Tvær játningar Steingríms J. og Jóhönnu

Ríkisstjórn sem þarf að neita því að hún hafi gert mistök er búin að mála sig út í horn. Ríkisstjórn sem segist taka alvarlega hluti alvarlega veit ekki sitt rjúkandi ráð. Um hádegisbil sögðu Steingrímur J. og Jóhanna að þau hefðu ekki gert mistök. Undir kvöld segist Steingrímur J. taka skuldavanda heimilanna alvarlega.

Hvorki Steingrímur J. né Jóhanna Sig. eru nógu huguð að segja staðreyndina sem blasir við öllum nema þeim skötuhjúum: Það eru ekki til peningar að ríkisvæða íslensk heimili með almennri niðurfellingu skulda.

Blauð og hugmyndalaus ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er á síðustu metrunum.


mbl.is Fundur um skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvennt vekur athygli.

Í fyrsta lagi að mönnum finnist allt í góðu lagi að leggja 220 milljarða á skuldara umfram venjulega vexti og 4% verðtryggingu á tveimur árum.

Í öðru lagi að íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðunum veitist létt að falsa fjárhag sinn með því að þykjast ekki hafa tapað neinu.

Staðreyndin er sú að verið er að leita leiða til að koma í veg fyrir tap, ekki að auka það.

marat (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 19:47

2 identicon

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér, Páll.

Þessi ríkisstjórn er að vinna hér óbætanlegan skaða.

Hún er litlu betri en gereyðingarstjórnin á undan henni.

Karl (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 20:11

3 identicon

Fyrri stjórn með samfylkingu var slæm.

Þessi er hroðaleg.  Hroðaleg.

Hvernig getur þetta fólk horft í spegil eftir allt bullið sem rennur úr þeim.  ...Fólk er bara vitlaust að geta ekki nýtt sér þessi "fínu" úrræði frá okkur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:01

4 Smámynd: Gunnar Waage

Er þessu ekki sammála Vilhjálmur. Í fyrsta lagi þá miðast þessi upphæð við fullar innheimtur á núgildandi kröfum sem er ekki raunhæft.

Í öðru lagi þá eru þetta lágar afskriftir miðað við þær afskriftur sem farið hafa fram í fyrirtækjum einkageirans.

Í þriðja lagi þá verða allavega betri innheimtur á lánum eftir niðurfærslu á höfuðstól.

Í fjórða lagi þá skilar bætt fjárhagsstaða heimilanna sér í neyslu.

Í fimmta og síðasta lagi þá getum við ekki kallað þetta ríkisvæðingu með góðu. Þetta eru afskriftir og þeim afskriftum fylgja engar frekari skuldbindingar aðrar en þær að Íbúðarlánasjóður þarf jú að bæta í neikvæða eiginfjárstöðu sína um 100 - 200 milljarða með þessum afskriftum miðað við leiðrétta útreikninga geri ég ráð fyrir, á líklegum endurheimtum sem reyndar hefðu átt að liggja fyrir nú þegar.  

Þetta er á endanum spurning um viðhorf. Brotið hefur verið á almennum borgurum og forsendur fyrir lánveitingum hafa breyst. Þetta verður að leiðrétta og eðlilegast að öll þjóðin taki á sig skaðann.

Gunnar Waage, 13.10.2010 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband