sem fólk flyst til er nauðsynleg. Í Róm hagar þú þér eins og Rómverji. Og því miður eru ghettó vandamál á Norðurlöndum. En hér þarf tvo til; samfélag sem býður til sín erlendu vinnuafli þarf líka að aðlagast hinni erlendu menningu.

Til þess þarf umburðarlyndi. Á það sýnist mér nokkuð skorta hérlendis. Kannski við ættum að taka danska tollverði okkur til fyrirmyndar. Þeir fitja upp á nefið þegar þeir skoða jólapakka frá Íslendingum til samlanda sinna í Danmörku. Hangiket og harðfiskur eru ekki í uppáhaldi hjá þeim. En í gegn fer það.

Hér þarf innflutningsleyfi á eitt aumt oststykki. ESB aðild mun bjarga þessu endemis rugli. Og vonandi víkka aðeins sjóndeildarhring þröngsýnna Íslendinga. Ekki mun af veita.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:25

9 identicon

Já Baldur það er bara svona,fullveldi þjóðarinnar skal vera fyrir bí vegna oststykkis.Vonandi fellur þjóðin í kosningu um inngönguna inní þetta hryðjuverkabandalag sem ESB er.Það er mín trú að þjóðin fer ekki inní Mafíuveldið ESB,enda erum við mjög ungt lýðveldi,en við þurfum að hreinsa til hér og það ekki með neinum vettlingatökum. ÍSLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 23:44

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Samfélög sem ekki hafa heimild til að verja sig eru dauð samfélög.

Hrólfur Þ Hraundal, 16.10.2010 kl. 23:56

11 identicon

*** Varúð *** Samhengislaus síðkvöldsskrif hér að neðan ***

Og hver er lausnin á þessu "vandamáli" öllu, elsku vitleysingarnir mínir? Vinsamlegast útlistið hana fyrir mér því að ég get ekki séð með nokkru móti hvernig og hvar ætti að draga línuna og skilgreina hvað sé fjölmenningarsamfélag og hvað ekki! Orðið fjölmenningarsamfélg er í raun orðskrípi og er ekkert til. Það eru annað hvort öll eða engin samfélög "fjölmenningarsamfélag" því það er ekkert til sem heitir

"einsleitt samfélag".

Auðvitað eru alltaf vandamál í samfélagi manna. Hvað haldiði ef að við myndum flytja alla 40-og eitthvað þúsund færeyingana landflutningum til Reykjavíkur, haldiði að það myndu ekki skapast sömu vandamál og er verið að lýsa hér að ofan? Atvinnuleysi => Fjárskortur => matarskortur => glæpir af hendi afmarkaðs hóps, osfrv.

Nokkrar handahófskenndar pælingar hérna:

Hvað er íslensk menning? Er til eitthvað sem getur kallast það? Eru aðeins þeir sem eru fæddir á Íslandi hluti af "okkar" menningu? Hvenær hefur einstaklingur fæddur á Íslandi breytt sínum lífstíl/lifnaðarháttum/hegðun svo mikið að hann skilgreinist ekki lengur innan mengisins "íslensk menning". Hvað með t.d. íslenska anarkista, íslendinga sem vilja lögleiða kannabisefni eða aðra sem hafa tileinkað sér hugsanahátt sem er kannski frábrugðinn hugsunarhætti meirihluta þjóðarinnar? Hvað á að gera við þá?

Snýst þetta kannski bara um gamla góða strögglið milli islam og kristni? Ætti að gera landræka þá íslendinga sem taka upp múhammeðstrú? Eða kannski bara alla þá sem eru búnir að skrá sig úr íslensku þjóðkirkjunni? Á að hefta alla fólksflutninga milli landa?

Segið mér bara hvernig málum ætti að vera háttað í stað þess að grípa á lofti einhverjar frásagnir erlendis frá og mála skrattann á vegginn með. Btw, þá bjó ég í fjölda mörg ár í einu af "stórhættulegu gettóunum" í einni af stórborgunum sem jonasgeir vitnar í hér fyrir ofan.

Mér finnst viðhorf flestra sem hafa tjáð sig hér í besta falli þröngsýn. Gerið það fyrir alla að vera ekki svona hræddir við breytingar. Það er enginn skeggjaður svartur múslimi að fara að nauðga dætrum ykkar. Hættið að streitast gegn árstraumnum og förum frekar að huga að því á hvaða gildum við sem búum á þessari eyju viljum byggja okkar samfélagi. Síðastliðin ár hefur íslenskt samfélag einkennst af græðgi, agaleysi, sjálfumgleði, smáborgarahætti, óheilbrigðum matar- og lífstílsvenjum og almennu hömluleysi, svona til að nefna bara nokkur atriði.

Í stað þess að skjálfa á beinum tökum þá frekar fagnandi fólki sem hefur aðra sýn á lífið og tilveruna og reynum að læra það besta frá þeim og gera að hluta af okkar samfélagi.

Útópían:

Eitt tungumál + Engin trúarbrögð + Menntun og frelsi fyrir alla + Engin landamæri = Mikið færri vandamál í heiminum

Kristján (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 00:05

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

         Fjölmenningarsamfé-- -- nei takk,sama þó ég sé kölluð rasisti, Andrés veit að það er ég ekki. Hann er einn af þeim sem hefur aðlagast aðdáunarlega vel og ber land ,,sitt,, fyrir brjósti,berst gegn inngöngu í yfirráðaapparatið.

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2010 kl. 00:28

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þurfa   viðmið alltaf að vera öfgana á milli, ,,flytja 40,og e.h. Færeyinga til Reykjavíkur.,, Eigum við að fara að ráða í aðgerðir,sem gerast trauðla. Fjölmenningarsamfélag er ekki orðskrípi,eigum við að kjósa um það?  Hvað er íslensk menning,ítölsk,Frönsk,Indverks osfrv? Hún er kennd í framhaldsskólum.     Í  Háskóla Íslands er kennd ,, Sambræðsla menningarheima,,      þeir heimar eru þá til,eða gætum við sparað í menntakerfinu og sniðið þá kennslu af.   Höfum við ekki fengið að kenna á öfga fullum breytingum, sýnist ESB. vera hótað í sífelluMikið færri vandamál í heiminum er á óskalista okkar,fækkar þeim með því að flytja þau hingað?NEI!! 

Helga Kristjánsdóttir, 17.10.2010 kl. 01:36

14 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hef búið í einu slíku "fjölmenningarsamfélagi" s.l. 12 ár, verandi einn súputeningurinn í þeim menningarpotti.

Hef þróað með mér mjög sterkar skoðanir um hvernig slík menningarsamfélög geta virkað og hvernig ekki!

Eitt dæmi um slíkt; innflytjendur sem óska eftir landvistarleyfi í öðru landi, skuli  lúta reglum, bera virðingu fyrir og leitast við að tileinka sér menningu þeirra þjóðar, sem þeir óska eftir að verða hluti af, þ.m.t. tungumálið.

Innflytjendur skulu sýna jafnvel tilhlýðilega lotningu fyrir menningu og venjum þess lands sem þeir hafa óskað eftir að fá að búa í.

Þetta segi ég, í ljósi reynslu og upplifunar á innflytjendum frá stórum og sterkum menningarsamfélögum (Indland og Kína) sem virðast á yfirborðinu vera að flytja til landsins, með það að markmiði að búa í  "fjarlægu fylki" frá eigin heimalandi.  Alls ekki algilt, en mjög ríkjandi.  Það eru  ríkjandi bullandi "flokkadrættir" í ólíkri menningu og uppruna fólks, þó allt virðist fágað og fínt á yfirborðinu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.10.2010 kl. 07:19

15 identicon

Bandaríkin eru fjölbreyttasta menningarsamfélag á vesturlöndum, og eru jafnframt eitt ríkasta og áhrifamesta land heims. Það virðist ekki vera alslæmt að hafa fjölbreytt samfélag.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 09:14

16 identicon

Annað vestrænt fjölmenningarsamfélag er Kanada, en eins og þið kannski vitið, þá bjuggu vesturíslendingarnir til "litla Ísland" í Manitoba. Þar talaði fólk íslensku (málfræðilega betri íslensku en sú sem var töluð hérlendis) fram yfir miðja seinustu öld. Það tók a.m.k. 3 kynslóðir fyrir vesturíslendinga að skipta yfir í ensku. Það sama á við um annað fólk af öðru þjóðerni og með aðra menningu sem flutti til Bandaríkjanna og Kanada. Hvernig getum við gert ráð fyrir því að það taki útlendinga eitthvað styttri tíma að aðlagast okkar samfélagi.

Því má heldur ekki gleyma að það eru margir trúarlegir og þjóðar-minnihlutar í Evrópu sem hafa aldrei algerlega aðlagað sig að háttum þess lands sem þeir búa í. T.d. Íslendingar eða Færeyingar, þegar við vorum hluti af Danmörku. Eða t.d. gyðingar í Evrópu. Sama átti við Húgenotta, Kaþólikka í protestant-löndum, sem og protestants í Kaþólskum löndum. Það er hægt að finna fjölmörg dæmi, sem öll benda á eitt, að það er alls ekki hægt að búast við því af innflytjendum að þeir gleymi sinni gömlu menningu á nokkrum áratugum. Við íslendingar gátum það a.m.k. ekki í Kanada...

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 09:46

17 identicon

@Bjarni.

Fjölmenningarsamfélag er ekki það sama og fjölmenningarsamfélag. Stærstur hluti Kana er kristinn og þeir innflytjendur sem þangað sækja hve mest, latínóar, eru líka kristnir. Samt eru mexíókósk og bandarísk menning ekki eins.

Vandamálið við þessa annars ágætu umræðu hér er merking orðsins fjölmenningarsamfélag, hvað eigum við nákvæmlega við?

Vandamálið í t.d. Evrópu er hve illa múslimar aðlagast vestrænum gildum og hve andsnúnir sumir þeirra eru þeim, múhameðsteikningarnar í Danmörku 2006 er gott og nærtækt dæmi. Þar er enn verið að reyna að drepa menn út af teikningunum.

Það er nánast sama hvert litið er, múslimum virðast fylgja vandamál hvort sem litið er til Tælands, Nígeríu eða Danmerkur og svo virðist þeim mörgum vera mjög í nöp hver við annan, Sádarnir myndu t.d. ekki gráta mikið ef Vesturveldin sprengdu Íran aftur á steinöld.

Svo er farið að bera á því að múslimar í Evrópu eigi erfitt með að fá vinnu þrátt fyrir að vera prýðilega hæfir á pappírunum í viðkomandi starf (og eru því farnir að breyta nöfnum sínum). Hver ætli sé skýringin á því? Fordómar eða kannski hefur fólk brennt sig á því að ráða múslima í vinnu? Þeirra hugarheimur er augljóslega talsvert öðru vísi en vestrænna manna.

Bókin "Íslamistar og naívistar" er mjög fræðandi um vandann í Evrópu. Einnig hefur Mark Gabriel skrifað margar mjög fræðandi bækur um efnið.

Íslam og vestræn gildi um frelsi, jafnrétti og gagnrýna hugsun virðast illa fara saman.

Bloggi hérlendis er haldið úti um vandann:

http://hrydjuverk.wordpress.com/

Jon (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 10:23

18 identicon

Kæri Jón,

Þegar ég bjó í Los Angeles í nokkur ár, þá get ég lofað þér því að þeir kanar sem búa þar voru almennt ekki af Evrópskum uppruna. T.d. þá búa um hálf milljóna Írana í LA, og eru aðalhverfi þeirra West LA, Westwood, og Beverly Hills, oft kallað Teherangeles. Í raun eru 40% Beverly Hills búa af Írönskum uppruna, og kjörseðillinn þar er á tveimur tungumálum, Farsi og Ensku. Síðan eru um hálf milljón af Kóreskum uppruna, og hálf milljón af Kínverskum uppruna. Allt þetta fólk er yfirleitt ekki kristið, og ef það er kristið, þá er það oft með sínar eigin kirkjur, þetta á sérstaklega við Kóreska fólkið. Þess má einnig geta að þessir minnihlutar eru að meðaltali efnaðri en hvítingjar í Los Angeles.

Aðrir stórir minnihlutar sem búa á LA svæðinu sem eru yfirleitt ekki kristnir er t.d. hundruð þúsunda Vítnama, nokkur hundruð þúsund Tælendinga, né nokkur hundruð þúsund Kambódíumanna sem búa á LA svæðinu.

Þess má geta að um 50% íbúa Los Angeles tala Spænsku sem fyrsta tungumál, og aðeins um 20% íbúa eru hvítingjar af evrópskum uppruna. Margir hvítingjar í LA eru Armenar (nokkur hundruð þúsund), og Íranir. Þessir tveir stórir hópar eru "Caucasians" þ.e. hvítingjar.

Þrátt fyrir þessa gríðarlega fjölbreyttu samfélagsuppbyggingu, þá eru meðal tekjur fólks í LA yfir meðaltali í Bandaríkjunum. Af hverju er það?

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 10:59

19 identicon

Jenný sagði það sem ég ætlaði að segja, þ.e ef einhver vill hefja nýtt líf hér skal viðkomandi gangast við þeirri menningu og siðum sem hér ríkja sem og læra okkar tungumál og svo skal einnig ganga fyrir þá íslendinga sem flytja til annara landa, sjáið sóma ykkar í að virða þá þjóða að fullu og öllu eða haldið ykkur bara heima.

Hið fína orð fjölmenningarlegt samfélag virkar ekki og hefur aldrei virkað.

(IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 11:49

20 Smámynd: Kommentarinn

Öll samfélög eru fjölmenningarsamfélög. Live with it.

Kommentarinn, 17.10.2010 kl. 12:37

21 identicon

Sigurlaug, ég mæli með því að þú kíkjir í heimsókn til Los Angeles, og spurðu þig síðan af hverju hlutir virki þar, þrátt fyrir fjölmenningu? Og ef ekkert annað, þá fengirðu í það minnsta pínu sól.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 12:54

22 identicon

Það er þjóðverjum að kenna að fjölmenningarsamfélag virki ekki. Til að fjölmennigasamfélag virki þurfa allir að aðlaga sig nýju samfélagi, innfæddir og innflytjendur. Ég til dæmis efast um að fjölmenningasamfélag virki á íslandi af þeirri einföldu ástæðu að við erum upp til hópa íhaldsamir og þröngsýnir molbúar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 13:19

23 identicon

Þetta  myndband   sýnir   ástandið   í   Þýzkum   skóla   þegar   múslímakrakkarnir   eru   komnir   í   meirihluta.  Talmál  á  þýzku  en   enskur  rittexti.

http://www.youtube.com/watch?v=heneF0fTueo&feature=player_embedded

Meira   um   Merkelmálið    hér   .

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband