Miðvikudagur, 13. október 2010
Landsbankinn bakhjarl auðmanna í stríði
Útrásarauðmenn eru í stríði gegn slitastjórn Glitnis sem lögsækir Jón Ásgeir, Pálma í Fons, Hannes Smára og fleiri í New York. Helsta vopn auðmanna er Baugsmiðlar sem síðustu daga færast í aukana í árásum á slitastjórn Glitnis. Landsbankinn heldur móðurfélagi Baugsmiðla, 365-miðlum, á floti með sérstökum samningi við Jón Ásgeir.
Eignarhaldi Jóns Ásgeirs á fjölmiðlum fylgir misnotkun enda er tilgangurinn með eignarhaldinu beinlínis að hafa áhrif á opinbera umræðu.
Landsbankinn er nær alfarið í eigu ríkisins og ætlað að vera hornsteinn í endurreisn fjármálastofnana. Horsteinn lagður í kviksyndi spillingar útrásarauðmanna mun vitanlega sökkva fyrr heldur en seinna.
Athugasemdir
Útgerðar menn eru í stríði við ríki og almenning í landinu.
Helsta vopn LÍÚ er Morgunblaðið, sem stöðugt færist í aukana í stríð við almenning.
Notendur kvótans eru helstu styrktaraðilar morgunblaðsins, og nota til þess auð sem Framsóknarflokkurinnhefur að mestu fært þeim á silfurfati.
Eignahaldi útgerðarmanna á morgunblaðinu fylgir misnotkun, enda tilgangurinn með eignarhaldinu að hafa áhrif á opinbera umræðu.
Notendur kvótans og þar með peningana sækja auð sinn fyrst og fremst í vasa almennings sem á í raun allan óveiddan fisk, og fiskveiðar eru hornsteinn í endurreisn þjóðfélagsins.
kvótakerfið er hornsteinn í spillingu þjóðfélagsins, og er kerfi sem vitanlega mun sökkva fyrr en seinna.
Þórhallur (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 07:41
Sammála Páli og Þórhalli. Hvort tveggja er jafn rotið. Almenningur ætti að hafa vit á að skipa sér ekki í aðra hvora fylkinguna.
Þórður (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 08:17
hehe Þórhallur góður. Svona getur nú áróðurinn snúist í höndum manna eins og Páls Vilhjálmssonar. Hins vegar er ég alveig sammála bæði Páli og Þórhalli
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2010 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.