Andvana fædd Helguvíkurstjórn

Auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingin ætluðu að mynda Helguvíkurstjórn um sukkið hjá Reykjanesbæ. Þingsályktun frá frænda Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar um 700 milljónir til Helguvíkurhafnar átti að ryðja brautina. Svo virðist sem mistækur formaður Sjálfstæðisflokksins hafi verið með í ráðum, en hann ræddi um það forgangsmál að skapa atvinnu.

Atvinnusköpun á grunni spillingar elur á meiri spillingu. Fjármuni almennings á ekki að nota í gæluverkefni stjórnmálamanna sem sannanlega kunna ekki að greina á milli einkahagsmuna sinna og almannahags.

Dómgreindarleysið í forystu Sjálfstæðisflokksins er átakanlegt um þessar mundir. Sjálfstæðismenn sem gera samfylkingargælur eru annað tveggja siðlausir eða þjakaðir af botnlausri heimsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur hafnarmannvirki talist til gæluverkefna?

Þetta skapar verðmæti fyrir suðurnesjafólk og fleiri hér.

Þetta er ekki monthús eins og Perlan, Ráðhúsið eða Tónlistarhúsið.

Það er engin frægur arkitekt þar að velja harðviðartegundina.

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 13:27

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Uppgjafaforystumaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var fluttur til Suðurnesja og átti að efla styrk Flokksins í þessu fjölmennasta kjördæmi landsins.Þessi glæsti merkisberi sem hefur Frelsi einstaklingsins til athafna að kjörorði hófst nú handa og seldi eigur bæjarfélagsins til einstaklinga fyrir slikk og leigir síðan eignirnar aftur af nýjum eigendum. Snilld.

Næsta verkefni var að opna möguleika þegnanna til athafna í anda frelsis einstaklingsins.

Foringi einstaklingsframtaksins skuldsetti bæjarfélagið um milljarða við byggingu hafnar í Helguvík. Þessi höfn átti að vísu ekki að þjóna framtaki einstaklinga í Reykjanesbæ heldur átti hún að þjóna stóru og orkufreku fyrirtæki í eigu erlendrar málmbræðslu og fyrirtækið átti síðan að kaupa orku frá ríkinu.

Nú tók merkisberi einstaklingsframtaksins sig til og krafðist þess að allir þræðir ríkisins yrðu virkjaðir svo þetta erlenda fyrirtæki með ríkisorku að bakhjarli kæmist í gang strax í dag. Og hann lætur sig engu skipta þótt orkan sem nýta átti til virkjunarinnar sé ekki fáanleg á svæðinu!

Mikill foringi og öflugur baráttumaður fyrir athafnafrelsi einstaklingsins bæjarstjórinn Árni Sigfússon.

Enda hafa engir leiðtogar fengið viðlíka kosningu nema flokksbræður hans Jósef Stalín og Maó formaður, ármenn ríkiskapítalismans í Sovét og Kína.

Árni Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband