Samstaða í boði sundrungarafla

Umræða síðustu daga um skuldavanda heimilanna leiðir í ljós að hvorki er til peningur né vilji til almennrar skuldaniðurfærslu. Annað sem umræðan hefur leitt í ljós er að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er ekki með neina dagskrá. Fjárlagafrumvarpið vísar ekkert; það er aðeins svarthol þangað sem opinber þjónusta hverfur; sjúkrarúm á landsbyggðinni, stuðningur við öryrkja og menntun.

Ríkisstjórnin datt niður á plan viðbragðastjórnunar vegna þess að hún klúðraði upphafi sínu. Í stað þess að nálgast viðfangsefni sitt, endurreisnina eftir hrun, af hógværð og stillingu þjösnaðist ríkisstjórnin áfram með ófriði í Evrópumálum, málefnum sjávarútvegsins og i Icesave-málinu. Ríkisstjórnin rakst á veggi og lenti úti á kanti.

Jóhanna Sig. biður um samstöðu í dag fyrir sig og ríkisstjórnina. Hún er nýbúin að eyðileggja uppgjörið við ráðherra hrunstjórnarinnar með því að gera samfylkingarfólk ósakhæft.

Eina samstaðan sem Jóhanna getur vænst er samstaða um að stjórnin fari frá og boðað verði til kosninga.


mbl.is Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband