Uppreisn landsbyggðarinnar

Útrásin var skipulögð og framkvæmd í miðborg Reykjavíkur. Höfuðborgin naut útrásarinnar á meðan landsbyggðin lét sér fátt um finnast, e.t.v. að undanskildu Austurlandi. Refsingin fyrir hrunið hefur fram að þessu einkum lent á höfuðborginni. Þangað til að Steingrímur J. kynnti fjárlögin.

Í fjárlagafrumvarpinu er ráðist að grunnþjónustu á landsbyggðinni. Bráðaþjónusta sjúkrahúsa ásamt legurými, sem sannanlega er ódýrara að reka á landsbyggðinni, ætti að vera sjálfsagður þáttur opinberrar þjónustu.

Landsbyggðinni blæðir í augum hrokinn sem birtist í niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Í miðborg Reykjavíkur rís monthús Landsbankafeðga með framlögum úr ríkissjóði en sjúkrahúsum er lokað úti um land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður getur bara þakkað fyrir að kommúnistinn hafi ekki her til umráða til að framfylgja sinni stefnu.

Njáll (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 21:41

2 identicon

Þetta eru miðstýringarkratar í þeirra innsta eðli.

 Þetta er algjör katastrófa.  Algjör.

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 21:41

3 identicon

Sæll.

Þessu fólki í ríkisstjórn getur vart verið sjálfrátt. Það vill að við förum í ESB þó þar sé eintóm eymd og volæði. Þetta makrílmál ætti að fá jafnvel hörðustu ESB sinna til að klóra sér í hausnum. Svo eigum við að greiða Icesave þó það komi ríkinu ekki við.

Svo eru Vg búin að svíkja allt sem hægt er að svíkja og Ögmundur er farinn að skipta sér af ákæruvaldinu af því femínistum líkar ekki það sem saksóknari segir. Svo er búið að hleypa pólitískum réttarhöldum af stokkunum. Sovétríkin anyone? Svo eru a.m.k. Vg föst í því að kenna öllum öðrum um stöðu mála, ef eitthvað er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna er það AGS að kenna.

Hvað er með þessa komma hér, ætla þeir ekki að fatta að Sovétríkin hrundu og nú hefur m.a.s. Kastró líka viðurkennt að kommúnismi gangi ekki upp. Á að ríkisvæða allt? Nú má ekki einu sinni horfa á strippdans. Hvað er fólk að pæla sem styður Vg og Sf? Nú hafa þessir flokkar haft 18 mánuði til að leysa skuldavanda heimilanna en samt hefur ekkert gerst. Engin lausn, bara frestir - bara lengt í hengingarólinni. Fundnir haldnir um ekki neitt svo fólk haldi að eitthvað gerist.

Svo veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar fjármálaráðherrann segir að hagvöxtur sé þegar í reynd samdráttur er. Er maður að segja vísvitandi ósatt eða veit hann ekki betur? Sama hvort svarið er, hann þarf að finna sér eitthvað annað að gera fjarri stjórnmálum.

Nýjasta vitleysan er svo þetta stjórnlagaþing. Nú á að henda milljónum í það, milljónum sem ættu betur heima í heilbrigðis- og menntakerfinu. Svo hafa snillingarnir í ríkisstjórn aldrei sagt okkur sauðsvörtum almúganum hvaða grein stjórnarskrárinnar olli hruninu. Það verður hins vegar seint því stjórnarskráin er alveg saklaus af þessu hruni.

Helgi (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 22:46

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Páll, gleymdu ekki kosninga loforði Jóhönnu, frjálsar handfæraveiðar.

Aðalsteinn Agnarsson, 11.10.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband