Jón Ásgeir gleymdi broskallinum - aftur

Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjórinn fyrrverandi var sakaður um að benda Lárusi Welding forstjóra Glitnis á hver ætti bankann og réði þarf af leiðandi ferðinni. Tölvupóstur þess efnis birtist í fjölmiðlum. Jón Ásgeir svaraði því til að tölvupósturinn hefði verið sendur í gríni - broskallinn hefði gleymst.

Fyrir utan að fara með Glitni eins og einkabanka er Jón Ásgeir þekkur fyrir að krefjast einkaþjónustu á fjölmiðlum sem eru í hans eigu. Á dögum útrásar var Jón Ágeir í heilagra manna tölu á fjölmiðlum sínum. Eftir hrun þóttust sumir blaðamenn sjá hégómlegan og pervisinn kjána þar sem áður var ósnertanlegur auðmaður og gerðu grín að guttanum.

Jón Ásgeir krafðist brottreksturs blaðamanns sem vogaði sér að hæðast að eigandanum. Ætli vörnin verði sú sama? Æi, ég gleymdi broskallinum.


mbl.is Jón Ásgeir vildi láta reka blaðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Það óvænta við þessa frétt eru viðbrögð ritstjórans fyrrverandi Jóns Kaldal, sem styrkir þá von að til séu alvöru fagmenn á ritstjórum blaða.

Allt hitt fyrirsjáanlegt og vitað en nú staðfest.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.10.2010 kl. 15:37

2 identicon

Þetta hefur eitthvað brenglast í meðferð fjölmiðla, svona eru upphaflegu meilin:

JÁJ: Óska eftir því að þessi starfsmaður verði látinn fara nú þegar, hann verður ekki í mínum húsum. :-)

Hann getur verið sniðugur og búið sjálfur til fréttir hvar sem hann vill og hæðst af mér eins og hann vill ;-), en að ég ætli að borga honum laun fyrir það no way. :-D

AriE: Hann fer, tad er klart. ;-) Bara spurning um adferd og tima X-D

IngibjörgP: Er sammála þessu. :-X Líklega vill hann frekar láta reka sig, :-) það er athygli sem hann fær.

En það er sérstakt að nýráðinn drengur láti svona :-o og segir mér aðeins eitt að hann er ekki blaðamaður sem tekur starfið sitt alvarlega X-D

Njáll (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 17:57

3 identicon

Í fréttamiðli Jóns Ásgeirs Fréttablaðinu í dag er grein eftir blábjánaráðherran Össur Skarphéðinsson annað er ekki hægt að segja um ráðherran eftir lestur greinarinnar sem hann byrtir í Fréttablaðinu í dag Grein Össurar heitir  ,,,,,,,,:::::::VIÐ TRYGGJUM EKKI EFTIR Á.   Bullið í þessum Össuri er með ólíkindum,við þurfum ekki á svona hækju að halda sem Össur er.Hann stærir sér af því að hafa byrjað aðlögunarferlið að ESB-Mafíunni í þessari grein,sem virkar á mann einsog afsal á þjóðinni,,,sveiattan Össur.

Númi (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 18:25

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég las þetta líka þar til ég seldi upp,en vildi ekki finna meira að honum ég er búin að  gera svo mikið af því,þó honum virðist vera sama.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband