Össur undir fávísisfeldi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýgur jöfnum höndum í orðum og með þögn. Í Morgunblaðsgrein í dag um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu tekst Össuri að nefna ekki orðið aðlögun, sem þó er opinbert heiti á upptöku nýrra ríkja í ESB. Aðlögun felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglur Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum.

Utanríkisráðherra býr til nýtt hugtak í vaxtaumræðu sem heitir ,,Evrópuvextir." Hann ætti að segja Grikkjum og Írum frá Evrópuvöxtum en þeir þurfa að greiða 4-6 prósent hærri vexti en Þjóðverjar.

Strax í fyrstu málsgrein utanríkisráðherra er afhjúpandi játning: ,,Forsenda upplýstrar ákvörðunar er að fullgerður samningur liggur fyrir." Af þessari setningu leiðir að Össur og Samfylkingin tóku óupplýsta ákvörðun þegar sótt var um aðild að Evrópusambandinu.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu var véluð í gegnum alþingi á fölskum forsendum um að óskuldbindandi viðræður við Evrópusambandið væru í boði. Í reynd heitir ferlið ,,accession process," aðlögunarferli.

Í samantekt sem Evrópusambandið gaf út um aðlögunarferli segir berum orðum að umsóknarþjóðir eigi að taka upp 90 þúsund blaðsíður af regluverki á meðan viðræður standa yfir.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).

Samheitið ,,acquis" er notað um regluverk ESB. Össur vill að við aðlögum okkur að Evrópusambandinu og greiðum atkvæði eftir að hafa í reynd gengið inn í sambandið. Þannig er veröld Össurar; framkvæma fyrst og hugsa eftirá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband